Óðinn - 01.07.1922, Side 46

Óðinn - 01.07.1922, Side 46
94 OÐ INN á Jan Mayen, auk óæðri plantna. Fræplönturnar eru þessar: Fjallasmári, Lambagras, Snækrækill, Fjalla- nóra, Fjöruarfi, Músareyra, Lækjafræhyrna, Skarfakál, Fjallavorblóm. Túnvorblóm, Hjeluvorblóm, Jöklaklukka, Hrafnaklukka, Skriðnablóm, Jöklasóley, Dvergasóley, Snæsteinbrjótur, Laukasteinbrjótur, Lækjasteinbrjótur, Þúfusteinbrjótur, Vetrarblóm, Blálilja, Engjafífill, Ól- afssúra, Kornsúra, Naflagras, Grasvíðir, Fjallhæra, Bjúgstör, Rjúpustör, Fjallasveifgras, Sauðvingull, Tún- vingull, Hálmgresi, Tóugrar, Klóelfting, og 3 teg- undir, sem ekki vaxa hjer á íslandi: (Draba Fladni- sensis, Pippsia algida og Poa cenisía). Algengastar eru Skarfakál, Jöklasóley og Þúfusteinbrjótur. Þær vaxa um alla eyna hátt sem lagí, hvar sem maður gengur, í fjörusandinum og innan um mosann uppi á hálendinu. Gras (til skepnufóðurs) er ekki til á eynni. Þarar eru víða við strendurnar, eins og Iitlir skógar á marar- botni. Mest er það Maríukjarni. Dýralífið. Af spendýrum er mjög fátt á Jan Mayen. Einu Iand-spendýrin, sem hafast þar við árið um kring, eru refir (mest blárefir). Hefur þeim fækkað mikið í vetur við það, sem Norðmennirnir drápu þar, því annars hefðum við hlotið að sjá talsvert af þeim. í sjónum kringum eyna er nokkuð af selum og hvölum, og svo koma ísbirnir þangað með ísnum á vetrum. Af sjáfar- dýrum er aftur mjög lítið, t. d. fiskategundum. Meðan við vorum við eyna, sáum við að eins 1 sel og 1 andarnefju. Við reyndum með handfæri, en urðum ekki varir. Af fuglum eru fáar tegundir, en mikill fjöldi af hverri. Svartfugl er þar í yfirgnæfandi meiri hluta: (stuttnefja, lundi, teista og haftirðill), þá mávar: (ís- máfur, fýll, skegla). — Eitthvað 8 æðarfugla sá jeg (bæði kyn), 1 himbrima, 1 lóm og nokkra kjóa. — Af landfuglum sá jeg að eins 1 spörfugl, líkan þúfu- titlingi, en þó nokkru minni. En hann var svo stygg- ur, að jeg gat ekki skotið hann. Á eynni er mikið af fuglabjörgum, enda verpir fuglinn þar geysimikið. Rjerum við upp að ein- hverju bjarginu, þar sem þeir verptu, og gerðum einhvern hávaða, en þá varð ioftið alveg svart af fugli, þegar hann flaug fram úr bjarginu með gargi og vængjaþyt. Rekaviðurinn. Af honum er mjög mikið þarna á eynni. Eru það aðallega 2 tegundir, fura og greni. Er öllu meira af furunni, og þá sjerstaklega rauðfuru (rauðavið, sem kallaður er). Þessi rekaviður er kominn frá Síberíu, og það sjálf- sagt allur, því væri eitthvað af honum komið frá Ameríku, er óhugsandi að ekki hefði slæðst með lífið eitt af fínni viðartegundum, t. d. eik. mahogni; að minsta kosti eik. En slíkar viðartegundir eru alls ekki til á Jan Mayen. I hverri vík, eru malarkambarnir þaktir af rekaviði og líta út eins og gráar breiður. Fyrir utan það, sem sjest, þegar litið er yfir þetta í fljótu bragði, er mikið af gömlum viði sandorpið, svo að ekki sjer nema á endann á trjánum, eða alls ekki neitt. Sumt af þessum rekaviði er næstum alveg óskemt, og því gott til smíða, bæði í hús, skip og húsgögn. En auðvitað er mikill meiri hluti af viðnum orðið svo skemt, bæði farið að fúna og rifna, að ekki er hægt að nota það í annað en eldinn. Margir hafa spurt mig að, hvort ekki væri sjálfsagt af okkur Islendingum að slá eign okkar á Jan Mayen, þar sem hún væri enn ekki neinna eign. Það atriði finst mjer mjög athugavert. Fyrst og fremst þvrftum við að byggja hana að einhverju leyti, til þess að geta haft eftirlit með henni. En hún er langt frá byggileg, þar sem allan jarðveg vantar, og því ekki hægt að hafa þar neitt alidýr. Helst mundu hreindýr geta lifað þar, því á eynni vex mikið af hreindýra- mosa og fjallagrösum. Rekaviðurinn er að vísu mikill, en ekki nein veru- leg auðsuppspretta. Fiskveiðar er ekki hægt að treysta neitt á, því þar eru engin fiskimið. Helst er arðvænlegt, að vera þar yfir veturinn, og skjóta refi og ísbirni, sem koma þangað með ísnum á vetrin, og ganga þar á land. Er þar oft mikið af þeim. Veturinn 1633—’34 voru þeir svo nærgöngulir, að vetrarsetumenn þorðu ekki út úr kofum sínum tímunum saman. Á ísnum kringum eyna kæpir líka mikið af sel á vorin. Er þá hægðarleikur að rota hann. Enda veiða Normenn mikið af honum á ári hverju á þann hátt. Heyrt hefi jeg líka að Normennirnir 4, sem voru þar síðastliðinn vetur, hafi veitt þar (mest refi) fyrir 90 þúsundir króna, og er það alllagleg upphæð fyrir 4 menn yfir einn vetur — ef satt er. Sí

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.