Óðinn - 01.07.1922, Page 37

Óðinn - 01.07.1922, Page 37
8S ÓÐINN og einn geysistóran kampsel, síðan við fórum frá Grímsey, og nú voru fýlarnir einu dýrin, sem sáust. En þeir voru þögulir eins og steinarnir; rendu sjer ofur hægt með sjávarfletinum kringum skipið, alveg eins og þeir væru að furða sig á því, hvaða skrímsli þetta væri, sem Ieyfði sjer að trufla náttúrufriðinn á þessum stað og asnast svona áfram með skrölti og gauragangi. En þeir gáfu ekki frá sjer eitt einasta hljóð, frekar en þeir væru búnir að gleyma því fyrir löngu. Eitt var það þó, sem hreyfði sig enn þá. Það voru dæturnar hans Ægis gamla: öldurnar, sem komu al- veg óteljandi hver á eftir annari og ljeku sjer að skipinu og okkur. Alveg eins og þegar við leikum okkur að litlum bolta, og köstum honum úr öðrum lófanum yfir í hinn. Þær reistu Snorra upp að fram- an og hölluðu honum um leið yfir á aðra hliðina, skeltu honum svo niður aftur og yfir á hina hliðina. Svona gekk það koll af kolli. Næsta morgun, þann 27., var sama veður, nema hvað þá var kominn ofurlítill vestan-andvari. Þokan var sú sama. Dagurinn leið með sama veðri tilbreyt- ingarlaus, nema hvað sá til sólar eitthvað 5 mínútur seinni partinn, og sjóndeildarhringurinn víkkaði ofur- lítið um kvöldið. Nú voru fýlarnir horfnir. Klukkan rúmt 8 um kvöldið, þegar jeg og þeir, sem jeg var á vakt með, erum nýkomnir niður og í fletin, heyrum við kokkinn kalla uppi á þilfari, að það sje gufuskip úti við hafsbrún! »Hananú!« segjum við niðri. »Það er líklega þýskt herskip, sem ætlar að ráðast á okkur!!« En þeir sem glenslausir voru, álitu, að þetta mundi vera norskur selveiðabátur. Við stukk- um upp á þilfar, til þess að sjá skipið, (að vísu hafði kokkurinn ekki sjeð nema reykinn). Fyrst sáum við engan reyk, en svo eftir nokkra stund kom hann aft- ur; og hvað sáum við? í norð-vestri skamt frá skip- inu eru 3 steypireyðar að velta sjer í vatnsskorpunni, og standa gufustrókarnir úr þeim langt upp í loftið. Þetta var þá herskipið. Næsta dag: sunnudaginn þann 28. var allra besta veður; að eins nokkur þoka við sjóinn, og því ekki hægt að sjá nema stutt til. Þó var hægt að sjá til sólar um hádegið. Ofurlítið vestankul og alveg báru- laust. Nú voru fýlarnir aftur farnir að láta sjá sig. Til- heprða þeir auðsjáanlega ]an Mayen; og eftir hádeg- ið fórum við einnig að sjá svartfugl, sem fljótt fór vaxandi. Með kvöldinu óx þokan og varð svo dimm með Frú Björg Þ. Blöndal, kona Sigf. Blöndals bókavarðar og orða- bókarhöfundar, er dóttir Þorláks heitins Þorláks- sonar hreppstj. í Vestur- hópshólum í Húnavatns- syslu, systir Jóns Þor- lákssonar verkfr. í Rvík og þeirra systkina. Hún hefur tekið stúdentspróf og heimspekispróf, við Khafnarháskóla, og hef- ur nú styrk af sjóði Hannesar Arnasonar, sem þeir hafa áður haft prófessorarnir Ág. H. Bjarnason, Guðm. Finn- bogason og Sig. Nor- dal, til frekara náms við erlenda háskóla. Hjer heima er hún þekt af þýðingum, sem út hafa komið eftir hana á ýmsum erlendum skáldritum, svo sem Jerúsalem, eftir Selmu Lagerlöf, Insta þráin og Ástaraugun, eftir ]. Bojer, Ný kynslóð, eftir ]oh. Skjoldborg o. fl. Frú Björg Þ. Blöndal. hviðum, að ekki sást nema nokkra faðma framundan. Klukkan eitthvað 8 s. d. vorum við komnir á 71° norðurbreiddar, eða þá gráðu, sem liggur um miðja ]an Mayen. Vissum við þá, að við vorum komnir jafnnorðarlega og eyjan. Og þar sem allur svartfugl- inn var á flugi til austurs og suðausturs, þá rjeðum við þar af að eyjan mundi vera fyrir austan okkur, og að fuglinn væri að fljúga að eynni. Þar að auki vorum við ekki búnir að sigla nógu langa leið, til þess að geta verið staddir austan við eyna. Við breyttum því um stefnu og hjeldum beint í austur, eftir gráðunni. Enn var þokan sú sama. Bráðlega tókum við eftir því, að fuglinn fór að fljúga hærra og hærra í loft- inu, jafnframt því sem hann óx að tölunni til. Benti það á, að við værum að nálgast eyna. Klukkan 98A um kvöldið sá jeg í þokunni grilla í eitthvað dökkt framundan eins og hulið daufum loga. (]eg stóð sem sje á verði fram á). Um leið sá stýri- maður það, sem líka var uppi og stóð við stýrið. Og þetta var land. »]an Mayen!« hrópaði jeg, og allir, sem niðri voru, þustu upp á þilfar. Við vorum þá komnir til ]an Mayen, þessa fyrir- heitna lands. ]eg hrópaði Húrra! af öllum mætti; sumir hinna tóku undir og allir voru hinjr glöðustu.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.