Óðinn - 01.07.1925, Blaðsíða 21

Óðinn - 01.07.1925, Blaðsíða 21
ÓÐINN 69 Þessi mynd er fekin af innganginum í íbúðarhús prestanna í Landakoti hjer í Reykjavík sumarið 1923, er v. Rossum kardínáli var hjer staddur. Er það kardínálinn, sem stendur í dyrunum, og er á leið til guðsþjónustu í kirkjunni. hætti því við skólalærdóminn og veitti búinu forstöðu og gekk það prýðisvel. Um sumarið 1879 gekk hann að eiga Guðrúnu Ásgrímsdóttur hreppstjóra í Neðra-Ási Árnasonar prests á Tjörn Snorrasonar, og bjuggu þau örfá ár í Hofdölum, en fluttu síðar að Skúfstöðum í Hjalta- dal, og þar bjó Jón síðan þar til 1915, að hann seldi Sigurði syni sínum jörðina og brá búi. Jafnan var Jón mikið riðinn við sveitarmál, og stuðlaði margt til þess, fyrst og fremst að hann hafði mikinn áhuga á öllum opinberum málum og að hann vann að þeim með stakri trúsemi og festu, leit aldrei á sinn hag að neinu, heldur hitt, hvað heildinni kæmi best. Hann var líka um tuttugu ár samfleytt oddviti Hólahrepps, og mun það ekki hvað síst að þakka árvekni hans, að enginn sveitarómagi var þar til. Mun þar og nokkru hafa valdið, hve ráðhollur og ráðagóður hann var, er undir hann var leitað eða honum bar úr að skera. Jón hafði ágætar gáfur, sjerstaklega skarpar, var skjótur til svara og fljótur til ráða, framsýnn og framsækinn og fylgdi þeim er frjálslyndastir voru í opinberum málum. Hann var góður málafylgjumaður, hjelt fast fram skoðunum sínum við hvern er í hlut

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.