Óðinn - 01.07.1922, Page 33
ÓÐINN
81
Jón Ólafsson.
enn er á lífi. — ]ón sál. bætti Galtarvík mjög, festi
kaup á henni og bygði þar snoturt timburhús, hlöður
og önnur hús, girti tún og engjar, og sljettaði túnið
allmikið; hann var iðju- og starfsmaður hinn mesti,
mjög vel látinn og hinn vandaðasti til orða og verka.
Konum sínum báðum reyndist hann ástríkur eigin-
maður og börnum sínum góður og umhyggjusamur
faðir. — Börn hans af fyrra hjónabandi, sem á lífi
eru, eru þessi:
Sigríður, gift Bjarna Jónssyni bónda í Gerði á
Akranesi: eiga 3 börn. Einar verslunarstjóri í Kefla-
vík; á eitt barn. Ólafur Hvanndal prentmyndasmiður
(chemigraph) í Reykjavík. Þórey, gift J. I. Gangvish
í Saskatoon í Ameríku. Sigurdís, gift Ingiberg Þor-
kelssyni trjesmíðameistara í Hafnarfirði; eiga 4 börn.
Jónína Sesselja, gift Jóni Þórarinssyni í Gerðum í
Garði; eiga 4 börn. Gísli bóndi í Vtri-Galtar-vík,
kvæntur Guðborgu Ingimundsdóttur; eiga 2 börn.
Jón sál. Ólafsson ljest 27. febrúar 1921, og var
jarðsunginn að Innra-Hólmi 10. marts. Fylgdi honum
margt af sveitungum hans til grafar. Hann lætur eftir
sig gott mannorð og fagra minningu hjá ættingjum
sínum og öðrum, er kynni höfðu af honum, eftir langt
og heiðarlegt æfistarf.
Einar Thorlacius.
Jón Ólafsson frá Galtarvík.
Dagroði dvínar,
dimmir senn og kveldar;
röðull hnígur í ránar skaut.
Oldungur fylgir
eyglóar dæmi,
sá er hjer lengi sæmdar naut.
Bygðin sem bóndi
bestu kosta unni
fylgir þjer nú á fremsta stig.
Þakklát en þögul,
þín hin göfga fóstra
með klökkum huga kveður þig.
Sólgulli sáir
sumardísin bráðum,
gróandi kemur í góðs manns spor.
Avaxtar orðstír
öldunga vorra
þráð og í vændum þjóðlífs vor.
Aldánna hilling
öldurmenni föllnu
hlýleg í bragði hampar dátt —
minningu mannsins
morgungyðja lyftir
sólskini mót úr síðstu nátt.
Guðm. Friðjónsson.
Sl
Staka.
Þær sem að sjer ugga síst,
er aftanroðinn kætir,
mega oftast eiga víst,
að árdagsroðinn vætir.
Fnjóskur.
sz