Óðinn - 01.01.1932, Page 15

Óðinn - 01.01.1932, Page 15
ÓÐINN 15 sem rak hafís inn á alla Austfjörðu, en áður hafði hann legið fyrir Norðurlandi. Síðan hlóð niður þeim fádæmum af bleytusnjó, með aust- anátt, að undrum gegndi. Var snjólag það full 4 fet á dýpt, jafnfallið undir austurfjöllum í Vopna- firði, og austur á austurbrún Hellisheiðar. En í Hlíðinni snjóaði lítið, því svo var jafnan í aust- anátt. Eftir það gerði stillingar með isaþoku svo lítið sá til sólar, en kaldur næðingur stóð af hafísnum. Þessi tíð hjeltst fram um fardaga. Öll umferð yfir fjöll teptist, því varla var fært á skíðum, en firðir allir fullir af ís, sem þó var ekki svo samfrosinn að fær væri. Engar ferðir urðu yfir fjöllin, svo ekkert frjetlist að vestan um langan tíma. Skömmu fyrir fardaga fór vinnumaður Jóns bróður míns út í Fagradal. Hann kom aftur samdægurs með þá fregn, að þar væri að verða bjargarlaust fyrir menn og fjenað. IJá bjuggu tveir bændur í Fagradal, Ögmund- ur Runólfsson og Halldór Þórðarson. Báðir voru þeir fáfækir, höfðu örfáar kindur, en lifðu mest af sjávarafla. Ögmundur var gamall maður, og þrotinn að starfsþreki, en Halldór var ómaga- maður og mjög heilsutæpur á þeim árum. Nú voru bændur þessir báðir veikir og því allar bjargir bannaðar til aðdrátta, því engir voru þar aðrir fullorðnir karlmenn. Jón Sigurðsson brá því við strax daginn eftir að flytja þangað heybjörg. Hann fór með tvo vinnumenn sína, og við Jón bróðir minn með honum — þvi vinnumaður Jóns lá í snjóbirtu, eftir ferðina daginn áður. Við höfðum töðu á tveim heslum, tvo poka á hlið. Það gekk greið- lega upp á heiðarbrún, að austanverðu, en þá var enginn kostur að koma hestunum lengra. Jón bróðir minn sneri þá aftur með hestana, en við 4, sem eftir vorum, lögðum 2 töðupoka á bakið hver okkar. Það mun hafa verið nærri hádegi að við lögðum af stað á heiðarbrúninni, en kl. 10 um kvöldið komum við að Fagradal, — en sú leið er kl.timagangur í góðu færi. — Snjórinn var jafnfallinn I mitt læri og klof alla leiðina, en skel á honura að ofan svo nærri Ijet að hjeldi uppi lausum manni þegar utar dró á dalinn. í Fagradal hvíldum við okkur I tvo tíma. Þá var þar svo þröngt í búi að varla gat kallast að við fengjum þar hressingu; var þó eflaust tjaldað því sem til var. Þá voru bændurnir báðir alveg heylausir en gripir allir í góðum holdum, því ekki hafði verið sparað hey meðan nokkuð var til. Flestar ærn- ar voru bornar, en margt af lömbunum dautt. í’eir höfðu eina kú hvor þeirra, og mjólkuðu þær dálítið, en það var mesta björgin sem fólk- ið hafði. Það var farið að sjá á fólki Halldórs fyrir skort á fæðu, og hann var sjálfur í rúm- inu, mest af skorti og áhyggjum. Kúnum var nú borgið í bráð, með þessum 8 töðupokum, en kindurnar tókum við allar með okkur austur um nóttina. Við lögðum af stað kl. 12, þá var komið svo mikið frost að fjenu hjelt uppi inn á miðjan dalinn, en þá fórfærð- in að þyngjast. Var þá ekki um annað að gera en að troða braut á undan kindunum, og ýta þeim svo áfram í sporaslóð, en bera þær sem uppgáfust. Þetta var seinlegt verk og þreytandi, en þó komum við fjenu austur að lokum, nema 3 ám, sem við vorum búnir að bera lengi en gáfumst upp við að lokum. Þær voru dauð- ar daginn eflir, þegar þeirra var vitjað. Heim komum við um hádegi daginn eftir, og þá urð- um við »fegnir mat okkar« eins og Grettir forð- um. Elsta dreng Halldórs tók Jón með sjer aust- ur, til að Ijetta á fóðrunum, því hann var svo stálpaður að hann gat gengið. Degi síðar sendi Jón menn með matbjörg í Fagradal og eitthvað ljet hann flytja þangað meira af heyi, en um það man jeg óglöggt, því þangað fór jeg ekki fleiri ferðir. Jón Sigurðsson skildi við okkur um nóttina utarlega á dalnum, og gekk yfir fjallið til Böðv- arsdals. Þaðan hafði engin frjett borist um lang- an tíma. Daginn eftir kom hann aftur með illar frjettir. Bar mátti kalla bjargarlaust fyrir allar skepnur, og malvæli að þrotum komin. Öll um- ferð tept inn i sveitina, bæði á sjó og landi, enda var þar ekki hjálpar að vænta með hey- björg. Flestar ær bornar, en margt af lömbun- um dautt. Húsbóndinn veikur, og móðlaus til allra framkvæmda. Jón brá því við strax um kvöldið og safnaði hestum og mönnum og heyi á næstu bæjum, því sjálfur var hann ekki orðinn aílagsfær með hey. Næsta dag lögðum við af stað, 7 menn með 12 hesta undir heyi, og voru 2 pokar á hlið á hverjum hesti. IJað gekk greiðlega upp á heiðarbrún, en þá tók ófærðin við. Var þá ekki um annað að gera en að brjóta braut fyrir hest-

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.