Óðinn - 01.07.1925, Blaðsíða 23

Óðinn - 01.07.1925, Blaðsíða 23
ÓÐINN 71 þekt heimilið á Núpi, sem var vel efnum búið og orðlagt fyrir reglusemi, ráðvendni og áreiðanleik í hvívetna. A Núpi ólst svo Þórarinn upp í guðsótta og góð- um siðum, mun það uppeldi hans þar allmjög hafa glætt og þroskað hina meðfæddu, arfgengu góðu hæfileika hans, er síðar öfluðu honum trausts og virðingar allra, er honum kyntust. — A Núpi dvald- ist Þórarinn þar til hann kvæntist 1885 ungfrú Guð- nýju Oddsdóttur frá Ey í Landeyjum, var hún af hinni alkunnu Víkingslækjarætt og þótti hinn besti kvenkostur. Það ár um vorið .fluttust þau að Austur- hlíð í Gnúpverja- hreppi og reistu þar bú, í fyrstu við lítil efni, sem þrátt fyrir vaxandi ómegð og ýmsa erfiðleika, þó blómgaðist smám saman, fyrir dugnað þeirra, ráðdeild og sparsemi. Frá Austurhlíð fluttust þau 1898 að Fossnesi í sömu sveit, sem er miklu betri jörð, og bjuggu þau þar, uns hann andaðist af lungna- bólgu, nálega 68 ára að aldri. — A Fossnesi gerðust þau hjón brátt sæmilega efnuð, og lagði nú Þórarinn alla stund á að bæta jörðina, bæði með húsabyggingum, túnasljettun og miklum girðing- um — um 3/4 mílu að lengd, — hlaut hann tvisvar heiðursverðlaun fyrir jarðabætur og alment lof sveit- unga sinna fyrir, hversu vel þær voru unnar. — Árið 1916 keypti Þórarinn þessa ábúðarjörð sína, stóð hagur þeirra hjóna síðan með all-miklum blóma, enda voru þá hin mannvænlegu börn þeirra upp- komin og fjölskyldan samhent í öllu. Þórarinn Vigfússon var tæplega meðalmaður á hæð, en svaraði sjer vel og hinn knálegasti og hátt- prúður í hvívetna. Hann var falslaus, allra manna áreiðanlegastur til orða og verka, iðjumaður, sjerlega reglusamur, þrifinn og vandvirkur, einkar sýnt um fjenaðarhirðingu, hestamaður með afbrigðum og bú- þegn góður, sem flestir þeir frændur. — Hann hafði skarpa dómgreind, fylgdist vel með öllum almennum málum, og sætti sig furðu vel við ýmsar breytingar hins nýja tíma, enda þótt hann hinsvegar hjeldi trygð við hina gömlu og góðu siði og lífsreglur, er hann var uppalinn við. Guðný Oddsdóttir kona hans var honum einkar samhent í öllu og unnust þau mjög; hún var búkona góð og sjerlega hneigð fyrir að hlynna að veikum og þurfandi og því mjög vinsæl. Hún lifði mann sinn um 2 ár, andaðist hjá Steini syni sínum 22. ágúst 1924, sjötug að aldri. Börn þeirra hjóna, er á lífi eru, eru þessi: Steinn bóndi á Fossnesi, tók við jörð og búi að föður sín- um látnum, kvæntur Ingunni Ingimundardóttur frá Andrjesfjósum á Skeiðum. Magnús, var um hríð ráðs- maður hjá Gesti Einarssyni frænda sínum á Hæli, en er nú bóndi á Skógsnesi í Flóa, kvæntur Þórdísi Þorkelsdóttur. Guð- jón bóndi á Lækj- arbug í Mýrasýslu, ekkjumaður, átti Valgerði Stefáns- dóttur frá Jörfa. Vilborg, kona Páls bónda á Litlu- Reykjum í Flóa, Árnasonar hrepp- stjóra á Hurðarbaki. Sigfús, býr í Haga við Selfoss, smiður góður og skytta, hefur nú næstliðin sumur stjórnað hinni miklu skurðgraftarvjel, sem notuð er við skurðagröft Flóaáveitunnar; kvæntur er hann Láru Guðmundsdóttur bónda á Sólheimum í Hruna- mannahreppi. Allir þeir, sem á einhvern hátt höfðu kynni af Þórarni Vigfússyni Ofjord og konu hans Guðnýju Oddsdóttur, munu ávalt minnast þessara hjóna af hlýjum hug og óska þess, að íslensk bændastjett ætti jafnan sem flesta þeirra líka. Og vissulega eiga þeir allra góðra manna lof og þökk skilið, er lokið hafa með slíkum heiðri og sóma blessunarríku lífsstarfi í þarfir lands og lýðs. 0. 0. St

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.