Óðinn - 01.07.1925, Blaðsíða 46

Óðinn - 01.07.1925, Blaðsíða 46
94 ÓÐINN Kvæöi. Hafnarsjóðs-afmælið. (Borgarnes 1921). Oft er brim í Borgarfirði, beljar sær við sker, því er ekki einskisvirði að eiga lending hjer; eiga höfn, sem haldi stjóra; höfn, sem brim ei ná; höfn, sem þoli hræsvelgs-óra; höfn, sem allir þrá. Nú er brim í Borgarfirði, brim í fólksins hug; það er ekki einskisvirði alt það hugarflug; að brúa ána, beisla fossinn, byggja nýja höfn. Þeir, sem fyrstir höndla hnossin, hljóta frægðar nöfn. Nú er brim, jeg heyri hljóðið, hjörtun eru sker þar sem ólgar æskublóðið eins og sjóði’ í hver. Allir sigla út í bláinn yfir lífsins dröfn, meðan æsta æsku-þráin á ei trygga höfn. Þó að brimsins æði öldur, enginn kveinki sjer, því að kur og karla-nöldur kann að verða sker; — sker, sem brjóti fjör og framkvæmd fyrir lengri tíð. Það telst ætíð vöskum vansæmd að vikna’ í orra-hríð. Nú skal fólkið fylkja hamalt, fylgjast vel í raun; þetta ráð er gott og gamalt, gefur sigurlaun. Gleymum allri ýtni og bægni, illra norna fórn; áfram svo með orku og lægni; alt með hófi og stjórn. Jeg elska. Jeg elska alt, sem guð minn hefur gert, í gegnum alt má nema hjartaslögin, svo hugsun vorri er það opinbert, að ást hans stendur bak við duldu lögin. Dulin lög! Þau dyljast engum samt, er drauma andans metur himinborna, og verður háa hugarflugið tamt, svo hjartans lindir dvína ei nje þorna. „Vitum ei hvers biðja ber". (Þvtt). Jeg bað um auð, og auður veittist mjer, en illar fylgjur dró hann heim með sjer; — jeg gat aldrei eignast gullið nóg, önnin vóx, en tærðist hugar-ró. Jeg bað um frægð, og frægðin kom til mín; en fljótt sú bænin illa hefndi sín; því flónska og öfund stungu sífeld sár og sjerhver dagur varð mjer þrauta-ár. Jeg bað um holdsnautn, — þránni fullnægð fann, hún fór sem logi um hug og líkamann; en þá sú eldraun yfirstígin var eftirtekján reyndist: kulnað skar. Jeg bað um hugró; bágt var henni’ að ná, þó birti’ um síðir, — gátan ráðin lá, og svölun andans sál mín bergði þyrst. En síðasta bænin átti að verða fyrst. Hin helga heimþrá. Öll vjer lifum augnablikin döpru, er oss pína kuldajelin nöpru og það vaknar æsiþrá, sem biður um æðra líf, svo veitist ró og friður. Og þessi helga heimþrá sífelt vitnar um heimili, þá líkamsfjötur slitnar; um heimalíf, þars hverfur sorg og mæða; um himnaríki lífsins æðstu gæða. Fnjðskur. Prentsmiðjan Gutenberg — 1925.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.