Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 41

Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 41
ÓÐINN 89 að jeg ætlaði aldrei að komast þangað upp, svo var bratt og svo var erfitt upp að ganga. Grjótið og urð- in var svo laus í sjer, að jeg rann að jafnaði fet í hverju skrefi. Það var líka svo mikill hiti þarna uppi, að jeg varð að klæða mig úr utanyfirfötunum og ganga á skyrtunni. Er jeg viss um að hitinn hefur að minsta kosti verið um 20 gr. á C. Upp komst jeg samt, og áleit jeg þá, að nú væri jeg kominn svo hátt, að jeg gæti sjeð út yfir alla eyna. Nei — bíðum við. Nú tekur við annað fell, sem gnæfir mikið hærra, og tekur fyrir útsýnið til norð- austurs. Upp verð jeg að komast, ef jeg á ekki að fara erindisleysu í þetta sinn. Erfitt reynist það, en ekki ómögulegt, og upp kemst jeg. Stend jeg nú á barminum á gömlum eldgíg. Er jeg næstum 20 mín- útur að ganga í kring á gígbarminum. Er gígur þessi hættur að gjósa fyrir löngu, og farinn að safnast mosi innan í barmana. Nú er jeg staddur næstum 600 m. yfir sjávarmál. Frá hærri gígbarminum, sem er nær miðbiki eyjar- innar, sje jeg út yfir alla Jan Mayen. Er það einhver sú fegursta sjón og tignarlegasta, sem jeg hefi sjeð. Enda finst mjer, að jeg standi þarna enn þá og horfi út yfir eyjuna og hafið í kring. Sjerstaklega er það þó Bjarnarfjall, sem hrífur mig. Þarna rís þessi mikli jökull upp úr hafinu og gnæfir hátt við himin, svo öll önnur fell og fjöll verðu að smá-bólum í saman- burði við hann. Held jeg að jeg ýki það ekki, þó jeg segi, að hann taki fram öllum þeim fjöllum og jökl- um, sem jeg hefi sjeð hjer á landi, — að fegurð og tíguleik. Neðst er Bjarnarfjall, jökullaust nema hvað skriðjöklar ganga frá aðaljöklinum alveg fram í sjó. Eru skriðjöklar þessir afarmikilfenglegir, og helst að líkja við stirðnaða stórfossa, þar sem þeir falla fram af björgunum við sjóinn. Skriðjöklar þessir eru 9 að tölu, sem hafa rutt sjer braut til sjáfar, og falla til austurs, norðurs og suðurs. Eru þeir víða alþaktir leðju og aur. Neðan til er Bjarnarfjall aflíðandi bunga, en endar efst í strýtu svo brattri, að jökullinn tollir ekki á nema sumstaðar. Fjallið er gamalt eldfjall og gengur gígur ofan í toppinn. Að vísu er langt síð- an það hefur gosið, og er líklega alveg útbrunnið eins og t. d. Snæfellsjökull hjer á íslandi. Á það bendir með- fram jökullinn, sem er orðinn geysiþykkur á fjallinu. Suð- vestan í jöklinum, ekki mjög ofarlega, er Esk-gýgur, sem gosið hefur svo menn hafa sjeð og orðið varir við. Jeg sný mjer við á gígbarminum, þar sem jeg stend, og lít til suðvesturs. Þar er eyjan líka hálend: Einlægir hnjúkar og fjöll, með gömlum eldgígum á víð og dreif. Hæst er Franz-Josepsfjall, 840 m. Geysilangt sje jeg þarna út yfir hafið. Er það hul- ið þoku alstaðar þar sem augað eygir, og breiðir hún sig í ljettum bylgjum yfir hafflötinn. Það er eitthvað svo töfrandi við þessa þoku. Helst finst mjer jeg vera staddur í einhverjum töfrandi draumaheimi. Engin mannvera sjáanleg, ekkert dýr svona hátt uppi, og ekkert sem rýfur þögnina, nema þyturinn í stormin- um og báruhljóðið við ströndina í Rekavík, sem berst upp að eyrum mínum, eins og ómur af gleðilátum í fjarska. Jeg setst niður og horfi hugfanginn í kringum mig. Mjer finst jeg svífa í þokubylgjunum út yfir hafið, heim til íslands og kunningjanna og vinanna þar með öll þessi góðu áhrif á huganum, stöðugt starandi á Bjarnarfjall. Æði lengi sit jeg þarná á gígbarminum og horfi norð-austur yfir eyna með Bjarnarfjall í baksýn. Til skips varð jeg samt að komast fyrir nóttina, og af stað hjelt jeg ofan fjallinu, og nú tók jeg eftir nokkru mjög undarlegu. Að vísu hafði jeg tekið eftir því fyr, en ekki háft tíma til að hugsa um það fyr en nú. Daginn áður hafði jeg tekið eftir því á einni fjalls- brún, sem jeg gekk eftir, að það lá eins og gata eftir háhryggnum; skyldi jeg ekki hvernig á því gæti stað- ið. En nú varð jeg var við samskonar götu á hverri brún, það er að segja, þar sem mosi óx. Get jeg ekki líkt því við annað betra en það, hvernig ullin skiftist á hryggnum á sauðkindunum. Heimleiðin gekk full vel, því vanalega er undan- haldið ljettara. 2 refi sá jeg á þeirri leið, hátt uppi á hálendi. Var annar þeirra blárefur, en hinn mógrár að lit. Til allrar bölvunar, hvað refaveiðina snerti, hafði jeg ekki byssuna með mjer í þetta sinn, svo þeir sluppu báðir með fullu fjöri. Heim kom jeg til skipsins kl. að ganga 10 um kvöldið. Stuttu síðar sama kvöld fórum við 3, Gunnar, skip- stjórinn og jeg, í land og ofurlítið þar upp fyrir, til þess að huga að refum, en sáum engan og urðum að snúa aftur við svo búið, sáum samt einn sel við fjörusteinana, þegar við vorum að fara fram í skipið. En hann hafði enga löngun til þess að láta skjóta sig, og hypjaði sig því burtu hið bráðasta. Föstudaginn 2. ágúst vaknaði jeg við að sólin skein niður í skipið til okkar. Var þá alveg þokulaust og heiður himinn. Jeg var því ekki lengi að hafa mig í land til að teikna og mála, sem jeg sat við allan daginn. Veðrið hjelst óbreytt til kvölds, blíðalogn og hiti. Þann dag lukum við við að fylla lestina. Klukkan hálf tíu um kvöldið fórum við á Snorra austur að Norðurvatni, til þess að ná í vatn handa

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.