Óðinn - 01.07.1925, Blaðsíða 6
54
ÓÐINN
son í Sólheimum, tók mömmu til sín og lá hún þar
í nokkur ár. Jónas á Tindum tók Kristínu systur
mína að sjer, þá þriggja ára gamla, og Þórður móð-
urbróðir minn tók Pál bróður minn, þá 5 ára gamlan.
Jeg átti svo að fara í vist og verða smali. Jeg kveið
ákaflega fyrir því að fara til vandalausra, bæði af því
að jeg hræddist orðið »vandalausir«, því það hafði
svo oft verið sagt við mig, þegar jeg lá í bókum í
staðinn fyrir að gera eitthvert handarvik: »Þú kæmist
ekki upp með þetta hjá vandalausum«, og svo af
hinu, að mjer var svo ósýnt um kindur og alt er að
fjárgeymslu laut. Jeg fjekk vist í annari sveit, að Síðu
á Refasveit, sem liggur fyrir utan og ofan Blönduós
og fór jeg þangað í byrjun júlí. Nú byrjaði nýr þáttur.
Bernskan var liðin og æskan var að renna upp, en
dimt var yfir þeim tímamótum.
II.
Æskuárin.
A Síðu bjó þá sá bóndi, sem hjet Magnús Berg-
mann Jónsson, náfrændi Björns M. Ólsen og alinn
upp hjá föður hans, Magnúsi Ólsen á Þingeyrum,
en kona hans hjet Ingibjörg Jónsdóttir frá Helga-
vatni, systir Arna hreppstjóra að Þverá í Hallárdal.
Magnús á Síðu var þá hreppstjóri í Engihlíðarhreppi
og bjó snotru en litlu búi að Síðu. Til þessara hjóna
fór jeg í vist og hafði aldrei áður sjeð þau nje um
þau heyrt talað. Var í mjer kvíðahrollur um kvöldið
sem jeg kom þangað. En jeg var mjög lánsamur í
þessu. Reyndust þau hjón mjer sem bestu foreldrar
í öllu. Þau voru bæði vel greind og lesin og vel að
sjer. Jeg var látinn sitja yfir ánum í dalverpi einu
uppi í fjöllunum. Það voru eitthvað um 50—60 ær.
Mjer leiddist í hjásetunni og bað jeg húsmóður mína
um prjóna og bætti það talsvert úr einverunni. Jeg
stundi einu sinni upp með hálfum hug við húsbónd-
ann, hvort jeg mætti hafa bók með mjer og leyfði
hann það með því skilyrði að jeg glataði ekki af
fjenu. Jeg fann þar í bókaskáp hans nýstárlega bók;
það var Goðafræði Grikkja og Rómverja eftir Stoll,
þýdd af Steingr. Thorsteinsson. Jeg fjekk að hafa
hana með mjer. Þá breyttist alt. Þar uppi opnaðist
mjer nýtt útsýni, fult af fegurð og ljóma. Jeg las og
las og alt Ioftið í kringum mig varð fult af grískum
guðamyndum. Til þess að missa ekki af leyfinu, stund-
aði jeg hjásetuna svo vel að aldrei vantaði hjá mjer.
Þegar jeg ekki gat lesið og varð að reika um eftir
ánum, var ímyndunarafl mitt á flugferð. Lifði jeg þá
í hinu lesna eða jeg bjó til langar skáldsögur um
framtíð mína. Þessir dagdraumar og loftkastalar voru
mjer mikil fróun og styttu margar stundir. Jeg lærði
af þessu, að það væri óþarfP að láta sjer nokkru
sinni leiðast, og alt af væri eitthvað, sem unt væri
að skemta sjer við. — Þegar haustið kom og fje var
komið inn, hafði jeg ekki öðru að gegna en að hirða
um 2 kýr og svo að mala í handkvörn korn í brauð
og grauta. Svo prjónaði jeg eða kembdi o. þ. h. —
Tvo tíma á dag mátti jeg lesa hvað jeg vildi og svo
fjekk jeg tilsögn hjá húsbónda mínum í skrift og
reikningi. Hann var mjer svo góður og jeg elskaði
hann eins og föður. Sóknarpresturinn sjera Eggert Ó.
Briem var mjer einnig framúrskarandi góður og naut
jeg þar föður míns. Hann lánaði mjer bækur og tal-
aði við mig ljúfmannlega, er jeg kom þar. Jeg las
talsvert mikið þann vetur. A næsta bæ, Efri-Mýrum,
fjekk jeg lánaða Ilions-kviðu, þýðingu Sveinbj. Egils-
sonar í lesmáli. Sú bók ætlaði að gera mig hálf-
tryldan, svo hugfangandi var hún. Jeg gat oft ekki
sofnað á kvöldin fyrir myndum þeim, sem þaðan
streymdu inn í mig. Jeg gekk í hálfgerðri leiðslu og
þegar norðurljósin bröguðu sem bjartast, fanst mjer
það vera Zeus, er hristi ægiskjöld sinn. — Jeg las
líka gamalt náttúrufræðiskver og Njólu. Hana lærði
jeg mest utan að og ljet hugann sveima um sólkerfi
og stjörnuþokur og önnur himingeimsins undur. —
Eina bók verð jeg líka að nefna, sem jeg á mikið
að þakka. Það var Svanhvít. Jeg lærði »Kafarann«,
»Svein Dúfu« og »Akvæðaskáldið« utan að. — Síð-
ari hluta vetrar bjó jeg mig undir ferminguna og
gekk til prestsins. — Það var mjög sólbjartur tími.
Vorið var og hið besta fram að kongsbænadegi, en
þá dimdi að bæði fyrir mjer og öðrum. Á kongs-
bænadaginn gekk jeg ásamt fleira fólki fram að Holta-
staðakirkju til þess að vera við fermingu þar. Það
var sólríkur vordagur í norðlenskri fegurð. Á leiðinni
heim vorum við samferðafólkið fult af gleði og kátínu,
þangað til við komum upp á hálsdragið fyrir utan
Breiðavað, þá þögnuðu allir alt í einu. Húnaflói blasti
við sjónum okkar bjartur og tignarlegur, en inn með
Ströndum, að vestanverðu við flóann, sáum við læð-
ast hvíta rönd. Við vissum, að það var hafísinn að
koma. Þá hljóðnaði öll kæti. — Næsta dag var fjörð-
urinn allur hulinn ís, nær því vakarlaust, og lá ísinn
þar alt til höfuðdags. Þá komu þrautatímar. Engin
skip voru komin, kaupstaðirnir matarlausir, og ótíð
hin mesta kom yfir alt Norðurland og lá nærri hungri
og sveltu af vistaskorti. Miklir hvalrekar bættu að
nokkru úr neyðinni. Það snjóaði einhvern tíma í
hverri viku og varð grasspretta ill og nýting verri;
lambadauði var mikill og alt þetta lá eins og farg