Óðinn - 01.07.1925, Blaðsíða 44

Óðinn - 01.07.1925, Blaðsíða 44
92 ÓÐINN Frú Ásdís Johnsen er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum; hún er af góðu bergi brotin í báðar ættir. Faðir hennar var Gísli, áður kaupmaður í Vestmannaeyjum, Stefánsson stúdents og bónda í Selkoti undir Eyjafjöllum. Móðir Ásdísar er Soffía Elísabet Andersdóttir skipstjóra Ásmundssonar, norsks manns, er ílentist og giftist í ljet hún börn sín bera hring af heymylsnu kring um bæ sinn á vetrum, enda var jafnan vængjuð varðsveit kringum bæ hennar, og hefir ýmsu ómerkilegra verið á lofti haldið. Margt fleira merkilegt mætti segja um Lísibetu á Núpi. En því get jeg þessa hjer, að þessa eiginleika Lísibetar, hina miklu umhyggju fyrir mönnum og dýrum, hefi jeg hvergi sjeð koma fram jafnskýrt og fagurlega eins og hjá Ásdísi johnsen, því svo hefir gáfaður maður sagt, að aldrei hafi hann kynst mann- Frú Ásdís Johnsen. Vestmannaeyjum og druknaði þar 1850. En kona Anders Ásmundssonar hins norska var Ásdís Jóns- dóttir, fædd 28. janúar 1815 á Núpshjáleigu á Beru- fjarðarströnd. Þessi Ásdís jónsdóttir, amma og nafna frú Ásdísar Johnsen, var hin mesta dugnaðar- og merkiskona, lækningahneigð og úrræðaslyng í hvívetna. Hún var alsystir Jóns bónda í Borgargarði við Djúpavog og Lísibetar á Núpi á Berufjarðarströnd, móður Jóns Þórarinssonar koparsmiðs, föður Ríkarðs jónssonar mynd-listamanns. Bæði Jón Þórarinsson og Jón Jónsson í Ðorgargarði, ömmubróðir Ásdísar John- sen, voru listasmiðir, og merkismenn á marga lund. Og Lísibet á Núpi, ömmusystir hennar, verður hjer talin sem ein af merkisberum ættarinnar austur þar, fyrir sakir hjálpsemi hennar, trúrækni og mannkosta, sem er í minnum haft enn þann dag í dag, og bar hún jafnt umhyggju fyrir mönnum og skepnum. T. d. eskju með betra innræti og hjartalagi en frú Ásdísi, enda er það ómælt og óvegið, sem þau hjón hafa látið af hendi til bágstaddra. Það munu ekki vera allfáar fjölskyldur í Vestmannaeyjum, sem meira og minna voru bæði fæddar og klæddar úr húsi konsúlshjónanna, meðan þau bjuggu í Eyjunum. Og ekki hefur góð- gerðasemin frekar yfirgefið heimili þeirra hjer í Reykjavík. Mörg vandalaus börn hafa jafnan verið á þeirra snærum, sum fóstruð upp að fullu. Það er mælt að sjaldan muni frú Ásdís hafa haldið hátíðar eða annan mannfagnað í húsi sínu, án þess að muna eftir sínum bágstöddu kunningjum. Sambúð þeirra konsúlshjónanna er einhver hin ástúðlegasta, sem á verður kosið, og heimilisbragur- inn allur prúður og ánægjulegur. Þrátt fyrir margra ára vanheilsu er frú Ásdís jafnan glöð í viðmóti og skemtileg í viðræðum. Kunnugur.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.