Óðinn - 01.01.1932, Qupperneq 46
46
ÓÐINN
Brynjólfur Árnason framkv.stj.
Þessar myndir eru af Brynjólfi Árnasyni framkvæmda-
stjóra, sem andaðist á Akureyri 14. nóv. 1927, og konu
hans Valborgu, sem er dönsk að ætt, fædd Larsen.
Brynjólfur var fæddur 7. ágúst 1886 á Saurbæ í Eyja-
firði. Foreldrar hans voru Árni Jónsson og Liija Ólafs-
dóttir, sem þá bjuggu þar á nokkrum liluta jarðarinnar,
en fluttust siðan að Melgerði t sömu sveit og bjuggu
þar í nokkur ár myndarbúi. Tíu ára gamall misti Brynj-
ólfur föður sinn, en móðir hans giftist aftur Hallgrimi
Jónssyni frá Hólshúsum og reistu þau bú á Kambsfelli,
en fluttust þaðan aftur eftir tvö ár að Miklagarði. Ólst
Brynjólfur upp hjá móður sinni og stjúpa uns hann
gekk inn í Latínuskólann haustið 1905, en þaðan útskrif-
aðist hann vorið 1910. Síðan stundaði hann nokkur ár
laganám við Háskólann i
Kaupmannahöfn, en tók
ekki próf. Hneigðist hugur
hans að kaupsýslu síð-
ustu háskólaárin, eins og
margraannaraum líktleyti,
þegar gróðahugur stríðs-
áranna var i algleymingi.
Brynjólfur settist að
hjer heima 1918 og varð
framkvæmdastjóri Súkku-
laðiverksmiðjunnar Freyja
i Reykjavik, og var hann
að nokkru leyti eigandi
hennar. En á krepputím-
unum, sem gengu hjer yfir
nokkru siöar, átti verk-
smiöjan örðugt uppdrátt-
ar, enda voru þá nokkrar
hömlur lagðar á starfsemi
hennar af stjórnarvöldum
landsins. — — Mun hún
hafa hætt starfsemi 1922.
Fluttist Brynjólfur 1924 til
Akureyrar ogstundaði þar
málaflutning og innheimtu-
störf það sem eftir var æfinnar. Að honum látnum flutt-
ist kona hans til foreldra sinna i Kaupmannahöfn.
Brynjólfur var hvers manns hugljúfi og urðu allir,
sem náin kynni höfðu af honum, vinir hans. Varð
hann mörgum harmdauði, er hann hnje i valinn fyrir
aldur fram.
Ó. J. Hv.
»Það var nú verra,* sagði jeg, »en eruð þjer viss
um það?« — »]á«, sagði hún. —
»Þjer hatið þá Guð og bölvið honum?«—»Nei, nei,
hvernig ætti jeg að gjöra það; hann hefur altaf verið
mjer svo góður*.
»]á, en þeir sem drýgja syndina móti Heilögum
anda, hata Guð og vilja ekkert af honum þiggja, og
þeir hata Jesúm og hans orð og ákalla hann aldrei,
og þegar Heilagur andi minnir þá á að biðja, segja
þeir: Svei þjer, og skirpa á hann. — Þetta gjörið
þjer ekki«.
»Nei«, sagði hún, »það er satt«.
»Þegar jeg heyrði yður hljóða í alla nótt og vera
áð hrópa á Guð og Jesúm Krist, þá hugsaði jeg, að
hvað sem þessi kona kann að hafa drýgt, hefur hún
ekki drýgt syndina móti Heilögum anda«. ]eg gat
svo sannfært hana um þetta og hjelt því fram, að
Jesús mundi reka út illu andana. Hún andvarpaði
stundum þungan og rak upp einstaka hljóð, en var
annars róleg. Allir farþegarnir voru komnir niður
smátt og smátt og hlustuðu á, og það var eins hljótt
og í kirkju. Svo spurði hún, hvort ekki væri hægt
að syngja. Jú, jeg hafði með mjer danska sálmabók
og nokkur eintök af dönskum sunnudagaskóla-
söngvum. Jeg útbýtti þeim meðal farþeganna og svo
sungum vjer: »Vor Guð er borg á bjargi traust*.
Þegar komið var fram í 3. versið fór hún að gráta,
heitt og hljótt. Mjer þótti vænt um, því jeg vissi að
henni mundi ljetta við það. Svo las jeg kafla úr nýja-
testamentinu á dönsku og bað stutta bæn. Svo sung-
um við eitthvert vers. Hún grjet ennþá, og var al-
veg róleg og þakkaði fyrir. Svo sagði jeg: »Nú farið
þjer inn og háttið og svo verðið þjer sofnuð eftir
litla stund og sofið í nótt, og svo tölum við saman á