Óðinn - 01.01.1932, Síða 40
40
Ó Ð I N N
Hannes Ó. Magnússon Bergland,
sem nýlega er dáinn á Akureyri, var fyrir ýmsra hluta
sakir merkilegur maður. Hann var fæddur 1867, Hrút-
firðingur að ætt óg uppruna og varð ungur skrifari hjá
Sigurði Sverrissyni
sýslumanni i Bæ i
Hrútafirði. Paðan fór
hann tæplega tvítug-
ur að aldri suður til
Reykjavikur, lærði
þar undir skóla og
gekk inn i 2. bekk
vorið 1887. Hann var
fjelaus með öllu og
átti engan að, sem
hann gæti vænst af
styrks til námsins,
nema frændkonu sína
Sigríði Guðmunds-
dóttur, sem þá var
ráðskona hjá Jakobi
Sveinssyni snikkara,
og reyndist hún hon-
um jafnan vel, þótt
ekki væri hún þess um komin að kosta hann í skóla.
Er hennar að nokkru getið í æfiágripi Jakobs í 16. árg.
Oðins. Var það ætlun Hannesar, að vinna fyrir sjer með
kenslu og skriftum jafnframt náminu. En það gekk
örðugt, þótt hann væri bæði góður námsmaður og
ágætur skrifari. Hann var í 2. og 3. bekk skólans, en
þreyttist á baslinu og sagði sig úr skóla og varð póst-
málaritari hjá Óla Finsen póstmeistara. Hann þótti þeg-
ar frá byrjun ágætur skrifstofumaður, og hafði nú sæmi-
leg laun. Nokkrum árum síðar kvæntist hann Ragn-
heiði Eyjólfsdóttur Porkelssonar úrsmiðs og bjó eftir
það í húsi tengdaföður sins í Austurstræti 6. Pegar Fin-
sen póstmeistari andaðist, 2. marts 1897, var Hannes
um hríð settur póstmeistari. En það varð honum að
óhappi. Hann beið við það stórtjón fjárhagslega, og mun
hafa verið allhart leikinn af landstjórninni i þeim við-
skiftum, er hann skilaði af sjer embættinu. Nokkru síð-
ar fór hann til Kaupmannahafnar til að leita sjer þar
atvinnu, og þar voru þau hjónin í nokkur ár, en skildu
síðan. Frú Ragnheiður íluttist heiin hingað til foreldra
sinna, og giftist hjer í annað sinn. Hannes var um eitt
skeið i Kaupmannahöfn hjá Birni Sigurðssyni kaup-
manni, siðar bankastjóra, og var stundum á ferðalagi
með honum hjer heima. Eftir Kaupmannahafnarveruna
settist hann að á Akureyri og var þar við skrifstofu-
störf hjá ýmsum verslunum, en lengst af hjá Kaupfje-
lagi Eyfirðinga, og varð hann þar fastur starfsmaður í
tíð Hallgrims heitins Kristinssonar og var það jafnan
síðan. Fyrir nokkrum missirum veiktist hann af slagi
og náði sjer aldrei eftir það áfall.
Sá, sem þetta skrifar, var vel kunnugur Hannesi á
yngri árum, eða fram til þess, er hann fór til Kaup-
mannahafnar, liðlega þrítugur að aldri. En eftir það hafa
leiðir þeirra litt legið saman. Hannes var hæfileikamaður,
vel gáfaður, duglegur, þegar hann gekk að störfum, og
hinn mesti drengskaparmaðar. Hygg jeg að allir, sem
honum kyntust, bæði á yngri árum og síðar, muni bera
honum besta orð. En hann mun aldrei hafa notíð hæfi-
leika sinna til fullnustu eftir þá truflun, sem varð á lifi
hans, þegar hann reif sig upp hjeðan og fór utan vegna
skellsins, sem hann fjekk af póstmeistaraembættinu.
Englendinga, tók áð sjer að undirbúa það ferðalag
og vera fylgdarmaður okkar. Fyrsta kvöldið komum
við að Þingvöllum og gistum hjá sjera ]óni Thor-
steinsson. Hann tók okkur mæta vel, og vorum við
þar nóttina í góðu yfirlæti. ]eg reyndi eins vel og
jeg gat, að útskýra fyrir Fermaud sögu staðarins og
dáðist hann að landslaginu og hinum miklu sögulegu
minningum. Honum fanst líka mikið koma til vatns-
ins og kvaðst aldrei hafa smakkað betra vatn. Svo
riðum við yfir heiðina og komum austur yfir. Þar
fengum við skyr, ljómandi gott, á einum bæ þar sem
við hvíldum okkur. ]eg ljet bera Fermaud mjög lítinn
skamt, en hann bað um meira og kvað þennan rjett
vera ágætan. Svo hjeldum við til Geysis og vorum
þar um nóttina og langt fram á næsta dag, en ekki
vildi Geysir gjósa, en Strokkur gerði það, svo að
það bætti nokkuð úr skák. En Fermaud fanst samt
að staðurinn og hverirnir væru ákaflega merkilegir.
Svo um hádegisbilið lögðum við af stað til Gullfoss
og komum þangað kl. 2. — Sólskinslítið hafði verið
um morguninn, en við fengum glaða sólskin við Gull-
foss og fanst okkur það dásamleg sjón, er sólin skein
á fossinn. Fermaud hafði ferðast víða um lönd, í öll-
um álfunum nema Ástralíu, og kvaðst hann enga sjón
hafa sjeð í þeirri tegund eins mikilfenga og dýrðlega
eins og þessa. Við ætluðum varla að geta slitið okkur
frá fossinum, svo mikið seiðmagn á hann. — Síð-
anhjeldum við upp að Geysi aftur, en höfðum þar
litla bið, og hjeldum svo niður að Torfastöðum og
gistum hjá sjera Magnúsi Helgasyni, og fengum góðar
viðtökur; við komum þangað um háttatíma og voru
gestir fyrir, gengnir til svefns, svo að við Fermaud
sváfum í baðstofulofti saman. Jeg var hálf-smeikur
um að Fermand kynni að falla þetta illa, en honum
fanst það eins og hann sagði >interessant* og dáðist
að íslenskri gestrisni. Það sváfu að eins piltar á loft-
inu. Hann dáðist líka að, hve presturinn væri höfð-
inglegur og mikið prúðmenni að sjá. — Hann sagði
síðar, að ólíkt skemtilegra og lærdómsríkara væri svona
ferðalag en í útlöndum með járnbrautum og hótelum.
Hann sá yfir höfuð björtu hliðina á öllu og var fljótur
að setja sig inn í kringumstæðurnar. Frá Torfastöð-