Óðinn - 01.07.1922, Page 43

Óðinn - 01.07.1922, Page 43
ÓÐINN 91 kl. 7 næsta morgun. Þá nótt sá jeg sólarlagið og sólaruppkomuna. Er hvorttveggja mjög fallegt. Sólar- lagið var þó ekki eins fallegt og jeg hef sjeð það feg- urst hjer á Eyjafirði, og líka nokkuð öðruvísi hvað liti snerti. Það hafði meira af einkennilega fallegum bláum tónum, en ekki eins mikið af þeim lifrauðu og hjer. Sólar-upprásin, sem var rúmum klukkutíma síðar, var aftur einhver sú fallegasta, sem jeg hef sjeð. Nú var kominn 6. ágúst. Veðrið var hið allra besta: blíðalogn, þokulaust og sólskin, en ofurlítil austan alda. Þegar við vorum búnir að fullferma skipið, fórum við yfir í vík þar rjett hjá, austan við Maríuvíkina, geng- um á land og skoðuðum nokkra húskofa, sem standa þar. I fjörunni lágu 2 bátar: doría og prammi, sem vetrarsetumenn hafa notað. Var annar þeirra nýlegur að sjá. Svo komu kofarnir, 5 í alt. — 3 af þeim bygðir á norska vísu, úr heilum trjám, eins og krakkar mundu hlaða úr eldspýtum, þannig, að endarnir standa út af; hafa vetrarsetumenn haft kofa þessa fyrir íshús og geymsluhús. Hinir kofarnir 2, sem voru með kúftu risi, voru bygðir úr borðviði, og áfastir hver við annan með gangi, sem hægt var að ganga í gengnum fyrir 2 menn samsíða. Er þannig hægt að komast í milli kofanna, án þess að fara út. Var annað þeirra íbúðar- hús, en hinn geymsluhús. I þessum kofum hafa austurrísku heimskautafararnir búið veturinn 1882—’83, þegar þeir voru á Jan Mayen, við að rannsaka hana. Þó er ekki víst, að þeir hafi bygt kofana, því á flaggstöng útifyrir hjekk drusla af svenska fánanum. Að vísu er það ekki nein bein sönnun fyrir því, að Svíar hafi bygt þá. Þeir geta að eins hafa dvalið þar einhvern tíma, einn vetur eða svo. En Svenskir menn hafa að minsta kosti komið í þessa kofa. I íbúðarhúsinu er rúmgott, og engin neyð að búa þar, einn vetur eða svo. Að vísu er þar ekki fínt inni, en því gleymir maður nú alveg, þegar maður er korninn til Jan Mayen. I kofum þessum hafa ýmsir búið, bæði Austurríkis- menn, Svíar, Norðmenn o. fl., auk þeirra, sem að eins hafa komið þar. Þarna inni voru alskonar blaða- sneplar, með áskriftum, sem skýrðu frá, hverjir hefðu komið þar og dvalið þar. Á einu blaðinu stóð, að veturinn 1917—'18 hefðu 4 Normenn búið þar, og farið heim til Noregs í júní í sumar á norskum selveiðabát, með afbragðs góða veiði eftir veturian. Óskuðu þeir öllum, er síðar kæmu þar, alls hins besta. Utan á kápu á einni skáldsögu, sem við fundum, stóð skrifað eftir þá sömu menn, að »þangað til í dag (22. nóvember — þeir komu til eyjarinnar um miðjan seftember), höfum við skotið 180 blárefi, 14 hvítrefi og einn klapmyds (ein tegund af blöðruselum). 5 gr. frost í dag og suðaustan stormur með fannkomu«. Þarna inni var borð, stólar, eldavjel, rúmstæði, ýmiskonar eldunaráhöld og kornmatarleifar. Þar var töluvert mikið af bókum, bæði leikritum, skáldsögum og fræðibókum á Þýsku, Dönsku, Norsku og Svensku. Þar voru einar 3 munnhörpur og hljóðpípur, sem þeir hafa haft sjer til dægrastyttingar, Normennirnir 4, sem síðast bjuggu þar. Fatag.armar hjengu þar, og hitt og annað, sem ekki þýðir að telja hjer upp. Uti þarna við kofana voru 3 leiði. Á þeim stóð: PEDER OLSEN HUK0 T0TE 1911. AKSEL JAKOBSEN T0TE 1911. FNAT NOMNOMSO , Vormeister Thomas Viscovich Matrose des Osterreichischen schiffes POLA geboren 1860 in Albena gestorben ,6-/;. 1882 in jan Mayen Skamt þarna frá húsunum, yfir í næsta mel, höfðu þeir grafið brunn, því enginn lækur var þar nærri. Þegar rannsókninni á þessu öllu saman var lokið, fórum við fram í skip og hjeldum heim til íslands. Nöfn okkar skildum við eftir á miða í kofanum. Frá suðvesturenda eyjarinnar fórum við kl. 10 árdv og var Jan Mayen horfin kl. 3 síðd. Heimferðin gekk mjög vel. Við fengum ofurlítinn norðaustan storm og höfðum því segl uppi. Að vísu var ekki hvast; enda hefði skipið ekki þolað mikil segl, eins hlaðið og það var. Því færði maður eitt trje úr annari hliðinni yfir í hina, þá hallaðist skipið sýnilega. Þó bar Snorri karl sig prýðilega á heim- leiðinni. Þann 6., 7. og 8. ágúst sigldum við, án þess að sjá land. En Snorri æðraðist ekki. Hann hjelt áfram sinn jafna, rólega gang, og hugsaði ekkert um land. Oldurnar komu í óendanlegri halarófu, ýttu undir hann og sögðu: »Komstu áfram, flýttu þjer, og vertu ekki að þvælast fyrir okkur*. Stundum reiddust þær og komu fossandi beint á skipið og gáfu því utan undir og rass-skeltu það, með ónotalegum, blautum og köldum hramminum. — Kári kom og þaut fram-

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.