Óðinn - 01.01.1932, Síða 36

Óðinn - 01.01.1932, Síða 36
36 ÓÐINN Ásmundur Gíslason prófastur á Hálsi í Fnjóskadal er fæddur 21. ágúst 1872 á Þverá í Dalsmynni, sonur Gísla Ásmundssonar og Porbjargar Olgeirsdótlur, sem lengi bjuggu þar, og er frá þeim sagt í 19. árg. Óðins (1923). Ásmundur gekk inn í 2. bekk Latínuskól ans vorið 1887 og varð stúdent 1892. Peir voru að eins 6, sem þá útskrifuðust úr skólanum, og eiga þeir nú 40 ára stú- denta-afmæli. Afþeim eru 4 enn á lifi: Sjera Ásmundur á Hálsi, sjera Pjetur Helgi Hjálmarsson frá Grenjaðarstað, nú hættur prestskap og búsettur í Reykjavík, Sigfús Blöndal, bóka- vörðuri Kaupmanna- höfn, og Porsteinn Gíslason, ritstjóri í Reykjavík. Dánir eru Pjetur Guð- johnsen frá Húsavík, sem las lög við Háskólann 1 Kaup- mannahöfn og dó þar á námsárunum, og Magnús Sæ- björnsson læknirí Flatey, dáinn þar fyrir nokkrum árum. Sjera Ásmundur útskrifaðist af Prestaskólanum 14. ágúst 1894 með 1. einkunn, og vígðist ári síðar (25. ág. 1895) aðstoðarprestur til sjera Guðmundar Helgasonar á Bergstöðum, en sjera Guðmundur dó þá um haustiö (18. nóv.), og næsta vor, 4. maí 1896, var sjera Ásmundi veitt Bergstaðaprestakall. Þjónaði hann því nokkur ár, en fjekk 7. júli 1904 Háls í Fnjóskadal og hefur verið þar síðan. Hann er gáfumaður og góður prestur, og hefur lengi verið prófastur í Suður-Pingeyjarprófasts- dæmi. Tvívegis hefur hann dvalið um hríð erlendis, og i síðara skiftið var hann meðal þeirra islenskra presta sem sóttu Lútherska kirkjuþingið í Kaupmanna- höfn, sem sjera Ófeigur Yigfússon ritaði um í 26. árg, Óðins. Kona sjera Ásmundar er Anna, dóttir Pjeturs Sveins- sonar, fyrrum bónda í Vestdal í Seyðisfirði, og Ólafar Bjarnadóttur á Egilsstöðum á Völlum, sem sagt er frá i 27. árg. Óðins. Pau sjera Ásmundur og frú Anna eiga þrjá syni: Ólaf, sem er heima og stjórnar búi foreldra sinna, Gísla stúdent, sem hefur verið við nám í Pýska- landi, og Einar, sem nú les lög lög við Háskólann i Reykjavik. Mjer, sem þetta skrifa, er ekki kunnugt um störf sjera Á. G. á prestskaparárunum að öðru leyti en því, að embættisþjönusta hans er talin hin prýðilegasta, og að hann er af kunnugum sagður búhöldur góður, ætíð birgur af heyjum, og hafa bætt bæði hús og tún prest- setursins. En frá æskuárunum minnist jeg hans sem glaðs og góðs fjelaga og hins besta drengs. Sjera Friðrik Friðriksson: Starfsárin. Melsteðshús. Frh. ]eg fór nú að litast um eftir hentugu húsnæði. Komst jeg þá að því, að Melsteðshús við Lækjartorg var til sölu. Það var stórt hús, eftir því sem gömul hús voru, og hafði á sínum tíma verið vel til þess vandað að öllu leyti. Vestur úr aðalhúsinu lá 18 álna langt pakkhús, og var í því fjós og mikil geymsla. — Það var talsvert mjórra en aðalhúsið. í aðalhús- inu voru tvær stórar stofur, hvor sínu megin við höfuðinnganginn og litla forstofu. Bak við hvora stofu var herbergi minna, en þó allstórt. I húsinu var afar stórt eldhús og þaðan stígi upp á loft. En á loftinu voru 2 herbergi í austurstafni og á suðurhlið stór kvistur með tveim herbergjum, og lítil herbergi tvö vestur á loftinu; annars var loftið einn geimur. Fyrir framan húsið var stór garður og lá fram að Lækj- artorgi. Sigurður lector Melsteð hafði átt húsið, og var það kent við hann. Nú áttu þau það Hannes sýslumaður Hafstein og kona hans, fósturdóttir Sigurðar Melsteð. — Sighvatur Bjarnason bankaritari hafði fullmakt til að selja húsið, en Einar Benediktsson umboð til að útvega kaupanda og gera samninga. Mjer fanst húsið hið hentugasta af öllum þá fáanlegum húsum, til þess að fjelagsstarf gæti byrjað þar þegar í stað, bæði vegna stærðar þess og legu. Húsið átti að kosta 18000 krónur og þótti það allmikið fje í þá daga. Svo fór að jeg keypti húsið og var samningum lokið fyrir jól. Það var umsamið, að jeg tæki við húsinu að fullu um vorið í maímánuði. En með því að stofurnar í austurenda hússins voru auðar, tók jeg þær strax og ætlaði mjer að byrja fundi strax eftir nýár. ]eg fór svo að undirbúa alt til starfsins, en í mjer var nú samt hálfgerður hrollur og kvíði, hvernig þessu stór- ræði mundi reiða af. Voru mjög misjafnir dómar um kaupin. Sumir skömmuðu mig ákaflega og sögðu að jeg hefði látið Einar Benediktsson fleka mig, en jeg vissi að hann hafði reynst mjer ágætlega vel, og jeg treysti líka, eins og óhætt var, Sighvati Bjarnasyni, og var því öruggur. Einn maður mætti mjer á götu og óð upp á mig með mestu skammir fyrir tiltækið, og benti á annað hús, sem jeg hefði getað fengið fyrir lægra verð á ágætum stað. ]eg vissi það og

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.