Óðinn - 01.01.1932, Qupperneq 42

Óðinn - 01.01.1932, Qupperneq 42
42 ó Ð I N N Filippía Sigurðardóttir húsfreyja. Hún var fædd að Hofl í Svarfaðardal 20. ágúst 1865. Voru foreldrar hennar búandi hjón þar, þau Sigurður Sveinsson og Filippia Porvaldsdóttir frá Krossum á Árskógs- strönd. En kona Por- valds og amma Fil- ippíu sál. var Snjó- laug Baldvinsdóttir prests að Upsum í Svarfaðardal, Jóns- sonar, afa Jónas- ar Hallgrímssonar skálds. Er sú ætt (Krossaættin) einna fjölmennust i landi voru nú, að dómi fróðra manna. Enda ræður slíkt að lík- um, pví þau Krossa- hjónáttufjölda barna, er öll urðu hin frjó- sömustu. Pannig voru i tveim sveitum norðanlands fyrir skömmu taldir yflr 100 afkomendur þeirra hjóna og er þó hinn sterki stofn dreifður um land alt, og hefur oft borið hina ágætustu kvisti. Mætti t. d. nefna Jóh. Sigur- jónsson skáld, Stefán prófast á völlum, er báðir voru dætrasynir Porvalds á Krossum, og Guðjón Baldvins- son frá Böggvistöðum, er var sonarsonur hans, o. fl. o. fl. Foreldra sína misti Filippía sál. kornung, en ólst upp að Ósi í Möðruvallasókn hjá skyldfólki og vina- fólki, uns fósturfaðir hennar flutti til Vesturheims. En þangað vildi hún alls ekki fara með honum. Pótti henni sem slíkur burtflutningur úr Iandinu sýndi ótrú á kost- um þess og ófyrirgefanlegt ræktarleysi. — Skömmu síð- ar fluttist hún til Isafjarðar og giftist þar 25. maí 1892 eftirlifandi manni sínum, Árna Árnasyni fiskimatsmanni. Bjuggu þau allan búskap sinn á fsafirði, rúmlega 34 ár, eignuðust 10 börn, en mistu 5 kornung. Á lífi eru nú 2 dætur og 3 synir: Brynhildur, Snjólaug, Höskuldur, Pórir og Porvaldur bæjargjaldkeri i Hafnarflrði. Filippía sál. var greindarkona í besta lagi. Og þrátt fyrir annríki hinnar sivinnandi húsmóður las hún margt og kunni góð skil á mönnnm og málefnum. Hafði hún óblandna ánægju af þvi að leiða huga gesta sinna að dagskrármálum þjóðarinnar, fjelagsþörf og fjelagsstörf- um i smærri og stærri stíl; öllu þvi er henni þótti þok- að geta i áttina til hins fyrirheitna lands, þar sem hinn fórnandi kærleikur og rjettlæti ríkti. Og ekki var heigl- um hent, að lenda í orðasennu við hana og ætla með sigur af hólmi. Hún hafði óvenju skýran og skemtileg- an málróm, og gat i hita-viðræðum sótt og varist með bros á vör og blíðu i skapi og viðmóti. Og svo var henni i blóð borin hin mikla atorka og dugnaður sem einkennir Krossaættina, og sá hinn dýrmæti karlmanns- kjarkur er stælist við hverja raun. Jeg hef ekki þekt frændræknari nje tryggari sál. Pað er víst, að fáir voru þeir frændur hennar, víðsvegar að, sem fóru svo um á Isaflrði, að hún næði þeirn ekki heim til sín til að gleðja þá og seðja og var henni að því hin mesta unun, enda var maður hennar og börn henni samtaka i þvi sem öðru. Leið hverjum gesti vel á hinu prúða og glaðværa heimili, en best ætla jeg þó hinum umkomulausustu. Heimilisrækni hennar, iðjusemi og stjórnsemi er, af þeim er til þektu, viðbrugðið, og víst er um það, að oftar áttu aðrir leið til hennar en hún til annara og sjaldan sást hún sitja auðum hönd- um. Og allir voru heimilishættirnir svo sem þeir mega bestir verða á þjóðlegu og kristilegu heimili. Hún andaðist 14. apríl 1927 og er grafín á ísafirði. Sn. S. halda samkomu í kirkjunni og var búið að undirbúa það áður en vjer komum. Jeg fók Pjetur Gunn- arsson með mjer, en stór skemtiferð var það nú ekki, því að veðrið var hryssingslegt og kalt. Þegar jeg var kominn heim, fór jeg að koma öllu í lag í Melsteðshúsi. Herbergjaskipun var þannig háttað, að í austurendanum var stór stofa og herbergi, sem sneri út að bakgarðinum, og að vestanverðu voru einnig tvær stofur, og eldhús stórt og mikið bak við; úr því gekk stígi upp á loftið, en þar voru tvö lítil herbergi að austanverðu undir súð, en sunnan á var stór kvistur með þremur gluggum, og var honum hólfað sundur í allgóða stofu og lítið herbergi. — Úr innri stofunni í vesturendanum niðri gengu litlar dyr út í álmu, sem var nokkru mjórri en megin- húsið; var hún 18 álnir á lengd og tíu á breidd. Þessari álmu var skift niður í lítið fjós, eldiviðar- geymslu og annað þessháttar. En vestast var lítið af- þiljað herbergi með útidyr og hafði Pjetur Pjeturs- son bæjargjaldkeri látið útbúa það sem skrifstofu fyrir sig, er hann bjó í Melsteðshúsi. Það herbergi bjó jeg út sem bænaherbergi, er líktist lítilli kapellu með altari og kertum á, og skreytti það með rauðum veggtjöldum. — Hafði jeg þar bæði einn og með piltunum margar góðar stundir. Svo útbjó jeg, með Ieyfi nýju stjórnarinnar, vesturstofuna í húsinu fyrir sjómannastarfið. Voru þar bekkir og borð til að skrifa við, og þar gátu svo sjómenn komið og skrifað brjef og setið þar inni og lesið blöðin, er þeir höfðu tómstundir. Jeg lagði til ritföng og alt þar tilheyr- andi. Fyrsta árið, sem stofan var þannig notuð, voru skrifuð á fjórða þúsund brjef og síðan jókst það ár frá ári. í austurstofunum voru haldnir fundir og sam- komur bæði fyrir fjelagið og fyrir sjómenn. — Á jeg

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.