Óðinn - 01.01.1932, Síða 7

Óðinn - 01.01.1932, Síða 7
ÓÐINN 7 og gátu þeir því ekki sagt mjer neitt til vegar, þegar þangað kæmi. En næsta föstudag átti jeg að mæta á fyrstu sýningunni og var mjer þvi nauð- ugur einn kostur að halda áfram suður. Þennan dag allan var sólskin, sóttist ferðin seint vegna ófærðar. Hvergi sá fyrir vegi eða troðningum fyrir snjó. Þegar jeg var kominn suður fyrir Kjalhraun, tók jeg stefnu á Bláfell, sem mændi allhátt fyrir neðan Hvítá. En sú stefna varð of vestarlega. I rökkrinu um kvöldið kl. 8 var jeg kominn niður að Hvítárnesi, valdi jeg mjer þar náttstað við lækjarbug, þar sem svifað hafði frá og hestarnir höfðu nokkurn haga. Voru þeir bæði svangir og sveittir eftir erfiði dagsins. Veður var stilt, en frostmikið og dró, með kvöldinu, skuggalega bliku í loftið. Jeg hefti þarna hestana, en gekk það illa, vegna þess hvað höftin voru frosin. Jeg gaf þeim brauðbita, mataðist sjálfur og lagði mig til svefns undir stórum steini spottakorn frá hestunum. En ekki hafði jeg fest svefn, þegar brast á í iðulausa stórhríð með öskrandi roki. Varð rnjer þá fyrst fyrir að ná til hestanna og óttaðist um, að jeg fyndi þá aldrei, því hriðin var hin dimm- asta, sem jeg hef komið út í á æfi minni, og nátt- myrkur á. Tókst mjer eftir nokkra leit að finna þá. Voru þeir báðir lausir orðnir úr höftunum, og þegar þeir urðu mín varir, tók Rauður við- bragð og hvarf út í hríðina. En Sokki brá þá venju sinni, því að hann, sem var með styggustu hestum, kom þegar til min og stóð kyr eins og klettur. Meðan jeg var að beisla Sokka, kom Rauður aftur og stóð þá líka kyr. Rreifaði jeg mig nú aftur að steininum, lagði á hestana og batt þá saman. Tók jeg síðan að ganga um gólf, til þess að verjast svefni. Var nótt þessi hin ömurlegasta, sem jeg hef lifað. Svefn sótti mig fast, en mjer var það vel ljóst, að líf mitt og hestanna var undir því komið, að mjer tæk- ist að halda mjer vakandi. Enda var ekki svefn- vænlegt, þvi að ægilegir jöklabrestir dundu við og við frá skriðjöklunum, sem ganga niður í Hvitárvatn. Hestarnir nötruðu af kulda og skelf- ingu og í stórhríðinni Ijet hátt með ömurlegum veðurdyn. Gekk jeg nú um gólf þangað til klukk- an sex um morguninn, þá voru hestarnir orðnir með öllu óviðráðanlegir. Lagði jeg þá af stað undan hríðinni og stefndi suður á boginn, en nokkuð til austurs. Hafði jeg skamt farið, erjeg komst í þá mestu hættu, sem mælti mjer á þessu ferðalagi, því að jeg vissi ekki fyrri til en hest- arnir lágu á kafi i ólræðis-mýrarflóa. Gekk svo lengi, að mjer þótti mjög tvísýnt, hvort mjer tæk- ist að koma hestunum lifándi upp úr þessu flóa- feni. Lá Sokki minn um stund svo djúpt í fen- inu, að ekki var upp úr nema haus og hnakk- ur. Het jeg oft síðan undrast þrek hans og gæfu að komast lífs úr þeirri raun. Sneri jeg nú til austurs, því að jeg hafði kvöldið áður veilt þvi eftirtekt, að þar voru hæðir. Náði jeg þessum hæðum, og fór þá að birta af degi. Hjelt jeg nú suður á bóginn og kom að Svartá, sem fellur í Hvítárvatn skamt fyrir ofan kofa leitarmanna við Hvítárós. Mun þá klukkan hafa verið um ellefu. Var áin ill yfirferðar vegna sandbleytu. Kl. 12 á hádegi kom jeg að leitarmannakof- anum, spretti þar af hestunum, ljet þá inn í kof- ann, gaf þeim brauð og hvildi þá í klukkutíma. Hugðist jeg nú að fara yfir Hvítá á ferjustaðnum við ósinn. Prammar eru tveir á ferjustaðnum, sinn hvoru meginn við ána. Um hádegið datt niður norðan stórviðrið. Var þó skamt að bíða annars meira, því upp úr hádeginu gekk veðrið til suðausturs með krapahríð og nálega óstæðu ofsaveðri. Var þá enginn kostur þess að ráða við ferjur. Var nú um tvent að velja, að láta fyrir- berast í kofanum eða brjótast móti óveðrinu til bygða. Tók jeg síðari kostinn, þvi að jeg hafði þegar gefið hestunum siðasta brauðbitann. Hjelt jeg nú áfram móti veðrinu niður með Hvítá austanmegin í umbrotafærð. Eftir skamma leið kom jeg að jökulfallinu, sem er síst árennilegt vatnsfall. Var það fult af krapaförum og jökul- blandið. Fjell það þarna fram í miklum bratta og myndaði smáfossa og harða strengi. Varð jeg að velja leið yfir það á fossbrún. Niður við Hvítá fjell það fram á sljettlendi á litlum kafla, en þar var ófært yfir það vegna krapfyllu. Jeg hafði staf, sem jeg reyndi með dýpið í vötnun- um. Þegar jeg reyndi fyrst að fara yfir Jökul- fallið, leist mjer sem það mundi alstaðar óreitt, og var þá ekki annar kostur fyrir hendi, en að freista þess að sundríða Hvítá í ósnum, sem ekki var þó árennilegt, því að hún gekk í stóröldum og tættist úr henni vatnið í háaloft undan veðr- inu. Reyndi jeg nú fleiri staði við Fallið, og tókst loks að komast yfir það á fossbrún, en þar skall þó hurð nærri hælum, því að straumurinn bullaði upp í hnakkinn. Margar fleiri ár urðu á leið minni um daginn, en örðugust þeirra varð

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.