Óðinn - 01.07.1925, Blaðsíða 28

Óðinn - 01.07.1925, Blaðsíða 28
76 ÓÐINN Isl. hjón í Kaupmannahöfn. Ef þú kemur til Hafnar og spyrð einhvern ís- lending þar í borginni, hvort hann þekki nokkuð Þórð ]ónsson yfirtollþjón og frú Steinunni Ólafs- dóttur Jónsson eða viti hvar þau eigi heima, þá má venjulega treysta því, að hann gjöri hvorttveggja. Það eru ótrúlega margir íslendingar, sem eru þaul- kunnugir leiðinni út í Kol- dinggade 20, heimili þeirra, ekki að eins þeir, sem heimilisfastir eru þar í borginni eða dvelja þar Iangvistum, heldur jafnvel ferðamenn hjeðan að heim- an, sem dvalið hafa þar stutta stund. Þórður Jónsson er bor- inn og barnfæddur hjer í Reykjavík. Er hann fer- tugur að aldri. Faðir hans er gamall og góðkunnur borgari hjer í bænum, Jón Guðmundsson í Hausthús- um. Móðir hans, en fyrri kona Jóns, var Þóra Þórð- ardóttir, sem dó þegar sveinninn var á fyrsta missirinu. Ólsf Þórður upp þar heima í Hausthúsum hjá föður sínum og seinni konu hans en móðursystur drengsins, Sigríði Þórðar- dóttur. Þegar Þórður var 18 ára gamall rjeðst hann sem háseti á Vestu gömlu og var þar í nokkur ár. En síðan hefur hann dvalið í Kaupmannahöfn. Þórður hefur komið sjer alstaðar ágætlega vel, hefur þótt áreiðanlegur og röskur maður. Ungur komst hann inn í tollliðið í Kaupmannahöfn, í allmörg ár sem venjulegur tollþjónn, en nú fyrir 3—4 árum varð hann yfirtollþjónn. Hann kvæntist 1910. Kona hans er Steinunn Olafsdóttir. Foreldrar hennar voru þau Ólafur Hjartarson frá Austurhlíð í Biskupstungum (dó 1924), hálfbróðir frú Steinunnar Bjarnason, konu B. H. Bjarnason kaupmanns, og Guðrún Þórðar- dóttir, systir Halldórs Þórðarsonar bókbindara. — Steinunn misti móður sína tveggja ára að aldri. Var Steinunn með föður sínum fram yfir fermingu, fyrst fyrir austan og síðar suður í Vogum. Var hún svo um tíma hjá frænda sínum Halldóri Þórðarsyni, en fór svo þaðan norður á Kvennaskólann á Blönduósi. — Það sást snemma, að kjarkur var í Steinunni. Hana langaði til að læra hjúkrunarfræði. Var það ef til vill arfur frá ömmu hennar, Sesselju Þórðar- dóttur (móður Halldórs Þórðarsonar), sem var ágæt yfirsetukona á sinni tíð og nákvæm við sjúk- linga og kunni mörg ráð. Steinunn byrjaði 18 ára í Laugarnesspítalanum, þótti þar myndarlegur unglingur og einkar lægin til hjúkr- unarstarfa. Var hún þar í 3 ár, en sigldi svo til Hafnar til að ná fullkom- inni hjúkrunarmentun á spítölum þar. Að því loknu kom hún svo heim, var við hjúkrun hjer um hríð, meðal annars í franska spítalanum, en hvarf svo aftur til Hafnar, þar sem hún gegndi hjúkrunarstörf- um þangað til hún giftist. — Á þeim árum reyndi oft á þrek hennar og einbeitni. Heimili þeirra hjóna í Koldinggade 20 er hið snotrasta. Snyrtimenska og myndarskapur bera þar þess ljósan vott, hve mikið er hægt að gera fyrir heimilið til prýðis og þæginda, þótt auðæfi vanti, ef lag og vilji er til þess. Á þessu heimili er oft glatt á hjalla. Þangað koma Islendingar af öllum stjettum, vísindamenn, listamenn og skáld, stúdentar, iðnaðar- menn, sjómenn og verkamenn. Margir leita þangað til þess að fá góð ráð eða aðstoð í vandræðum sín- um, og hjónin bæði eru greiðvikin og hjálpsöm eftir megni, og stundum virðist manni fram yfir efni, en margir koma þangað til þess að anda að sjer, svo að segja, hreinu, íslensku andrúmslofti í erlendri stórborg. Þau hjónin eiga 10 ára gamlan dreng, Halldór, sem kom hingað heim með þeim s.l. sumar. S. Þórður og Steinunn Jónsson og Halldór sonur þeirra.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.