Óðinn - 01.07.1925, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.07.1925, Blaðsíða 7
ÓÐINN 55 yfir öllum. Undir þessum kringumstæðum var jeg fermdur á hvítasunnudag. Þá var nær alhvítt. Ferm- ingardagurinn var mjög einkennilegur og fann jeg til að jeg var einmana. Faðir minn lá í gröf sinni við kirkjuvegginn, móðir mín lá veik í fjarlægri sveit. ]eg var mjög hrærður undir fermingunni og altaris- göngunni og var hálf utan við mig, er jeg kom úr kirkjunni. Presturinn kallaði á mig inn til sín og fór með mig inn í helgidóm sinn, bókaherbergið. Þar gaf hann mjer þrjár bækur, Stafróf náttúruvísindanna, þá nýlega útkomnar, og talaði við mig huggandi upp- örvunarorðum. — Eftir ferminguna varð jeg afar- þunglyndur og kvíðinn. Mjer fanst jeg hafa gengið undir svo mikla skuldbindingu og fann hve ófær jeg var til að geta gert skyldu mína við guð og menn. Jeg sökti mjer niður í guðsorðabækur, las í biblíunni og Diarium Hallgríms Pjeturssonar og fleiri gömlum bókum, en það jók alt á hugsýki mína. — Svo í júní komu mislingarnir og lögðust þá allir á heimil- inu, nema húsmóðirin og jeg. Skömmu áður en veikin kom, hafði allur bærinn verið rifinn niður og var byrjað á hleðslu nýja bæjarins. Svaf fólkið á meðan í fjárhúsum, karlmenn í einu og kvenfólk í öðru; í þriðja voru matar- og eldatæki. Þetta var óskaplegur tími, en hann var að því góður fyrir mig, að jeg gleymdi sjálfum mjer, er jeg varð að vera á ferli milli húsanna og hjálpa þeim sjúku, gæta fjárins og gera alt. Jeg fjekk engan snert af sýkinni, en eftir þær 3 vikur, sem hún stóð yfir, var jeg mjög þreyttur og þá kom svo hugsýkin aftur með nýjum krafti. — Húsbændur mínir gerðu alt, sem í þeirra valdi stóð, til að gleðja mig. Húsbóndinn tók mig í skemtiferð út í Höfðakaupstað, en það kom fyrir ekki. Jeg ranglaði kringum fjeð í hjásetunni, en allir dagdraumar voru dökkir og svartir. Jeg hugsaði mikið um fram- tíð mína, hve ömurleg hún yrði á smalaþúfunni án þess að fá að læra nokkuð eða komast áfram í heiminum. Leið svo fram eftir sumri. Seinna um sumarið, í öndverðum ágústmánuði, sendi guð mjer hjálp. Arni hjet maður Hallgrímsson, mikill smiður og húsagerðarmaður. Hann hafði verið mikill vinur föður míns. Hann var þetta sumar að smíðum á Höskulds- stöðum. Skömmu eftir mislingana tók hann mig tali einn sunnudag við kirkju. Sagði hann mjer að jeg ætti náinn frænda norður í Gönguskörðum, sæmdar- bóndann Stefán Stefánsson á Heiði, og stakk upp á því við mig að koma með sjer norður þangað í kynnisför þá um sumarið, og bauð mjer hestlán og farartæki. Jeg tók því fjarri og sagði að húsbóndi minn mætti með engu móti missa mig frá fjárgeymsl- unni um há-sláttinn. — Jeg nefndi þetta alls ekki við húsbændur mína, en fyrir undarlegt atvik komust þau að þessu og sendu mig nauðugan af stað. Það er dagleið, og þó stutt, yfir fjöllin norður í Gönguskörð. Arni skildi mig eftir á Heiði en fór sjálfur lengra, og ætlaði á þriðja degi að taka mig á bakaleiðinni með sjer. Sonur Stefáns, Stefán yngri, síðar skóla- meistari, var þá í 4. bekk latínuskólans og var heima við slátt um sumarið. Hann var mjer ljúfur sem yngra bróður, varð mjer hin mesta skemtun að vera með honum þann dag, sem jeg var um kyrt. Hann sýndi mjer blóm og jurtir og talaði við mig um ýmsan fróðleik. Hann var mjög glæsilegur ungur maður og dáðist jeg mjög að honum. Gamli Stefán gaf sig líka mjög að mjer, og áður en við skildum, bauð hann mjer að koma til sín næsta vor og mundi hann greiða mjer veg til nokkurrar mentunar. A heimleiðinni varð Arni forviða á þeirri breytingu sem orðin var á mjer og ekki síður húsbændurnir, er heim var komið. Jeg varð aftur kátur og fagnaðar- sæll. Allt þunglyndi horfið, því nú fanst mjer fram- tíðin blasa björt við mjer og dagdraumar mínir urðu djarfir og sólfagrir og loftkastalarnir himinháir. Næsta vetur las jeg Arbækur Espólíns og svo aftur og aftur bækurnar frá fyrra sumri, »Stafrof vísindanna« þaul-las jeg líka og hafði mikla nautn af þeim. — Þann vetur kyntist jeg Hugleiðingum Mynsters bisk- ups og varð mjög hrifinn af þeim. Þá um vorið bar kongsbænadag upp á föstu- daginn fyrstan í sumri. Jeg notaði þá frídaga til þess að semja hugleiðingu út af Jes. 55, 6—9, og varð hún 16 síður, hreinskrifuð. Enginn á heimilinu vissi neitt um þetta. En næsta sunnudag fór jeg til kirkju og eftir messu fann jeg prestinn að máli og bað hann líta yfir þetta. Hann las það, en jeg sat sem á glóðum á meðan. Er hann hafði lesið það yfir, sagði hann ekkert, en spurði mig hvort hann mætti halda henni nokkra daga og skrifa hana upp. Viku seinna sendi prestur mjer handritið og vinsamlegt brjef og lauk allmiklu lofsorði á ræðuna, hvað efni og mál snerti, en kvað rjettritun fremur bágborna, og ljet fylgja með henni ritreglur Valdemars Asmundssonar. Jeg get um þetta af því, að seinna varð þessi ræða, eða hvað jeg átti að kalla það, mjer til mikillar hjálpar. Annan í hvítasunnu vorið 1883 kvaddi jeg mína góðu húsbændur á Síðu, með þakklæti, og fjell mjer þungt að skilja við þá. — (Frh.) Sl

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.