Óðinn - 01.01.1932, Side 17
Ó Ð I N N
17
Jeg vissi oft dreDgilega við brugðist á þeini ár-
um, þegar einhver var bjálparþurfi, og oft kom
það fyrir að einhverjir urðu heylausir á vorin.
Var þá ætíð hlaupið undir bagga af þeim sem
birgari voru. Hjálpsemi og gestrisni voru á hærra
stigi í Jökulsárhlíð á þeim árum en í flestum
öðrum sveitum á Austurlandi, og er þá mikið
sagt. — En þessa hjálpsemi vissi jeg stærsta.
l’að málti kallast þrekvirki, eins og alt varörð-
ugt aðstöðu. Og þetta var eins manns verk, því
þótt margir legðu til þess að lokum, þá mátti
þakka Jóni allar framkvæmdirnar. Hann braut
fyrstur isinn og var foringi í hverri þraut, sem
fleslir aðrir mundu hafa álitið óframkvæman-
legar. Og þrátt fyrir mannkosti og dugnað Hlið-
armanna, get jeg ekki komið auga á nokkurn
annan, sem mundi hafa lagt út i þetta, og leyst
það eins vel af hendi.
Það var alment álit manna, að allir gripir
mundu hafa gjörfallið á þessum heimilum, ef
þeim hefði ekki borist hjálp úr þessari átt, og
eins líklegt að mannfellir hefði orðið i Fagra-
dal, því þar var enginn ferðafær til að leita
hjálpar.
Engin borgun var tekin fyrir þessahjálp. Fóru
þar allir að dæmi Jóns Sigurðssonar, en hann
vildi enga borgun þiggja.
¥
Þorsteinn og Kristín
frá Meiðastððum.
Þorsteinn var fæddur 7. nóv. 1855 að Auga-
stöðum í Borgarfjarðarsýslu, sonur Gísla bónda
þar Jakobssonar, Snorrasonar prests að Húsa-
felli, og er sú ælt (Húsafellsætt) kunn um Borg-
arfjörð og víðar. 5 ára gamall fluttist Þorsteinn
að Melbæ í Gerðahreppi til Guðmundar bónda
Auðunnssonar og konu hans Kristínar Magnús-
dóttur, og þar ólst hann upp. Þorsteinn var bráð-
ger og snemma afkastamaður mikill og talinn
tveggja maki, því hjá honum fór saman afburða
karlmenska og áhugi. 8. nóv. 1879 giftist hann
uppeldissystur sinni Kristínu Þorkelsdótlur, syst-
urdóttur Kristínar konu Guðmundar Auðunns-
sonar, og fóru þau að húa vorið eftir í Melbæ,
en árið 1900 fluttust þau að Meiðastöðum í
Gerðahreppi og 1916 þaðan og til Reykjavikur,
og bjuggu þar síðan til dauðadags. 17 ára gam-
all byrjaði Þorsteinn formensku og farnaðist
ágætlega. I’egar hann fór að búa, var hann al-
gerlega eignalaus, því kaup tók hann ekki hjá
fósturforeldrum sínum, en eigi að siður var
bann betur efnum búinn en margir aðrir; hann
átti dugnað og fyrirhyggju í ríkum mæli, enda
varð hann brátt talsvert umsvifamikill atkvæða-
maður, og varð fljótt fremur veitandi, þrátt fyrir
mikla ómegð, sem hlóðst á hjónin. Búskapinn
og sjómenskuna stundaði hann frá byrjun með
áhuga þeim og dugnaði, sem einkendi hann
alla tíð; hann gekk altaf heill að verki og var
hvergi meðalmaður. Hann var maður skapstór
og fylginn sjer, og fylgdi fast fram hverju þvi,
er hann sneri sjer að, hvort sem það var fyrir
sjálfan hann eða aðra, eða sjerstök málefni, og
þótti flestum málefnum vel borgið í höndum
hans, því hann hafði bæði gott vit og hyggindi
til að greiða úr þeim á besta hátt. En oft þólti
mótstöðumönnum hans hann aðsópsmikill og
gustkaldur í þeim viðskiftum, því hann var
harðvítugur mótstöðumaður, og hann ljet aldrei
hlut sinn, fyr en hann hafði annaðhvort fullan
sigur, eða þá sigur að einhverju leyti. En svo
gat hann líka verið manna sanngjarnastur, ef
hann mætti ekki megnri mótspyrnu, einkanlega
ef í hlut áttu menn, sem voru minni máttar;
þeirra hlut vildi hann rjetta, og gerði það líka
á margan hátt, enda leituðu menn oft til hans
með vandamál sín, og greiddi hann þá vel úr
þeim, og var honum það ljúft, því hjálpsemi og
greiðasemi við þá, sem bágt áttu, einkendi hann
alla tíð, og hvað mörgum hann hjálpaði og
gerði greiða, veit enginn; hann gerði það í kyr-
þei, en ekki sjer til hróss, og án þess að taka
laun fyrir. Þorsteinn var mesti dýravinur, og
mætti margt um það segja, þótt þvi sje slept hjer.
Á þeim árum sem Þorsteinn bjó í Melbæ, lágu
ýmsir bændur af inn-nesjum við í Leirunni
með skip sín yfir vetrarvertíðina, og margir af
þeim voru mestu dugnaðarmenn og drengir
góðir. Þegar ekki gaf að róa, og litið var að
gera, voru þeir heima í Melbæ hjá Þorsteini,
því hann var glaður og góður heim að sækja,
og konan ekki síður. Nóg var til að tala um
og skeggræða, og hnje þá oft talið að útgerð-
inni og framtíð hennar. Þá var að koma hugur
í þá inn-nesinga, að kaupa þilskip, sem þeir og