Óðinn - 01.07.1925, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.07.1925, Blaðsíða 4
52 ÓÐINN gjöf«, en man ekki hvaðan jeg fjekk hana. Jeg kyntist og nokkuð ýmsum rímum og kunni allmikið af vísum utan að, því að við krakkarnir vorum oft að kveðast á. Þótt jeg hefði nóg leiksystkini, fór jeg oft einn og dundaði út af fyrir mig. Jeg átti mjer fórnaraltari í laut uppi í brekkum og hlóð það sjálfur. Enginn fjekk samt að vita af því. Mig langaði til að reisa tjaldbúð eða musteri, því þá var jeg að lesa 3. bók Mósesar. — Jeg heyrði ýmsar Islendingasögur lesnar, og Noregskonunga. Jeg fjekk þá hugmynd einhvern vegin að Ólafur helgi væri verndardýrðlingur minn, og var það lengi að jeg bað hann um það, sem mjer þótti of lítilfjörlegt að biðja guð um. — Sjera Hjörleifur Einarsson var þá prestur í Goð- dölum, er jeg kom að Breiðargerði. Hann kom um haustið fyrsta, og ljet mig lesa fyrir sig eina blaðsíðu í kvöldlestrum Pjeturs biskups. Jeg var ekkert feim- inn við hann. — Um vorið flutti hann að Undirfelli í Vatnsdal og kyntist jeg honum fyrst löngu síðar. — Eftir hann kom að Goðdölum sjera Zophonias Halldórsson, nývígður. Heyrði jeg alla dást að honum og varð hann í augum mínum sem æðri vera. Jeg man eftir því á öðru hausti, eftir að hann kom til brauðsins, var jeg í erfisdrykkju á Anastöðum, næsta bæ við Breiðargerði. Þar var margt af fólki. Mjer varð eitt sinn um kvöldið reikað inn í xhjóna-húsið^ afþiljaða herbergið í baðstofunni. Þar sat prestur og margir bændur að tali. Þá sagði einn bændanna: »Þarna er drengur sem kann mikið í biblíunni*. Prestur kallaði á mig og setti mig á knje sjer og fór að spyrja mig að ýmsu, og svaraði jeg því all- rösklega og var ekki feiminn. En nokkru síðar kom presturinn í húsvitjan að Breiðargerði. Þá greip mig sú skelfingar feimni að jeg kunni ekkert og gat engu svarað. Varð jeg mjer þar til mikillar skammar; sveið mjer þetta stórum. Verst þótti mjer sú sneypa að geta ekki svarað, hver væri náungi minn. — Gremjan út af þessu sat í mjer fram eftir öllum vetri. Svo á föstunni vildi jeg endilega fá að ganga til spurninga á kirkjugólf, og fjekk það sunnudaginn á miðföstu. Það var þá eins og vanalega margt fólk við messu. Eftir blessun, á undan útgöngusálmi, röð- uðu börnin sjer fram á ganginum í framkirkjunni og var jeg þeirra yngstur og minstur. Svo kom röðin að mjer. Prestur ljet mig fara með grein úr öðrum kapítula kversins og spurði um eiginleika guðs. Jeg taldi þá upp eins og í kverinu stóð, og fór hann svo að spyrja mig úr biblíunni. Jeg hef líklega aldrei staðið mig eins vel við nokkurt próf, og þegar út var komið fóru allir að klappa mjer og hrósa mjer fyrir frammistöðuna. Jeg var utan við mig af öllu þessu og vissi ekki, hvað jeg átti af mjer að gjöra. Þá kom sjálf prestsfrúin, dóttir sjálfs háyfirdómarans í Reykjavík, og tók mig með sjer inn í búr og gaf mjer sætan mjólkurvelling, talaði við mig fáein orð og laut niður og kysti mig á kinnina. — Mjer hefur aldrei fundist meira til um nokkurn dag á æfi minni en þenna. — í Breiðargerði var jeg látinn fara að vinna dálítið að mínu hæfi, en ekki var mjer sjerlega sýnt um það og leiddist fremur flest störf, nema ef jeg gat látið ímyndunaraflið gera leik úr þeim. Jeg lærði að prjóna og það þótti mjer einna skemtilegast. Þá gat jeg leikið mjer í huganum við að prjóna æfi mína. Jeg settist á eitthvert rúm, er jeg tók prjónana, og kallaði það bæjarnafni. Við fyrstu lykkjuna fæddist jeg. Fjórir prjónarnir voru hinar fjórar árstíðir. Svo þegar jeg var búinn með nokkrar umferðir, flutti jeg mig á kistil eða annað rúm og þóttist flytja búferlum. Svo fjölguðu árin með umferðunum og væri svo kallað á mig að gera eitthvað annað, svo að jeg yrði að leggja frá mjer prjónana, þá þóttist jeg deyja, og æfisögunni var lokið í það sinn. — Var oft í mjer mesta kapp að verða sem elstur og fór ekki frá verkinu ónauðugri en jeg býst við að jeg fari, þegar þar að kemur í lífinu. Þessir og þvílíkir dagdraumar finst mjer að hafi haft nokkra þýðingu fyrir þroska minn. Á þessum Breiðargerðisárum byrjuðu mætur mínar á ljóðum. Fyrstu tvö árin las jeg fyrir utan Passíu- sálmana Hallgrímskver, Þorlákskver og ýms slík önnur ljóðakver frá 17. og 18. öldinni og byrjun hinnar nítjándu. Jeg las og heilmikið rímur og hafði gaman af. En er jeg var á 10. ári, var jeg eitt sinn sendur út að Sveinsstöðum. Þar þótti mjer ætíð gott að koma. Hefði jeg meira rúm, mundi jeg rita langa lýsingu á því fyrirmyndarheimili og sæmdarhjónum þeim, er þar bjuggu, Birni Þorkelssyni og Guðlaugu Guðlaugs- dóttur, en nú verð jeg að láta mjer nægja að nefna þau í heiðurs- og þakklætisskyni. Son áttu þau, tveim árum eldri en jeg var, Jóhannes að nafni. Honum unni jeg mest allra drengja, sem jeg þekti á þeim kafla æfinnar. Er jeg nú í þetta sinn kom þangað, rakst jeg á nýja bók, sem sjera Zophonías var ný- búinn að gefa honum. Það var Snót, ljóðabók allstór, full af kvæðum. Mig minnir að erindið gleymdist og tíminn, svo hugfanginn varð jeg. Síðan fjekk jeg oft leyfi til að fara þangað til þess að lesa í bókinni. — Þannig liðu þessi þrjú kyrlátu ár, fögur og full af unaði og friði. —

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.