Óðinn - 01.07.1925, Blaðsíða 31

Óðinn - 01.07.1925, Blaðsíða 31
ÓÐINN 79 Böðvar Þorvaldsson frá Mel. Böðvar Þorvaldssonar var fæddur að Mel í Miðfirði 15. apríl 1872 og þar ólst hann upp með foreldrum sínum, sem voru: Þorvaldur prestur Bjarnarson og Sigríður Jónasdóttir, bæði af vel þektum ættum og ná-komin að frændsemi. Þorvaldur prestur var að ýmsu stórmerkur maður og er furða, hvað lítið hans hefur verið getið opinberlega lífs og liðins. Orð- lagður gáfu- og Iærdómsmaður, víðlesinn og fjölfróð- ur, ör í skapi, gagnorður og hvassyrtur, þegar því var að skifta, en allra manna hrein- lyndastur. Hann var einn þeirra manna, sem hlaut að verða ógleym- anlegur hverjum þeim, sem nokkur kynni hafði af honum. Hann var hvarvetna mikill áhugamaður, og at- hafnamaður hinn mesti í húsa- og jarðabótum, þótt að sumum hans verkum yrðu oflítil frambúðarnot. Mikill fjáraflamaður var hann ekki. Hann drukknaði í Vatnsdalsá vorið 1908. — Prestur á Staðarbakka var þá Eyólfur Kolbeins og var honum falið að þjóna Mel ásamt Bakka; höfðu lög gert svo ráð fyrir, að prestaköll þessi yrðu sameinuð. Vildi prestur þegar flytja að Mel og taldi sjer bera öll ráð yfir Melseignum, sem miklar voru. Það ár bjó þar þó ekkja Þorvalds sál. með börnum sínum; var henni mjög nauðugt að flytjast burt og urðu af þessu deilur nokkrar. Þó fluttist prestur að Mel næsta vor; dó hann þar nokkrum árum síðar. — Er Melur bújörð hin ágætasta og til þess fallin að vera hjeraðsprýði, enda áður löngum höfuðból og heimkynni hinna merkustu manna. Því daufara sem verður að líta yfir þennan merka stað — eins og hann er nú setinn — því ljúfari verða þær minningar. Ein af »hjáleigum« Mels var eyðibýlið Steinstaðir, sem sögur nefna; þar hafði Þorvaldur sál. látið bæ reisa og hafði þar bygð verið um mörg ár, áður en hann dó; var nú býlið nefnt Barð. Þangað fluttist Böðvar sál. með móður sinni vorið 1907 og tók við búsforráðum. Þar var engi gott, en tún lítið og bygging ljeleg. Fór hann brátt að gera húsabætur, og var þar, eftir nokkur ár, allt orðið nýtt, bær og peningshús með vatnsleiðslu og fleiri þægindum, og þar rekið eitt af blómlegustu búum sveitarinnar. — Svo er Barði í sveit komið, að margur á þar leið nærri og var þar oft gestkvæmt; ekki af því að reynt væri þar að hæna að sjer vissa menn, með heimboðum og dekri. En þau mæðgin voru mörgum að góðu kunn, greiði og gisting var öllum heimil og skorti hvorki hey nje mat; að taka borgun fyrir slíkt mun þeim síst hafa til hugar komið. — Vel er land þar fallið til hestaræktunar, en hestamaður var Böð- var sál. flestum betri, sem fleiri ættmenn hans, átti hann hesta góða og tamdi fyrir sig og aðra; taldi hann sjer flestra meina bót að fara á hestbak, var hann löngum óhraustur, þoldi ekki að ganga að vinnu, en ferðaðist allmikið. Hann var í hreppsnefnd Vtri-Torfastaða- hrepps og fasteignamatsnefnd Vest- ur-Húnavatnssýslu hin síðustu æfiár sín; til þeirra starfa var hann vel fallinn, en fremur ófús og fjarri því, að telja sjer vegsauka að neinu slíku. Mjög fáskiftinn var hann þó ekki; en það sem aðgreindi hann frá öðrum þeim, er hlutast vilja um annara mál, af ýmsum hvötum, var hans alþekta drenglyndi og hrein- skilni, því honum var hverjum manni óhætt að treysta. Hann var ör í skapi, en aldrei svo að til vinslita drægi, og jafnan fús að rjetta hverj- um manni bróðurhönd. Hann var bindindismaður og því máli trúr sem öðrum. Hjá honum voru sameinaðir margir kostir sannra Islend- inga, bæði hinna fornu og núlifandi: Veglyndi og hjálpsemi höfðingjans samfara ráðdeild og hagsýni, bjartsýni og lífsgleði, þrátt fyrir langvarandi heilsu- brest. Hann var í fæstum orðum sagt: velgefið prúð- menni, sem gott var að kynnast og hverju góðu málefni hin traustasta stoð. Síðla vetrar 1919 fór Böðvar sál. til Reykjavíkur og undir vopn læknanna; með fram fyrir áeggjan ýmsra vina sinna, er með því töldu honum fulla heilsubót vísa; hafði hann þá mjög lengi kent van- heilsu, en borið hana með fádæma þreki og stillingu. — Læknar gerðu holskurð, sem talið var að vel hefði hepnast og lítil hætta fylgdi; en 2 dögum síðar flutti síminn hina sviplegu frjett: að Böðvar Þor- valdsson væri dáinn. Það varð hljótt hjer í húsi hverju. Svo almennan söknuð hefði engin önnur dánarfregn getað vakið í þessu hjeraði. Flestir munu hafa treyst því, ðð heim kæmi hann heill og hraust- Böðvar Þorvaldsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.