Óðinn - 01.01.1932, Síða 5

Óðinn - 01.01.1932, Síða 5
ÓÐINN 5 Ðaldvin M. Stefánsson prentari og Rósa Vigfúsdóttir. í 25. árg. Óöins bls. 88—92 er æíi- ágrip peirra hjóna Baldvins M. Ste- fánssonar prentara, sem andaðist á Seyöisfiröi 1888, og Rósu konu hans Vigfúsdóttur, eftir Baldvin bónda Jó- hannesson í Stakkahlið í Loðmundar- firði. Myndirnar, sem hjer koma nú, áttu að fylgja peirri grein. Þau Bald- vin prentari og Rósa voru merkishjón og mörgum að góðu kunn, eins og sjá má i grein Baldvins i Stakkahlíð. Að hækka sig um hálfa spönn i heimskra manna augum. Þeim finst að lífsins fagra önn sje fólgin þar í baugum. Peir leika sjer að lýðsins sál sem Ijón að músargreyi, og þykjast stýra um þröngan ál með þreki hverju fleyi. En þó að hljóti látinn lof og líka hjá þeim ungu, hún Saga finnur samningsrof og svartan blett á tungu. En yfir Þorfinns afrek snjöll og ævi-þátt og minning um hæstu leiflrar logi fjöll, er Ijómar best við kynning. — Þeir vitar Iýsa vissast, best, sem visa leið til dáða, sem göfga hugann, glæða mest til góðra, hollra ráða. Ásgeir Ólafsson. * Bókaverslun Þorsteins Gíslasonar og afgreiðsla Lögrjeltu og Óðins er nú flutt úr Lækjargötu 2 í Þingholtsstræti 17. * Feröasaga. Haustið 1914 bar mjer að mæta á sauðfjár- sýningum í Árnes- Rangárvalla- og \estur-Skafta- fells-sýslu, sem fulltrúa Búnaðarfjel. íslands. Jeg átti þá heima í Kaupangi í Eyjafirði. Lagði jeg af stað að heiman seint í september. Farar- skjótar mínir voru hestar tveir, sem jeg álti. Annar þeirra var 12 vetra gamall, jarpskjóttur á lit, stór og fallegur, mikill fjörhestur og skeið- hestur með afbrigðum, vitur og vegvís, en stygg- ur í haga. Hinn hesturinn var 7 vetra gamall, rauður að lit. Hann hafði þægilegan vilja, fjöl- hæfan gang og var þýður. Hann var styggur í haga og jafnvel líka með reiðtýgjum. þennan hest keypti jeg til ferðarinnar. Maðurinn, sem seldi mjer hann, lýsti honum þannig, að hann væri eins og stríðshestur og mátti það að sumu leyti svo heita. Klárarnir hjetu Sokki og Rauður. Fyrsta dag ferðarinnar ætlaði jeg frá Kaup- angi að Vindheimum í Tungusveit í Skagafirði, þar bjó þá Sigmundur Andrjesson, hálfbróðir sjera Magnúsar heitins á Gilsbakka. Til þess að ná þangað háttum, þurfti jeg fylgd yfir Hjer- aðsvötnin á vöðunum fyrir neðan Silfrastaði i Blönduhlið. Þegar þangað kom var bóndinn þar, Jóhannes Steingrímsson, í óðaönn að taka inn hey og gat ekki snúist við því, að fylgja mjer yfir vötnin. Fór jeg þá um kvöldið sem leiðin lá, út að Víðivöllum og náttaði mig þar, hjá Gisla Sigurðssyni og móður hans, Guðrúnu Pjet-

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.