Óðinn - 01.07.1925, Blaðsíða 26
Svarfdælsk merkishjón.
Haustið 1872 í októbermánuði var brúðkaupsveitsla
ein vegleg og í fornum stíl haldin að Hreiðarsstöðum
í Svarfaðardal. Brúðhjónin voru Jón Baldvin Run-
ólfsson og Elísabet Björnsdóttir, bæði þar til heimilis.
Voru þau vel í kyn komin bæði, komin af merkum
búhöldum þar í sveit og þótti ráðahagurinn efnilegur.
Elísabet er fædd í Uppsölum í Svarfaðardal 23.
sept. 1839. Olst hún þar upp með foreldrum sínum,
en dvaldi þó sem ung stúlka um nokkur ár á ýms-
um góðum heimilum,
svo sem á Tjörn hjá
sr. Jóni Thorarensen,
í Syðra-Holti hjá
Arna Pálssyni hrepps-
stjóra, á Akureyri hjá
Sveini »kontórista«
og í Friðriksgáfu á
Möðruvöllum hjá Pjetri
amtmanni. Þótti El-
ísabet »kvenna vænst
og kurteisust« og
prýðisvel gefin, enda
nam hún margt, bæði
til munns og handa
þegar á unga aldri,
bæði á eigin spýtur
og á þeim góðheimilum, er hún dvaldi á í æsku og
nú hafa talin verið. V/ar hún því kona óvenjuvel
mentuð eftir þeirrar tíðar hætti; og mundi vafalaust
hafa getað mælt sig við margar hinar skólagengnu
nú á dögum í því efni. Hún var mjög sönghneigð
og hafði slíka söngrödd, að mælt var að hún myndi
hafa getað orðið söngkona með afburðum hefði hún
lært þá Iist, er þá svo að segja þektist ekki hjer í
landi. Heyrt hef jeg frá því sagt, að erlendur fræði-
maður, er eitt sinn gisti Pjetur amtmann, hafi dáð
mjög fríðleik Elísabetar og þó einkum söngrödd
hennar. Hafði hann síðar í skrifum sínum um Island
dáðst að »englaröddum« ungfreyjanna á íslandi!
Geðprýði hennar og glaðlyndi var viðbrugðið og átti
hún þá förunauta til æfiloka.
Jón B. Runólfsson er fæddur að Klængshóli í
Skíðadal í Svarfaðardalshreppi 6. sept. 1849. Árið eftir
fluttu foreldrar hans að Hreiðarsstöðum og reistu
þar bú. Þar ólst Jón upp, að undanskildum 2—3 ár-
um, er hann dvaldi með nafna sínum og frænda,
Jón B. Runólfsson.
bónda þar í sveitinni. Foreldrar Jóns voru orðlagðar
dugnaðar og drengskapar manneskjur og heimili
þeirra eitt af þessum fastheldnu ráðdeildarheimilum,
þar sem siðgæði, elja og atorka skipa öndvegið. Slík
heimili eru dýrmætari þjóð vorri en hinar auðugustu
gullnámur. Út frá þeim eru flest óskabörn íslands
komin, þeir menn og konur, sem ýmist í því stóra
eða smáa hafa skilað oss hinum dýrmætasta arfi. —
Slíkan arf hafði Jón þegið í vöggugjöf, og hann
ávaxtaði hann og skilaði honum ennþá stærri. Heill
sje þeim er þannig ávaxta sitt pund! — Jón var vel
greindur maður og hafði þegar á unga aldri mjög
mikla löngun til að menta sig. En það var ekki auð-
gert í þá daga. Af
eigin ramleik mun
hann þá hafa náð í
góðar bækur, er hann
mat síðar að verð-
leikum. Þeim, en
ekki skólum, átti
hann að þakka fróð-
leik sinn og víðsýni.
Má óhætt fullyrða,
að hann var vel
mentur, alþýðlega
talað. — Hin ungu
hjón fluttust burt frá
Hreiðarsstöðum 1876
og dvöldu í 8 ár á
tveim jörðum þar í
sveitinni, en fluttust svo aftur þangað og bjuggu þar í
16 ár, eða þangað til húsfreyjan andaðist 2. apríl
1900. Þau áttu tvö börn, er upp komust: Ðjörn og
Önnu, bæði vel gefin og mentaðri en alment gerist.
Erfðu þau bæði höfuðkosti foreldra sinna og búa nú
bæði búum sínum, myndarlegum, í Svarfaðardal.
Eftir andlát konu sinnar brá Jón búi og fjekk í
hendur tengdasyni sínum á Hreiðarsstöðum. Dvaldi
hann þar þó og stundaði sjómensku um hríð og ljet
honum stjórnin þar sem annarstaðar. En síðasta
árið dvaldi hann hjá Birni syni sínum og dó þar 14.
ágúst 1918, tæpra 69 ára gamall. Hafði hann legið
8 sinnum í lungnabólgu um æfina og mun það því
nær einsdæmi.
Ðúskapur Jóns og Elísabetar hafði blómgast vel,
svo að þau urðu vel efnuð og heimilið sannkallað
fyrirmyndarheimili. Bæði voru þau góðlynd og hátt-
prúð, stjórnsöm og stefnuföst, gestrisin og greiðvikin.
Heimili þeirra komst því brátt í röð hinna allra
fremstu þar í sveit. Og þó að heimilið nyti fyrst og
1