Óðinn - 01.01.1932, Qupperneq 23

Óðinn - 01.01.1932, Qupperneq 23
ÓÐINN 23 stóð föstum fótum á heimili hans. Samhliða búskapnum og sjómenskunní starfaði Páll mik- ið að opinberum málum, átti hann lengi sæti í hreppsnefnd, skólanefnd, sýslunefnd, stjórn Kaupfjelags Önfirðinga o. fl., og var það allra manna mál, að það sæti, er hann sat, væri vel skipað, hvort sem hann var heldur skip- stjóri á hákarlaskútu úti í ólgusjó, eða vann að opinberum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína eða sýslu. Pá verða og seint talin öll þau framfara- og menningar-mál, er hann heima í hinum af- skekta fjarðarbotni bæði hrinti af stað og vann að, með hinum alkunna dugnaði sínum og kappi; læt jeg mjer nægja að benda á, að fyrir hans atbeina einan er þar nú sími heima á hverjum bæ og betri vegir en annarsstaðar ger- ist hjer vestra. Hvert það mál, er til heilla eða framfara horfði, átti sjer vísan stuðning Páls Rósinkranssonar, og það var stuðningur sem um munaði, þvi Páll kunni ekki að ganga að neinu verki hálfur eða með hangandi hendi, hitt var honum tamara að lina ekki sókn sina, hvort sem hún heldur var löng eða skömm, fyr en því var í höfn borgið, er fyrir var barist. Páll var tæplega meðalmaður á hæð, bjartur yfirlitum. Framkoman var fjörleg og hvatleg, og bar vott um höfðinglyndi og skörungsskap. Hann andaðist að heimili sínu 21. ágúst 1930 úr lungnabólgu. Þeim Páli og Skúlinu varð 14 barna auðið og eru 11 þeirra á lífi. Fjögur af þeim eru nú gift og búa öll í Önundarfirði, það eru þau: Stefán bóndi á Kirkjubóli, Guðlaug kona Sæ- mundar bónda Jóhannessonar i Hjarðardal, Málfríður kona Skúla bónda Guðmundssonar á Vífilsmýrum og Ágústa kona Halldórs bónda Þorvaldssonar á Kroppstöðum. Páll var jarðsunginn í Holti, að viðstöddu miklu fjölmenni. Við gröf hans mælti Guð- mundur hreppstjóri Eiríksson á Þorfinnsstöðum fram eftirfarandi kveðjuorð: Lifið alt þeim lögum lýtur, lífs að þráðinn dauðinn slítur, þig frá verki’ i fjöri fullu fella náði dauðans sigð. Örlög þau, er yfir skullu, alment hafa valdið hrygð. Fram með gjörðir fjöri sækja, fremst þó mattir skyldur rækja. Ávalt dugðir eigin þörfum, eins trúnaðar mörgum störfum. Vilji sterkur verki’ úr greiddi, von um sigur þrautum eyddi. Bjartsýnn vildir brautir ryðja, búinn til hvert framtak styðja. Samherjanna samúð þáðir, sveitunganna trausti náðir. I framkvæmdunum fanstu yndi, á fjárhag jafnan hafðir gát, þá er miður Ijek í lyndi lagðir síðstur ár í bát. Myrkvar engar mótgangshrynur megna lengur ama þjer, þitt fyrir starfið þökkum, vinur, þín að minnasl ljúft oss er. Ó. E. # Ástúö. Hún kom í árdaga ung og fögur með árroða’ í skýjum og klukkna hreim. Um alfrjálst mannkyn hún sagði sögur og sólskin um allan heim. En valdhafar tóku’ henni uggandi og illa; að ofríki settist veilu kend. Þeim fanst hún afrekum öllum spilla og til ils vera’ í heiminn send. Að visu stundum sem leikfang lipur og lagin oft við að græða sár. En í hernaði annars háskagripur og hljedræg við öflun fjár. I dularhjúp trúar svo var hún vafin sem veikra huggun og elliskjól; með iðni þjálfuð til hlutdrægni og hafin á himneskan veldisstól. — Af valdhöfum jarðar helveg hrakin til himins, er skygni manns ei nær, i launhelgum æsku’ er hún endurvakin sem eilífur gróðrarblær. Er vorar í runni og vellir skarta, henni vinjar helgast með þakkargjörð. í ástvinaminnum og móðurhjarta á hún musteri’ um alla jörð. S. Fr.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.