Óðinn - 01.01.1932, Page 9
ÓÐINN
9
Freymóöur Jóhannsson málari.
Hjer flytur Óðinn mynd af landskunnum
islenskum listamanni, sem þó aldrei hafa ver-
ið gerð þau skil opinberlega, sem getu hans
og hæíileikum sæmir.
Freymóður Jóhanns-
son er fæddur 12. sept-
ember 1895 í Stærra-
Árskógi við Eyjafjörð.
Foreldrar hans voru
hjónin Hallfríður Jó-
hannsdóltir og Jó-
hann IJorvaldsson, sem
voru af hinni fjöl-
mennu Krossa- eða
Böggvistaðaætt, en af
þeirri ætt voru jafn-
merkir menn og Jón-
as Hallgrimsson og
Jóhann Sigurjónsson.
Yoru þeir Jóhann Sig-
urjónsson í móðurætt
og Freymóður í föður-
ætt að öðrum og þriðja
lið. Móðir Freymóðs er
skáldhneigð og listelsk,
en faðirinn var hagur
maður með afbrigðum
á trje og margskonar
efni. Freymóður ólst
upp við fátækt og misti
föður sinn er hann var
14 ára að aldri. Flutt-
ist móðir hans þá til Ak-
ureyrar ásamt þremur
börnum þeirra hjóna og
var Freymóður yngstur þeirra. Varhonum komið
þar í gagnfræðaskóla, er hann útskrifaðist úr
1915. Þá var Freymóður kennari farskólans í
sveit sinni einn vetur, en fór svo til Reykjavik-
ur og vann sem málaranemi hjá Ástu málara-
meistara Árnadóttur fram til haustsins 1916. Gat
hann þá fengið loforð um peninga á Akureyri
til náms erlendis, og fór því til Kaupmanna-
hafnar sama haustið með það fyrir augum að
komast að námi við listaháskólann þar.
kyrsta veturinn í -Höfn gekk hann í »Teknisk
Selskabs Skole« og lauk það ár námi sem mál-
arasveinn, en undirbjó sig jafnframt undir próf
inn í listaháskólann, sem hann og tók með prýði
haustið eftir. Var hann þá nemandi listaháskól-
ans næsta ár og Rostrup Böyesen aðalkennari
hans. Lauk Freymóður við forskólann á einum
vetri, en það var talið þá alt að þriggja velra
nám. Jafnframt lauk
hann námi í báðum
deildum perspektiv-
skólans, en það var
altaf talið tveggja vetra
nám. Er hvorltveggja
þetta svo fátitt að nærri
má heita eins dæmi.
í listaháskólanum voru
þá 6 svo kölluð frí-
pláss. Eitt þeirra losn-
aði á nýári og fjekk
Freymóður það, þó
hann væri útlendingur,
og má af því marka
dugnað Freymóðs og
álitið á honum. Kenn-
ari hans í perspektiv-
skólanum taldi honum
trygg fyrstu verðlaun, ef
hann gengi undir prófið
um vorið. En hjer fór
sem oftar um íslendinga,
að efnaskortur hindraði,
því loforðin um pen-
ingalán,er honumhöfðu
verið gefin, brugð-
ust á miðju námsári.
Varð Freymóður þá að
hverfa heim þetta vor
án þess að taka próf,
enda voru þá (1918)
illar aðstæður um peninga og atvinnu í Höfn,
ekki síst fyrir útlendinga. Af íslendingum, sem
voru við nám í listaháskólanum í Höfn samtimis
Freymóði, má nefna Kjarval málara, Nínu Sæ-
mundsson myndhöggvara og Sigurð Guðmunds-
son húsameistara.
Nú dvaldi Freymóður hjer heima um fjög-
urra ára skeið. Fór hann fyrsta sumarið til Jan
Mayen með Snorra-leiðangrinum frá Akureyri,
málaði nokkrar myndir af eynni og skrifaði
ferðasögu þeirra fjelaga, er birtist í Óðni og sið-
ar i Lögbergi vestan hafs. Næsta ár kvongaðist
Freymóður Jóhannsson.