Óðinn - 01.01.1932, Page 24
24
ÓÐINN
Friðrik Bjarnason og
Ingibjörg Guðmundsdóttir
er nafn þeirra hjónanna, sem Óðinn flytur hjer
myndir af. Eða að eins Friðrik á Mýrum hefur
hann jafnaðarlega verið nefndur nú hátt á fjórða
tug ára, og þekkist hann með því nafni um alla
Vestfirði og þó víðar. Á síðastliðnu hausti varð
Friðrik 70 ára að aldri, og þótti þeim, er þetla
ritar, þá, að tilefni
hefði verið til þess
að minnast hans
að nokkru opin-
berlega, þótt ekki
hafi orðið af því
fyrri.
Friðrik er fædd-
ur 13. okt. 1861
á Hamarslandi á
Reykjanesi við
Breiðafjörð. For-
eldrar hans voru
Bjarni bóndi Ei-
riksson og kona
hans Sigríður Frið-
riksdóttir. Bjarni
var sonur Eiríks
Hjartarsonar frá Rauðará við Reykjavík og þriðju
konu hans, Ragnhildar Guðmundsdóttur. Kona
Hjartar Eiríkssonar var Rannveig Oddsdóttir
Hjaltalin lögrjettumanns á Rauðará.
Móðir Friðriks, Sigríður, var dóttir sjera Frið-
riks prófasts á Stað á Reykjanesi Jónssonar prests
að breiðabólsstað í Vesturhópi. En kona sjera
Friðriks var Valgerður, dóttir Páls Hjálmarsson-
ar síðasta skólastjóra á Hólum, og síðar prests
á Stað i Reykjanesi. Hann var vigður 62 ára, og
er það elstur prestur, sem vígslu hefur tekið hjer
á landi.
Friðrik ólst upp bjá foreldrum sínum til 9 ára
aldurs. Þá andaðist faðir hans og var hann þá
tekinn í fóstur af ólafi E. Johnsen prófasti á
Stað á Reykjanesi og ólst þar upp til þess er
hann var 19 ára. Þá fór hann 1880 til Reykja-
víkur til þess að nema trjesmíði, og fjekk sveins-
brjef í þeirri iðn 28. sept. 1884. Að því loknu
fluttist hann sama ár til Flateyjar, til Jóns kaup-
manns Guðmundssonar Brynjólfssonar óðals-
bónda á Mýrum i Dýrafirði. Vann hann bjá Jóni
Friðrik Djarnason.
kaupmanni næstu ár að húsasmíðum, en dvaldi
þó á þeim árum einn vetur í Kaupmannahöfn
til þess að fullnuma sig í iðn sinni.
Vorið 1888 kvæntist hann og gekk að eiga
Ingibjörgu Guðmundsdóttur, systur Jóns kaup-
manns, og fluttust þau sama vor að Mýrum, en
Friðrik vann það sumar að smíðum á ísafirði.
Næsta vor, 1889, byrjuðu þau búskap að Meira-
Garði í Mýrahreppi i Dýrafirði og bjuggu þar í
6 ár. Pá bjó á Mýrum, óðalssetri Mýraættarinn-
ar, bróðir Ingi-
bjargarGuðmund-
ur Hagalín. En 30.
október 1894 fórst
hann á bátiá heim-
Ieið frá Haukadal
yfir Dýrafjörð.
Vorið eftir, 1895,
fluttust þau Frið-
rik að Mýrum og
bjuggu þar síðan
rausnar- og fyrir-
myndarbúi í 34 ár
þangað til 1929,
er Friðrik misti
konu sína. —
Framan af bú-
skaparárum sín-
um lagði Friðrik jafnframt nokkuð stund á smíð-
ar, en vanst þó brátt lítill tírai til þess, eftir því
sem búskaparannir hans fóru vaxandi og opin-
ber störf hlóðust á hann.
Mýrar hafa lengi verið eitt helsta höfuðból i
Dýrafirði og ber jörðin margar menjar um veru
Friðriks þar.
Á fyrslu búskaparárum hans reistu þau Guðný
Guðmundsdóttir mágkona hans, systir Ingibjarg-
ar, nýja og prýðilega kirkju í stað gamallar og
fornfálegrar, er áður var þar. Guðný hafði áður
búið á jörðinni ásamt manni sínum, Guðmundi
bónda Sigurðssyni, og álti þá mikinn hluta jarð-
arinnar, og hafði, meðan hennar naut við, á
hendi fjárhald kirkjunnar. Eftir að maður henn-
ar andaðist, Ijet hún af búskap og tók þá við
jörðinni bróðir hennar, Guðmundur Hagalín,
sem áður er getið, uns hann fjell frá. Var Guðný
síðan húskona á Mýrum og þótti hin merkileg-
asta kona og virt af öllum fyrir ráðdeild, rausn
og góðvild. Friðrik var að sjálfsögðu yfirsmiður
við kirkjusmíðina og var kirkjan fullbúin og
flHH
lngibjörg Guðmnndsdóltir.