Óðinn - 01.01.1932, Qupperneq 33

Óðinn - 01.01.1932, Qupperneq 33
ÓÐINN 33 firði, en heimiliskenslu víða um hjeruð og varð orðlagður kennari. Hann var trúhneigður og vandaður í hvívetna og prúðmenni hið mesta. — Hún var mikil rausnar- og myndar-kona í stöðu sinni, hreinskilin, djörf, en þó sanngjörn og úrræðagóð, stundum í erfiðum kringum- stæðum. Naut hún mikils álits hjá öllum, sem þektu hana best, og vilnuðu til hennar í öllu, er betur mátti fara. — Bújörð þeirra, Melanes, er kostarýr, og efnahagurinn var þröngur og börnin mörg. Hættu þau þá búskapnum og börnin tvístruð- ust. Samúel ólst upp hjá fóstur- foreldrum sinum í Munaðstungu í Reykhólasveit.frá því hann var árs- gamall til 23 ára aldurs, að hann gekk á búnaðar- skólann í ólafs- dal (1887—’89); vann síðan að jarðræktarstörf- um um 5 ára skeið í Barða- strandar- og Flat- eyjar-hreppum. Bjó á Stökkum á Rauðasandi 1894—1903; stundaði barna- kenslu og sjóróðra í Kollsvik i fjögur ár (1903 —’07), var við lytja-afhendingu á Isaíirði 1907—’09. Fluttist þá til Reykjavíkur og hefur dvalið þar siðan við ýms störf: barnakenslu, mælingastörf, kortagerð, vinnu á Veðurstofunni og skriftir. Hann var þegar í æsku bókhneigður og dróst hugur hans mjög að ritum Þorvalds Thoroddsen, og lengi skiftust þeir á brjefum. Samúel hefur teiknað og gefið út 20 tegundir korta og mynda, einkum snertandi sögu íslands, náttúru þess og landfræði. Fyrir Brunabóta- fjelag lslands mældi hann kaupstaði landsins og gerði uppdrætti af þeim. Var hann við það verk í þrjú ár. — Það var mikið um gáfur og listfengi í ættum þeirra Skógabræðra, og allir voru þeir atgervismenn, þótt þjóðskáldið sjera Matthias skaraði þar fram úr. Árið 1892 kvæntist Samúel heitmey sinni, ungfrú Mörtu Elísabetu, f. 6. júní 1858, Stefáns- Samúel Eggertsson. dóttur gullsmiðs (1813—1876), Jónssonar stú- dents frá Höll i Þverárhlíð, Guðmundssonar ökónóms, Vigfússonar lögrjettumanns í Hjörs- ey, Sigurðssonar. Var móðir Stefáns, kona Jóns í Höll, Halldóra Auðunsdóltir prests í Blöndu- dalshólum, Jónssonar prests á Bergsstöðum, Auðunssonar. Guðmundur ökónóm var kvænt- ur Guðrúnu Þorbjörnsdóttur hins ríka í Skild- inganesi, Bjarnasonar. En móðir Mörtu, kona Stefáns gullsmiðs, var Guðrún (1834—1860) Vigfúsdóttir í Hundastapa, Jónssonar bónda í Hundastapa, Er- lendssonar prests á Ingjaldshóli (bróður Guðm. ökónóms)Vigfús- sonar. Var Vig- fús, faðir þeirra bræðra, kvænt- ur Sigríði Guð- mundsd., lög- manns frá Ein- arsnesi. Eru þetta alt kunnar ættir. En nákunnugur maður segir svo frá frú Mörtu: »Hún var, rneðan hún naut fullrar heilsu, langtum fremri í flestu tilliti en fólk er flest. Þegar hún misti móður sína, tveggja ára gömul, tók móðursystir hennar hana og ól hana upp. Þar vandist hún myndarskap og reglusemi á efnaheimili og lærði ýmiskonar kvenlegan verkshátt, tóvinnu, vefnað og fleiri handiðnir og alskonar búsýslu. Hún var svo vel hagorð, að hún mælti iðulega dag- legt mál i hendingum og vísum, svo fljótt sem talað er, og var þá oft hnittin og spaugsöm. En mest mun hafa einkent hana hneigð til hjúkr- unarstarfsemi og ýmiskonar líknar í veikindum manna og dýra. Móðir og eiginkona hefur hún verið með afbrigðum«. Þau Marta og Samúel hafa eignast 3 hörn: Einn pilt 1893, Helga að nafni, mesta efnisbarn, er varð skammlífur, og tværdætur; Halldóru, f. 1897, konu Pjeturs kaupmanns Guðmundssonar í »Málaranum«, og Jóhönnu Margrjetu, konu Jóns Dalmannssonar gullsmiðs hjer í Reykjavík. Kuntuigur. Marla E. Stefánsdóltir.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.