Óðinn - 01.01.1932, Qupperneq 26
26
ÓÐINN
þá gilti til að verða nýtur og dugandi maður,
vil jeg minnast hans með nokkrum orðum.
Foreldrar hans voru Sigurður Einarsson bóndi
í Gelti og kona hans Ingunn Bjarnadóttir, voru
þau bæði af góðu bergi brotin eins og sjá má í
ættarskrá sjera Bjarna Þorsteinssonar. Þau voru
hin mestu heiðurshjón, atorka þeirra og dugn-
aður með afbrigðum talin, og skorti þar aldrei
neitt, sem lífið útheimti í þá daga, enda voru
þau vel við efni eftir því sem þá gerðist. Pau
voru bæði hjálpsöm, og var Sigurður bóndi
margra bjargvætt-
ur er harðindi
gengu yfir, og
hey- og matar-
skortur var víða.
Áttu þau þó fyrir
7 börnum að sjá,
má því nærri geta
að mikla atorku
þurfti til að sjá
farborða svo stóru
heimili, og höfð-
ingslund til að
miðla öðrum líka,
oft í stórum stil,
ekki síst i þá daga
er aðstaða til hey-
ötlunar og allra
aðdrátta var hin erfiðasta. ólust þau systkini því
og upp viðframúrskarandi dugnað, fyrirhyggju og
manndáð I hvivetna, urðu þau öll hið besta fólk
og var víða við brugðið sökum góðra bæfileika og
dugnaðar, og var Sigurður eigi þeirra sistur hvað
það snerti og eigi í neinu. Mun hann að mörgu
leyti verið hafa þeirra mestur þrekmaður.
Sigurður fluttist úr foreldrabúsum 21 árs að
aldri, gerðist þá ráðsmaður hjá Guðrúnu systur
sinni, er þá bjó í Öndverðarnesi í Grímsnesi,
voru þau þar að eins eitt ár, en annað ár til
bjuggu þau á Ormsstöðum í sömu sveit. Næstu
tvö ár var hann á Bíldsfelli í Grafningi hjá Ög-
mundi Jónssyni bónda þar, og giftist þá Sigríði,
yngstu dótíur hans. Beystu þau bú á Torfastöð-
um í sömu sveit, bjuggu þó þar að eins eitt ár,
en síðan 8 ár á Hæðarenda í Grímsnesi. Bjó
Sigurður þar brátt stóru búi, þótt jörð sú sje
fremur lítil og engin kostajörð talin. Þótti hon-
um þar að vonum þröngt um sig, og mun það
hafa átt einhvern þátt í því að þjóðhátíðarárið
1874 brugðu þau hjón búi og hugðust að flytja
til Yesturheims. Var þá eins og kunnugt er fjöldi
manna sem vestur flutti, og eigi voru það færri
en 40 í þeim hóp sem þau hjón ætluðu með. >
En svo vildi til að Sigurður fjekk einhverja ó-
trú eða misti traust á manni þeim, er vera átti
fyrirliði fararinnar, og sem var hvatamaður henn-
ar. Afrjeði hann þá að fara hvergi, en svo var
mikið traust það og virðing er hann naut í
hópnum, að þeir hættu allir við ferðalagið, og
má það teljast happ fyrir fósturjörðina, því henni
myndu þar horfið hafa fleiri dáðadrengir en Sig-
urður, því eigi hafa það að jafnaði verið örkvis-
ar neinir, sem ráðist hafa til nýrra landnáma í
öðrum heimsálfum og hafa Vestur-íslendingar
sýnt og sýna enn í dag, að þeir eru af góðu
bergi brotnir. Með öðrum orðum, að úr land-
inu hefur flutst góður stofn.
Þau hjón settust þá að I Beykjavík og bygði
Sigurður í fjelagi við Bjarna bróður sinn hús
það er Bræðraborg heitir við Bræðraborgarstíg.
Kona hans kendi þá vanheilsu og misti hann
hana árið 1880, höfðu þau þá eignast 6 börn,
dóu 2 i bernsku, en 4 komust til fullorðinsára t
og eru þau sem nú skal greina:
Elín, gift vestur á Kyrrahafsströnd, Júlíana Sig-
ríður, símamær í Rvík, dáin 1930, Sigurmund-
ur, læknir í Laugarási, og Ingunn, ekkja vestur
í Winnipeg.
Börnin voru öll ung, er móðir þeirra dó, stóð
því Sigurður einn uppi með 4 börn í ómegð,
en honum varð þó engin skotaskuld úr því,
hann kom þeim öllum vel til manns, og það
sem meíra var, honum tókst að verða jafn-
framt vel efnalega sjálfstæður, hafði hann þó
eigi annað að styðjast við en daglega vinnu
sfna, steinsmíði, er hann stundaði að meáfu þau
50 ár er hann bjó í Reykjavík. Kaupgjald var þá
mjög lágt eins og kunnugt er, má því nærri geta
að mikinn dugnað, fyrirhyggju og sparsemi þurfti
að sýna til góðrar afkomu fyrir ómagamann; virð-
ist eigi ótilhlýðilegt að bera það saman við unga
einhleypa menn nú á dögum, sem hafa árum
saman unnið fyrir háu kaupi, en þola þó eigi
nokkurra vikna atvinnuleysi, hafa þá engin önnur
ráð en að gerast ómagar á fjölskyldumönnum, t
sveit eða ríki. Allra manna síst eru slíkir menn
líklegir til að verða þjóðinni til gagns eða sóma.
Þótt Sigurður ætti góða foreldra og gott æsku-
heimili, naut hann þó eigi neinnar bóklegrar