Óðinn - 01.07.1925, Blaðsíða 20

Óðinn - 01.07.1925, Blaðsíða 20
68 ÓÐINN í fyrra flulti Óðinn mynd af Framsóknarflokknum á þingi, en hjer kemur nú íhaldsflokkurinn. f fremstu röð eru, frá vinstri til hægri: Jóhannes Jóhannesson, Magnús Guðmundsson, Jón Magnússon, Jón Þorláksson, Ingibjörg H. Bjarnason, Halldór Steinsson, Björn Kristjánsson. — f miðröðinni eru: Arni Jónsson, Eggert Pálsson, Þórarinn Jónsson, Aug. Flygenring, Björn Líndal, Magnús Jónsson, Jón Kjartansson. — í efstu röð eru: Jón Sigurðsson, Jón A. Jónsson, Sigurjón Jónsson, Pjetur Ottesen, Jóhann Jósefsson, Hákon Kristófersson. Jón á Skúfstöðum. Hinn 22. desember 1924 dó að heimili sínu, Skúf- stöðum í Hjaltadal, fyrverandi oddviti og sýslunefnd- armaður Jón Sigurðsson, er bjó mörg ár á eignar- jörð sinni Skúfstöðum í Hjaltadal. ]ón heitinn var fæddur 13. des. 1847, voru for- eldrar hans Sigurður bóndi í Hofdölum Jónsson og kona hans Rannveig Guðmundsdóttir, alsystir Sig- urðar heit. málara og sjera Pjeturs heit. í Grímsey, en þau Sigurður og Rannveig voru systkinabörn í báðar ættir. Foreldrar föður hans voru Jón bóndi í Hofdölum Hafliðason bónda í Hofdölum Jónssonar á Hofstöðum Jónssonar, alkunn og góð bændaætt í Skagafirði, og kona hans Þóra Pjetursdóttir, alsystir Sigurðar í Asi, föður Olafs alþingismanns í Asi föður Björns augnlæknis, Sigurðar á Hellulandi og þeirra systkina, er það einnig mjög kunn og góð ætt þar nyrðra. Strax á unga aldri bar á góðum námsgáfum og skörpum skilningi hjá Jóni heitnum, og bauð þá sjera Jakob Guðmundsson, er þá var á Ríp (síðar Sauða- felli) honum að kenna honum undir skóla, en rjett á eftir dó faðir hans, og móðir hans stóð uppi með búið og börnin. Jóni, sem var elstur, fanst svo sem ábyrgðin væri fallin á herðar sjer og honum bæri að annast forstöðu heimilisins með móður sinni, og hjálpa til uppeldis á yngri systkinum sínum. Hann

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.