Óðinn - 01.07.1925, Blaðsíða 2
50
OÐINN
ritstjóra Gíslasonar. Síðan var hann um hríð formaður
á hákarlaskipinu Hríseying, er hann sjálfur hafði
smíðað. Þessi hákarlaskip voru að því er jeg best
veit fyrstu bátar með þiljum, er gerðir voru hjer á
landi á seinni öldum;
Vorið sem jeg fæddist hafði hann á útmánuðunum
farið í hákarlalegur, en fengið sjávarvolk mikið og
stór veður, svo að þá hrakti vestur á Isafjörð og
spurðist ekkert til þeirra lengi vel. Um það leyti er
jeg fæddist voru menn orðnir úrkula vonar um að
þeir væru á lífi. Fyrir því fjekk jeg nafn hans. —
Móðir mín var ættuð úr Eyjafirði, dóttir Páls Þórðar-
sonar frá Kjarna, bróður sjera Ðenedikts í Selárdal,
en móðir Páls afa míns var Björg Halldórsdóttir,
afasystir Björns prófasts Halldórssonar að Laufási.
Foreldrar mínir bjuggu 2 ár á Hálsi eftir að jeg
fæddist, en fluttu þá búferlum að Vtra-Garðshorni í
Svarfaðardal og voru þar 3 ár. Það hvílir undur-
samleg morgunskíma yfir minningum mínum frá þeim
árum. Þar byrja þær, fyrst eins og í morgunsári og
smá-skýrast síðan. I Garðshorni mótaðist fyrsta um-
hverfið inn í huga minn: Hinn fagri dalur með háum
og hrikalegum fjöllum, grænum grundum og fagurri
all-rruikilli á, er rann í kvíslum milli rennsljettra bakk-
anna. Þessi sjón, tignarleg og mild í einu, blasti við
sjónum mínum, er jeg var að dunda úti að leikjum,
og býst jeg við að frá því stafi það, að ávalt síðan
hefur mjer fundist fegurst í fjalladölum, enda þótt út-
sýni sje ekki vítt. — í þessum yndisfagra dal átti
jeg heima, þangað til jeg var 5 ára, og margt er
mjer þaðan ógleymanlegt: Baðstofan gamla, sem mjer
þá fanst svo há að jeg spurði eitt sinn, hvort bað-
stofan hjá guði mundi vera öllu hærri, bærinn hrör-
legi með krókum og kimum, tóftarbrotin þrjú í túninu,
sem voru mjer bær, kaupstaður og kirkja.
Þar man jeg eftir fyrstu bænum mínum, langri röð
af versum, sem jeg las á kvöldin, og fundust mjer
þær mynda herbergi og var »Faðir vor« dyrnar.
Þar man jeg eftir fyrstu draugasögunum, sem
vinnumaður sagði mjer í laumi. Þær gerðu mig svo
myrkfælinn að jeg fram á ellefta ár þorði ekki um
þvert hús að ganga einn í dimmu. Betri voru æfin-
týrin sem mjer þá voru sögð: um Ásu, Signýju og
Helgu og Ðúkollu o. fl., en bestar voru sögurnar um
Jesúm Krist, sem móðir mín sagði mjer oft í rökkrinu
á kvöldin.
Jeg man þar eftir kirkjuferð á jóladag í þoku
mikilli. Pabbi minn leiddi mig ýmist eða bar mig.
Það var ekki langur kirkjuvegur að Tjörn. Það var
blæjalogn og þegar við nálguðumst Tjörn, heyrði jeg
einhvern þungan og dimman nið eða dunur og hjelt
jeg að það væri til hátíðabrigða við jólin, en pabbi
sagði að það væri sjávarhljóð. Mjer er sem jeg heyri
enn þessar dimmu dunur í þokunni, andardrátt hins
ókunna og dularfulla hafs. —
Frá þeim árum man jeg eftir landskjálfta. Jeg var
í rúminu; hafði haft kíghósta, en var nær því batnað.
Jeg var einn í baðstofunni að mig minnir. Þá fór alt
að nötra og rugga og litli skápurinn, sem hjekk á
þilinu, fór að skellast við þilið, og furðaði mig á, hví
hann ljeti sjer svona. Þá kom mamma í skyndi inn
og fór að klæða mig. Hún sagði að þetta væri jarð-
skjálfti. Mjer þótti það gaman. Jeg má ekki láta eftir
mjer að dvelja lengur við þenna kafla minninganna,
þótt mjer að mörgu þyki hann einn merkilegasti
kaflinn úr æfi minni.
Frá Garðshorni fluttu foreldrar mínir sig að Syðri-
Reystará í Möðruvallasókn. Það fanst mjer langt og
merkilegt ferðalag. Við gistum á Krossum á Árskógs-
strönd hjá vinafólki. Drengirnir þar Ijeku við mig og
gáfu mjer kíki, mestu gersemi að mjer fanst, en jeg
týndi brátt fremra glerinu.
Á Reystará voru húsakynni miklu betri og stærri
en í Garðshorni. Þar undi jeg mjer vel. Þar lá fjörð-
urinn fyrir framan og hinu megin sást prestssetrið
Laufás, eða að minsta kosti afstaða þess og var mjer
bent á það, og sagt að þar væri frændi minn sjera
Björn og ætti ákaflega glæsilegan son, sem væri að
læra. Frá því stóð Þórhallur Bjarnarson fyrir mjer
sem stór og fögur draumsjón í fjarska og varð hann
hugsjónahetja mín á uppvaxtarárum mínum, þar til
löngu, löngu síðar að draumkendin breyttist í velvild
og þakklæti viðkynningarinnar.
Meðan jeg var á Reystará, sá jeg fyrsta sinni
eimskip, er það brunaði inn fjörðinn. Mig minnir að
alt fólkið færi út á hlað að sjá það. — Það ár sá
jeg fyrsta sinni trje. Það var á Skipalóni, þar sem
umboðsmaður Þorsteinn Danielsen bjó. Jeg kom
þangað eitt sinn með mömmu. Jeg man ekkert eftir
húsbóndanum, en húsfreyja var mjer góð og dáðist
jeg að skrauti stofunnar, en einkum að hinu stóra
og fagra reynitrje, sem stóð í skjóli við húsið.
Jeg man eftir einum morgni þann vetur. Þá heyrði
jeg talað um að Friðriksgáfa, amtmannsstofan á
Möðruvöllum, hefði brunnið til kaldra kola um nóttina.
Þann vetur lærði jeg að lesa. Jeg eignaðist líka
Balslevs-kver og voru á því blárósótt spjöld. En einn
dag kom jeg að hvolpinum, þar sem hann var að
leika sjer að blaðarusli á gólfinu. Jeg fór að leika
mjer að þessu líka, en þá fann jeg spjöldin fögru.