Óðinn - 01.01.1932, Side 30
30
ÓÐ I N N
Kvæði og vísur.
Eftir Benedikt P. Gröndnl.
Gaman og alvörubragur
til hr. bóksala Guðm. Gamalíelssonar
á fimtugsafmæli hans
25. nóv. 1921.
Hamingjan þjer hossi dátt,
heilla-vinur, dag og nátt!
Saga, laus við fólsku-fár,
fimtiu nú heiðurs ár
ritar inn í »reikning« þinn,
og ritar gulli bókstafinn.
Pví »saldóin» mun sýna þar,
að svikalaus þín æfin var.
★ ★
*
Marga holla hugarsmíð
þú hefur sent á »þrykk» fyr’ iýð
bæði’ í prósa og póesí,
já, pistla og guðspjöll nærri því,
og grallara marga, svo gelur hver
gaulað kerling á landi hjer
fult eins vel og hann frægi Pjetur,
þótt fagurt gali hann sumar og vetur.
Og biblíur hefur þú bundið inn
bæði í dýra og orma skinD,
oggyltþærí sniðum úr gullnámunni,
sem grófu þeir suður i Vatnsmýrinni!
Nei, þetta er lygi — þú slyngur
»slóst« þjer
slatta af íslandsbanka gulii.
Pað dugir ei, þótt hann Dúi bulli
um »dauðan« banka! — Par gull þú
tókst þjer.
Og löngum barstu ljetta brá,
því Ijúf þjer verði ellin grá!
Og hress og glaður í hugar borg
þú hefur þrammað um lífsins torg,
og ekkert skeytt um andviðrin,
nje önug »maura«-fúlviðrin;
en hugsað mest um bjartans ró
og hlegið jafnt á landi og sjó.
Aldrei hefur þú iðkað dans,
en óspart heima hjá Rósinkranz
»vittiglieðunum« varpað fram,
og vill þó hvorugur ykkar »dramm«.—
Og þú hefur siglt um öll heimsins höf
og heimsótt tvisvar hann Björn í Gröi!
í Paris og London »legið við«
og líka róið hjer fram á Svið!
í Kaupinhöfn gekstu sem köttur grár,
af kónginum þáðirðu »Lemon«-tár.
Með Arna þú fórst í Berlínar-borg.
Pið Bismark löbbuðuð þar um torg!
Og þá var nú spjölluð þýskan rik,
og þá var nú gasprað um pólitík!
Pú heyrðir Leipzig hornaflokk
og heima’ í Kjósinni spunnið á rokk!
Og Lorelei-hörpuslátt lieyrðir þú,
en hún fjekk ei gint þig, sú káta frú —
þú bara tókst ofan þinn brennivíns-hatt
og báturinn áfram sjer snúðugt vatt!
En »pían« varð hvumsa og hörpuna
misti,
en heilsinna slapst þú og varst
sá fyrsti,
er sigldir heill yfir þau gjálfrar-göng.
En gumar ei síðan fá heyrt þann söng.
Ó, hefði’ ’ann Heine heyrt þessa sögu,
sá hefði víst gert eina listuga bögu!
Og ei fæ jeg talið alla þá spretti,
sem átt hefur þú á þessum hnetti,
en ætti’ jeg að setja það allt á blað,
heil Odyssevsdrápa mundi það!
x ★
*
Nú þökk fyrir hálfa heiðurs-öld!
hljóttu sólfagurt æfikvöld
dáðríkan eftir daginn,
og dagurinn verði langur,
sem byggir þú þennan bæinn,
og bagalaus æ þinn gangur.
Nú þökk fyrir ötult þarfa-starf!
Pjóðinni gafstu dýran arf,
er þroska má þegnsins anda,
og þau munu lengi standa
menningarverkin þín völdu.
Pau vara öld fram af öldu.
Já, þökk fyrir hálfa heiðursöid!
Og hamingjan fyrir þjer beri skjöld
og gefi’, að þú lifir sem lengst
meðal vor,
og Ijetti þjer hvert þitt heiðurs spor.
Hún gefi þjer elli eins varma og vor,
Vale carissime! Gradulor!
Símskeyti
til Hannesar S. Blöndals
á sextugsafmæli hans.
Lifðu stráheill sjerhvert sinn
— þitt sextíu ára drekk jeg minni —
uns hallar þú þjer, Hannes minn,
að himnarikis veðdeildinni.
Sfmskeyti
til sr. Ásmundar Gíslasonar prófasts
á Hálsi á 50 ára afmæli hans.
Lífsins öldur ljúft þjer dúi,
Ijóðafjöldinn ósk þá ber.
Fjúkin köldu frá þjer snúi.
Fái skjöld sinn gæfan þjer.
Hálfa öldin var sem vor,
væni höldur. Gradulor!
Símskeyti.
Halld. Pórðarson bókbindari sjötugur.
Æskumanna ástvinur,
öllum hýr og góðsamur,
sjötugur, en síungur,
sjertu jafnan blessaður!
Hvað er mitt Iíf?
Hvað er mitt lif? — Ein lítil grein
í lífsins miklu bók.
Hvað er mitt líf? — Eitt lauf á meið,
sem lifsins stormur skók.
Hvað er mitt lít? — Ein bára blá,
sem berst um eilíf höf.
Hvað er mitl líf? — Eitt örsmátt ljós,
sem ei samt slökt fær gröf.
Úr brjefi
til sr. Ásmundar Gíslasonar á Hálsi
árið 1919.
»HrollIausar kveðjur« hef jeg fengið
frá þjer,
fornvinur ástkær, nú um sólhvörf
döpur.
Ó, hversu hlýtl! þar engin nepja nöpur
næddi um hjartað, sólskin var þá
hjá mjer.
Fjörugt þinn andi fór á kostum mestu
frjálslegur, bjartsýnn, skemtilega
glettinn,
eins og til forna tókstu töfrasprettinn.
Tárhreinar hjartans þakkir hafðu bestu.
Heilræði.
Mínúturnar máttu ei
missa svona, drengui!
Lifið hleypur hart sem fley,
hratt að dauða gengur.
★ *
*
Hver æskustund, sem illa’ er sóað braut,
í ellínni fær valdið sárri þraut.
★ ★
*
Vegarspoltann veldu þjer,
vinur, heldur lengri,
en að hleypa’ í keldu ker
á kaf með gætni engri.
★ *
*
Um að gera að alt sje rjelt,
engum neitt má skeika;
alt á sinn stað altaf sett,
ekki’ er gott að reika.
★ ★
#
Pótt hamingjusamur sjertu,
samt altaf gætinn vertu.
Pví æfina sina veit enginn
öll fyr en hún er gengin,