Óðinn - 01.07.1925, Blaðsíða 12
60
ÓÐINN
Sjúkrahúsið nýja á ísafirði.
það getur farið verst, eins og bölsýnum
mönnum er svo tamt að hugsa sjer.
Annað, sem var mjög ríkur þáttur í
eðlisfari Eyjólfs, var það hve einlægur
trúmaður hann var; hann hjelt sinni
barnatrú óbrjálaðri alla æfi, þrátt fyrir
straumköst þau af ýmsum áttum, er
geysuðu um hans daga á landi hjer.
Trúin á annað líf og sæluríkt ástand
eftir dauðann var svo samtvinnuð eðli
hans, að án hennar gat hann ekki lifað,
og síðasta haustið sem hann lifði, þegar
kraftar líkamans tóku að þverra og
hann fann að dauðinn nálgaðist, þá var
honum það svo óumræðilega mikið
gleðiefni að jólin voru í nánd, því trú-
arvissa hans sagði honum, að jólanna
næstu ætti hann að njóta í dýrlegum
fagnaði í samvistum við konu sína, sem farin var á
undan og hann unni svo mjög; og einnig í þessu
falli varð honum að trú sinni; þegar jóladagurinn
rann, var andi hans floginn yfir móðuna miklu, því
hann ljetst 14. desember 1911.
Helga Guðmundsdóttir var fædd á Augastöðum í
Hálsasveit 31. janúar 1827; voru foreldrar hennar
Guðmundur Guðmundsson, bónda á Háafelli Hjálms-
sonar, en kona Guðmundar og móðir Helgu var
fyrnefnd Guðrún, móðursystir Eyjólfs. Helga ólst upp
hjá foreldrum sínum, þar til hún giftist Eyjólfi rúmlega
tvítug að aldri, sem fyr er greint.
Það mun nú vera svo, að margur maðurinn gerir
sjer ekki fulla grein fyrir því feikna starfi, sem sumar
íslenskar bændakonur hafa innt af hendi, sem mæður,
húsmæður og eiginkonur, í marga áratugi, og stafar
það án efa af því, að verksvið konunnar er mest
heimafyrir, meir innávið en útávið. Þar, innan fjögra
veggja, heyja þær sína látlausu baráttu. Þögult og
hljóðlaust hefur hin íslenska húsmóðir barist við van-
efni og marga örðugleika, og var Helga ein af þeim.
Efnahagur þeirra hjóna var jafnan fremur þröngur,
og þegar þar við bættist þungt heimili og ýmsir
örðugleikar aðrir, svo sem fjárkláðinn, sem geysaði
hjer á landi um miðja 19. öldina og eyðilagði aðal-
bjargarstofn bændanna, sauðfjeð, og þarmeð hjá þeim
hjónum, jafnvel oftar en einu sinni. Þegar litið er á
þetta, ætti mönnum að geta skilist, að mikinn kjark
og þrautseigju þarf til þess að standa í slíkri stöðu
með sæmd og heiðri í 60 ár, en það gerði Helga,
enda haíði hún marga þá kosti til að bera sem slíkri
konu eru ómissandi. Hún var vinnugefin, hagsýn og
ráðdeildarsöm, bjartsýn var hún eins og maður hennar
og gerði sjer ekkert far um að leita uppi skugga-
hliðar lífsins, eða hin dimmustu og köldustu skúma-
skot tilverunnar, heldur gleðjast og orna sjer við yl-
geisla líðandi stundar; var hún og manni sínum einkar
samhent og hjúskaparlíf þeirra hið besta.
Vmsir af sonum þeirra hjóna hafa orðið þjóðkunnir
menn; má þar til nefna Sæmund, cand. theol., d. 1896,
Samson ritstjóra, d. 1916, og Jóhann, fyr bónda í
Sveinatungu, nú í Reykjavík, en af börnum þeirra
lifa nú aðeins 5, en alls munu þau hafa verið 14.
Þau sem lifa eru: 1. Jóhann, fyr nefndur í Reykja-
vík, 2. Vagn, búsettur í Vesturheimi, 3. Ágústína, 4.
Þuríður, 5. Guðbjörg, tvær þær síðastnefndu til heim-
ilis í Reykjavík.
Þegar þau hjón, Eyjólfur og Helga, brugðu búi
vorið 1908, fóru þau að Sveinatungu til Jóhanns
sonar síns, og þar dóu þau bæði og eru jarðsett að
Hvammi í Norðurárdal. Helga andaðist 12. febr. 1910.
7. s.
Vísur
eftir Eyjálf Jóhannesson í Hvammi.
Nyjársvísa 1897.
Hreina og bjarta á helgum stól
í himins djúpi miÖju
nýárs skína sje jeg sól
sjötugustu og þriðju.