Óðinn - 01.07.1925, Blaðsíða 10
58
ÓÐINN
Það er enginn efi á því, að þegar D. Ö. var ráð-
inn í þjónustu Worlds League þá hafði það mikla
þýðingu, að hann hafði starfað við atkvæðagreiðslu
hjer. — Það var starfsemi hans hjer, sem var grund-
völlurinn undir starfi hans síðar. Hjer fór hann fyrst
að starfa af alvöru að því máli, er hann síðan hefur
helgað krafta sína, hjer lærði hann að beita kröftum
sínum í þjónustu banns og bindindis. Og bannmenn
voru hepnir að fá D. Ö. í þjónustu sína, það hefur
hann sýnt með starfsemi sinni fyr og síðar.
D. Östlund er nú orðinn kunnur ræðumaður um
Bandaríkin og Norðurlönd, og hvar sem hann fer
getur hann sjer góðan orðstír fyrir rökfimi sína,
festu og einurð, en það, sem mestu skiftir, er að
hver, sem D. Ö. kynnist, segir að þar sje góður
drengur sem hann er, maður sem lætur alstaðar gott
af sjer leiða, og um það sem annað er kona hans
honum samhent. Því senda allir þeir, er D. Ö. hafa
kynst, honum hugheilar óskir um góða og bjarta
framtíð, með von um góðan og mikinn árangur af hinu
göfuga starfi hans.
Þau David og Inger Östlund giftust 20. des. 1892.
Hún er fædd 10. ágúst 1872. Þau eiga fjögur börn,
er öll eru nú vestan hafs, tvær dætur, sem heita
Linnea og Liv, báðar giftar íslenskum mönnum, og
tvo syni, Linneus og Idar. Öll eru börnin hin mann-
legustu. Pjetur Zophoníasson.
Sl
Eyjólfur Jóhannesson
og
Helga Guömundsdóttir
í Hvammi.
Nokkru eftir aldamótin 1800 bjó sá maður á Kolls-
stöðum í Hvítársíðu er Þorsteinn hjet og var Hjálm-
arsson. Þorsteinn sá var afi Þorsteins smiðs Hjálm-
arssonar á Hvammstanga, sem látinn er fyrir nokkrum
árum og lesendur Óðins munu margir kannast við.
Á þeim árum, er hjer að ofan greinir, var Þorsteinn
eldri orðinn ekkjumaður og bjó með dætrum sínum
tveim, Þorbjörgu og Guðrúnu, voru þær systur þá
fulltíða orðnar og þóttu efnilegar stúlkur. Var á þeim
tíma venja sú á landi voru, að konur önnuðust
fjenaðarhirðingu engu síður en karlmenn, á ýmsum
tímum árs. Karlmenn fóru til vers á vetrum en stund-
uðu ýmislegan veiðiskap á heiðum uppi, silung o. fl.,
haust og vor; mun því stundum hafa fallið í hlut
þeirra systra, sjerstaklega Þorbjargar, sem eldri var,
að annast fjárgeymsluna, en þar á Kollstöðum eru
beitarhús nær miðja vega milli Kollstaða og Gilsbakka.
Um þessar mundir var prestur á Gilsbakka sjera
Hjörtur Jónsson, sá er utan fór með Bjarna frá
Sjöundá; vígðist sjera Hjörtur að Gilsbakka þegar
hann kom úr þeirri för árið 1807. Sjera Hjörtur
hafði fjenað all-mikinn, eins og fleiri Gilsbakkaprestar,
en frá Gilsbakka og Kollstöðum gengur fjenaður mjög
saman á öllum tímum árs.
Það var á árunum eftir 1820, að Hjörtur hafði
fjármann þann, er Jóhannes hjet Jónsson, Gestssonar
Ásmundssonar, var Jóhannes sá eyfirskur að ætt,
varð síðar bóndi í Gullbringum og nefndi sig Lund,
bjó hann í Bringunum þegar mannskaðinn mikli varð
á Mosfellsheiði 7. mars 1857 og er hans getið í frá-
sögnum um þann atburð.
Það lætur að líkum, að kunnugleikar nokkrir hafi
orðið með þeim Jóhannesi og Þorbjörgu fyrir sam-
starf þeirra við fjenaðargætslu, svo sem að ofan greinir,
en hvað sem um það hefur verið, þá er hitt víst, að
14. dag ágústmán. 1824 ól Þorbjörg sveinbarn og
lýsti Jóhannes föður að, var sveinninn vatni ausinn
og nefndur Eyjólfur. Ólst hann upp með móður sinni
og afa hin fyrstu ár æfinnar, en að nokkrum tíma
liðnum varð sú breyting á ráði Þorbjargar móður
hans, að hún rjeðist til bús með Samsyni bónda á
Rauðsgili Jónssyni, en hann var þá ekkjumaður og
giftist Þorbjörg honum litlu síðar. Samson þessi var
faðir Jasons, föður Jóns veitingamanns á Borðeyri.
Var Samson allvel hagorður en nokkuð ölkær, eins
og þá var títt; urðu þau afdrif hans, að hann drukn-
aði í Hvítá á Bjarnavaði haustið 1840, þá er hann
vildi freista að ríða þar yfir ána, en hún var í vexti,
hesturinn ótraustur og maðurinn við öl. — Eftir lát
fóstra síns dvaldi Eyjólfur nokkur ár á Húsafelli og
mun hin alkunna náttúrufegurð þar hafa haft áhrif á
hann, því jafnan unni hann fögru umhverfi og bar
gott skyn á það, sem prýddi eða jók fegurð náttúr-
unnar á hverjum stað.
Á þessum árum, eða um og eftir tvítugsaldurinn,
stundaði Eyjólfur sjóróðra á vetrum í verstöðum við
sunnanverðan Faxaflóa, Vogum og víðar; var þá
einatt fjörugt sjómannalíf þar syðra, því þangað söfn-
uðust ungir menn víðsvegar af landinu, norðan, austan
og vestan, sumir hagorðir og gamansamir, sem ljetu
oft og einatt fjúka í kveðlingum, þó lítið efni væri til,
mun og Eyjólfur hafa tekið sinn þátt í því og eru