Óðinn - 01.01.1932, Qupperneq 43

Óðinn - 01.01.1932, Qupperneq 43
ÓÐINN 43 margar og góðar endurminningar frá þeim árum af viðskiftum mínum við sjómennina, en nákvæmari lýs- ing á því kemur í fjelagssögunni. Margir af skip- stjórnarmönnum urðu miklir vinir mínir, og fjöldi há- seta. Jeg get ekki talið upp öll nöfn þeirra, en ýmsir eru mjer enn þá virtavinir og stoðir fjelagsins. — Einn af mínum bestu vinum var Tyrvingur Magnús- son frá Engey. Hann var þá skipstjóri á kúttaran- um »Ágúst«, og var hann vanur að koma til mín með hálfa skipshöfnina, er hann kom inn, og hjeld- um við þá uppbyggilega stund saman, og næsta dag kom stýrimaður með hinn helminginn af skipshöfn- inni. Tyrfingur var hinn ágætasti maður og ljet sjer mjög ant um menn sína, og bar sjer í Iagi unglinga, sem með honum voru, fyrir brjósti, og var á því skipi hinn besti fjelagsskapur; elskuðu allir og virtu hinn unga skipstjóra. Einu sinni kom hann með dreng til mín, sem var á skipinu, og sagðist vera í vandræðum með hann; hann væri svo baldinn og blótsamur, að hann rjeði ekkert við hann, en dug- legur væri hann, er hann vildi. Jeg talaði svo eins- lega við piltinn og kom okkur mæta vel saman. Jeg gerði við hann samning. Hann lofaði að reyna að bæta sig, og gaf jeg honum vasabók með sjer og blýant. Átti hann að skrifa stutt stryk, er hann tæki eftir að hann blótaði, og langt stryk, er hann væri óhlýðinn og hortugur. Hann fjekk líka nýjatestamentið og lofaði að líta í það á hverjum degi. Svo eftir fyrstu útiveruna kom hann til mín og sýndi mjer bókina, voru íhenni 57 stutt stryk og 11 eða 12 löng. Skipsmenn sögðu að hann væri orðinn miklu betri. Hann varð mikill vinur minn, og kom oft, er hann var í landi, að láta mig biðja með sjer. — Hann druknaði seinna, 18 ára gamall, og varð harm- dauði öllum, sem með honum voru. Um miðjan júní kom Fermaud að norðan og ljet mjög vel yfir ferð sinni. Hann ljet í ljós ánægju sína yfir sjómannastarf- inu. Hann dáðist að legu fjelagshússins og sagði, að ef bærinn ætti fyrir sjer að vaxa, hlyti þessi staður að verða afarmikils virði, sjer í lagi ef Hverfisgatan kæmi alla leið niður að Læk, en þá náði hún ekki lengra niður en að Smiðjustíg, minnir mig, Fermaud ætlaði að fara alfarinn 17. júní og var það afmælis- dagur hans. Síðustu dagana sá hann, hve kærkominn hann hafði verið. Var hann í boði hjá ýmsum merk- ismönnum, biskupi, lector Þórhalli Bjarnarsyni, Jóni Helgasyni dócent og landshöfðingja M. Stephensen. Eitt kvöld hjelt fjelagið kaffigildi fyrir hann og síð- asta daginn fóru bæði fjelögin, K. F. U. M. og K. F. U. K., í skrúðgöngu heim til hans og færðu honum Sigurður Helgason tónskáld. Fyrir 40 árum fluttist tvítugur unglingur hjeöan úr bænum vestur um haf: Sigurður Helgason, sonur Helga heitins Helgasonar tónskálds. Hafðihann um eitt skeið verið í latínuskólanum, en hætti par námi, og var einkum hneigður fyrir sönglist, en á þeim árum voru peir bræðurnir Jónas og Helgi, faðir Sigurðar, mestir sönglistar- frömuðir hjer i bæn- um. Sigurður fórfyrst til Winnipeg, fluttist svo vestur á Kyrra- hafsströnd, til Se- altle, en er nú bú- settur í Los Angeles í Kaliforniu. Hann er kvæntur íslenskri konu, tngibjörgu Jónasdóttur, og eiga pau fjögur hörn. Nú stendur Sigurður á sextugu, fæddur 12. febrúar 1872. Faðir hans er dáinn fyrir nokkru hjer í hænum, en móðir hans, frú Guðrún Sigurðardóttir, er enn á lifi, komin á niræðis aldur, en pó við góða heilsu. Var Sigurður elstur barna peirra. Hann hefur frá æskuárum fengist mjög við söng og sönglagagerö. Hefur hann lengi haft á hendi söng- stjórn og er talinn ágætur söngstjóri. Nú stjórnar hann sænskum söngflokki. Fjölda sönglaga hefur hann samið, og eru 2 lög eftir hann í tslensku söngvasafni, »Skaga- fjörður« og »Vor«. Flest lög hans eru við íslensk Ijóð, einkum ættjarðarkvæði. — Sigurður heldur sjer vel og er enn i fullu fjöri, gleðimaður, vinsæll og vel metinn, segja þeir, sem honum eru kunnugir. tvo gripi, sem Stefán Eiríksson hafði skorið út fyrir oss. Hann lagði drög til þess, að jeg skyldi koma á Alþjóðafund K. F. U. M., sem halda átti þá um sum- arið í Kristjaníu. Svo kvöddumst við með kærleikum miklum og vináttu, sem enn er í gildi. Seinast t júní útskrifaðist Bjarni Jónsson úr Lat- ínuskólanum. Hann hafði ávalt verið oss besti fjelagi og talað stundum í yngri deildinni. Þótti oss öllum mikill sómi að honum og naut hann mikilla vinsælda innan fjelagsins. Rjett eftir að hann útskrifaðist, tókum við okkur ferð suður að Útskálum, og var það hið ánægjulegasta ferðalag. Við vorum tvo daga um kyrt hjá sjera Friðriki Hallgrímssyni í góðum fagnaði. Hjeldum vjer allir þrír samkomu í kirkjunni, og seinna kvöldið biblíulestur heima á prestssetrinu með nokkr- um stálpuðum piltum úr fjelaginu þar. Páll Sigurðs-

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.