Óðinn - 01.01.1932, Page 37
ÓÐINN
37
vissi líka að það hefðu verið góð kaup, ef fje hefði
verið lil að rífa það og byagja fjelagshús þegar í
stað, því húsið var ekki nothæft til fjelagshalds. Jeg
skrifaði [Ricard um málið og fjekk mjög hughreyst-
andi svar. — Halldór Jónsson, bankafjehirðir, mætti
mjer á götu og sagði að fyrra bragði: »Þarna hafið
þjer orðið giftudrjúgur, þetta er framtíðarkaup!* Jeg
sagði: »Sumir segja mjer að jeg hafi gert mikla vit-
leysu, að kaupa svona dýrt«. Hann sagði: »Þjer getið
trúað mjer til þess, að þetta var sjerstök hepni, að fá
þessa stóru eign með svo góðum kjörum*.
Þetta hughreysti mig mikið, því að við Halldór
vorum þá engir vinir orðnir, en mjer þótti altaf vænt
um hann upp frá því. — Svo liðu jólin; jeg man
ekkert eftir þeim. — Annan janúar 1902 stefndi jeg
piltunum saman til fundar á afmælisdegi fjelagsins.
Þá voru frumstofnendur orðnir 17 ára. Þá var aðal-
deildin stofnuð með þeim og þeim, sem inn höfðu
gengið eldri, og þeir sem voru yngri voru svo í yngri
deild. Nú tókum vjer upp nafnið K. F. U. M., og
eftir það fór svo fjelagið að þroskast. Fyrst um sinn
höfðum vjer enga kosna stjórn. Það var enginn af
fjelagsmönnum orðinn myndugur. En jeg hafði hugs-
að mjer að mynda stjórn af velunnurum fjelagsins
eldri, og fá þá til að takast það á hendur, þótt ekki
væru þeir í fjelaginu, til þess fyrst og fremst, að vera
í ráðum með mjer, og ábyrgð um húseignina. Að
sinni varð nú ekkert úr þessu, en hið fjörmesta fje-
lagslíf tók allan hugann. — Jeg þurfti nú að fá mjer
einhvern pilt til þess að hjálpa mjer með ræstingu
og upphitun í fjelagsherbergjunum. Mamma benti
á mjer dreng, sem hafði verið búðarpiltur, en af því
að búðin fækkaði mönnum við sig, voru tveir hinir
yngstu látnir fara, og var þessi piltur annar þeirra.
Hann var nú atvinnulaus og elsta barn af mjög stór-
um systkinahóp hjá fátækum foreldrum. Jeg bauð
honum því að vera um veturinn og hafa fæði, og
hjálpa mjer við störfin, og gæti hann fengið góðan
tíma til þess að læra eitthvað, því að hann var ákaf-
lega námfús og hafði jeg veitt honum, sumarið 1900,
ofurlitla tilsögn í frönsku, sem jeg stundaði nokkuð þá.
Jeg vissi líka að hann skrifaði ljómandi fallega hönd,
og gat því skrifað fyrir mig skrár og fundarboð o. s.
frv. Hann tók þessu boði, og var svo um talað, að
undir eins og hann gæti fengið einhverja atvinnu,
væri hann laus, því að ekkert kaup átti hann að fá.
En það leið ekki á löngu áður jeg fann að þar hafði
jeg fengið góðan hjálparmann. Jeg uppgötvaði það
á mjög skemtilegan hátt. Jeg hafði auglýst í fjelag-
inu, að jeg ætlaði að halda biblíulestra á hverju
Sigurður Jónsson skólastjóri.
Hann átti sextugsafmæli 6. maí þ. á. og hefur i 34 ár
verið starfsmaður Barnaskólans t Reykjavík, nú síð-
ari árin, frá 1923, for-
stöðumaður hans, eða
skólastjóri, þ e. Mið-
bæjarskólans, því nú
fyrir nokkrum árum
er nýr skóli risinn
upp í Austurbænum.
Á afmælisdeginum
færðu kennarar Mið-
bæjarskólans Sigurði
gullúr að gjöf, og með-
al fjölda skeyta, sem
honum þá bárust, var
skrautritað kvæði frá
Hallgrími kennara
Jónssyni, en þeir,
Sigurður og hann,
hafa nú unnið saman
við skólann i 28 ár.
8. mai hafði skóla-
stjóri kennara skólans og starfsfólk í boði hjá sjer. Var
þar góður fagnaður og margar ræður fluttar. — Annars
má geta þess, að auk kennarastarfanna og skólastjórn-
arinnar hefur Sigurður haft mörg störf með höndum,
m. a. fyrir Templarafjelagið, og var um eitt skeið stór-
templar. Hefur hann hvervetna reynst hinn nýtasti mað-
ur. Kvæði Hallgrims kennara Jónssonar, sem frá er sagt
hjer á undan, er á öðrum stað í blaðinu.
mánudagskvöldi, og átti sá fyrsti að vera fyrsta mánu-
dag í janúar. Jeg sagði Pjetri, svo hjet pilturinn, að
hann yrði að fara niður í Melsteðshús og skúra
fundaherbergin og láta á lampana og fægja þá, leggja
vel í ofninn, og hafa heitt og »huggulegt« til kvölds-
ins, en jeg ætlaði til Hafnarfjarðar um daginn snemma
í skemtiför, sem jeg var sammæltur í við hjúkrunar-
konuna í Lauganesi, og mundi jeg ekki koma heim
fyr en um kl. 8 um kvöldið. Hann lofaði þessu og
jeg reið af stað. Svo um daginn var jeg að heim-
sækja kunningja í Hafnarfirði og frökenin sína vini
og vorum við sammælt um kvöldið kl. 7, hjá bakara-
meistara Proppé. Þegar jeg var að fara í reiðfötin,
fann jeg lykilinn að fundarstofunum í vasanum. Jeg
varð mjög leiður, því jeg vissi að kvöldið yrði ónýtt,
alt kalt og fúlt, því norðanrok var með miklu frosti.
Kl. 8 var jeg kominn heim, tók að afsaka mig við
Pjetur og sagði, að við yrðum að fara niður eftir til
þess að gera piltana sem kæmu afturreka, því ekk-
ert viðlit væri að halda fund. Pjetur sagði ekkert til
þess, og við gengum ofan eftir; jeg mjög gramur við