Óðinn - 01.01.1932, Qupperneq 19

Óðinn - 01.01.1932, Qupperneq 19
ÓÐINN 19 Hún andaðist 12. júní 1927 að heimilu sínu við Framnesveg 1 C, í Reykjavík. Alls eignuðust þau hjón 15 börn, einn dreng mistu þau nýfæddan og eina dóttur uppkomna, en 13 eru lifandi, sjö synir: 1. Gísli skipstjóri, 2. Halldór óðalsbóndi og útgerðarmaður í Vörum í Gerðahreppi, 3. Þorsteinn skipstjóri, 4. Pórður stýrimaður, 5. Snorri stýrimaður, 6. Jens versl- unarmaður og 7. Ingimar járnsmiður, og 6 dæt- ur: 1. Vilhelmína, býr á Minnivatnsleysu, 2. Helga, býr á Gauksstöðum í Gerðahreppi, 3. Sig- urbjörg, 4. Guðrún, 5. Unnur og 0. Hallbera, allar búsettar í Reykjavik. Öllum þessum hóp komu þau upp hjálparlaust, og má það ein- stakt heita, þegar tekið er tillit til þess, hvernig verslunarástandið var á þeim tímum. Pá var útlenda varan sum árin rándýr, en afurðir í svo lágu verði, að þær hafa aldrei orðið eins lágar. En lífsskilyrði voru þá líka önnur, og fólk gerði ekki eins miklar kröfur til lífsins og nú. Alla þessa erviðleika yfirstigu þau hjónin með glæsilegum sigri. Þorsteinn var líka bjart- sýnn maður og framúrskarandi lífsglaður, vann öll sín verk sólarmegin í lífinu, en var ekki einn þeirra, sem leita eftir skuggunum. Hann var fróður maður og stálminnugur, mundi at- burði og atvik upp á dag og ár, t. d. um fiski- veiðar á Suðurnesjum var hann manna fróðast- ur, enda mun eitthvað liggja eftir hann af því tægi, en mikið af fróðlegum sögum og sögnum fóru með honum í gröfina. Þorsteinn var mað- ur mikill á velli og karlmannlegur, svipmikill og höfðinglegur. Siðustu ár æfinnar var heilsan farin að bila, en sjúkdóminn bar hann með mestu karlmensku, og vann alt af meira eða minna. Hann andaðist 30. jan. 1931. 1. des. 1926 var hann sæmdur fálkaorðunni. G. B. © Sjera Sigurður heitinn Jónsson á Lundi sendi Krist- leiti Porsteinssyni, bónda á Stóra-Kroppi, pessa sim- kveðju á sjötugsafmæli hans, 5. apríl 1931: Sendi jeg simkveðju sjötugum öldung, hjeraðshöfðingja og hjeraðssóma, fræðapul frægum og frænda Braga, gáfum gæddum og göldrum Snorra. Sendu enn lengi pinn sagnaranda, lát hann gull grafa úr gleymdum skræðum. Gefi pað giftan, að Grettistökum megir um æfi enn mörgum lyfta. Kynstór og kynsæli, kominn af Agli og bestu höldum Borgarfjarðar. Dáð og drenglund pjer dag hvern fylgdu. Mættirðu endast sem Metúsalem. Jón Magnússon frá Bárugerði á Miðnesi. Hinn 1. ágúst síðastliðinn andaðist að heimili dóttur sinnar, frú Katrínar Jónsdóttur, og manns hennar, trjesmiðs Þorláks Ingibergssonar, Urðar- stíg 9 í Reykjavík, bændaöldungurinn Jón Magn- ússon frá Bárugerði í Miðneshreppi, tæpra 85 ára að aldri. Hann var fæddur að Hólmi í Landbroti 25. sept. 1846. ólst hann upp hjá foreldrum sínum þar til hann var20ára; þá fór hann sem fyrir- vinna eða ráðs- maður til ekkj- unnar Katrinar Einarsd. á Kald- rananesi i Mýr- dal Stjórnaði hann búi hennar með frábærum dugnaði og hyggindum í full 9 ár. En vor- ið 1875 flutlist hann suður að Bæjarskerjum í Miðneshreppi, á- samt með unn- ustu sinni Guð- laugu Jónsdóttur, dóttur Katrínar á Kaldrananesi. Sama ár um haustið fluttust þau svo að Bárugerði, og gifl- ust þar 25. október. Sama árið og Jón sál. flutt- ist hingað á Suðurnes fluttu búferlum hingað 4 aðrir ungir og dugandi Skaftfellingar með hin- um ungu konum sínum, en hið sama sorglega hlutskiftið beið þeirra allra hjer, að vera fluttir aftur á fárra ára fresti til átthaga sinna — fluttir sveit úr sveit, og sýslu úr sýslu með kon- um sínum og kornungum börnum, samkvæmt hinum alræmda sorabletti á islenskum sveita- stjórnarlögum — fátækraflutningnum, sem öllu öðru meir hefur sært og kramið hjörtu ótal ungra islenskra mæðra, og sundrað sjálfsbjarg- arviðleitni, starfshug og athafnafrelsi fjölda ungra efnismanna. En hann Jón i »Báru« sat samt kyr á kotinu sinu, og eins fyrir það þó hrepps- nefndin, eins og þá var títt á landi hjer, togaði °g leygði út alla skækla sveitarstjórnarlaganna, og gagnrýndi hvert orð og hvern staf um fá- Jón Magnússon.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.