Óðinn - 01.01.1932, Síða 47

Óðinn - 01.01.1932, Síða 47
ÓÐI N N 47 morgun.* Hún stóð upp og mágur hennar fylgdi henni inn í svefnklefann og svo svaf hún í einum dúr til morguns. Mágur hennar sagði mjer, að hún hefði aldrei grátið fyr og aldrei reglulega sofnað, síðan hún varð svona. ]eg fjekk að vita seinna að þetta var bráðgáfuð kona og merkiskona að öllu leyti. Þegar hún var sofnuð, var eins og fargi væri Ijett af öllum. Næsta morgun var hún komin á fætur, er jeg kom fram. — Jeg fjekk hana til að borða með okkur, og svo spurði jeg, hvort hún hefði ekki eitthvað að sauma. Hún stundi og sagði: »Það er nú helst að jeg geti saumað, annar eins ræfill og jeg er orðin*. »Jú, þjer getið það«, sagði jeg og fór inn á fvrsta pláss og bað frú Gottfredsen, konu skipstjórans, um einhverja handavinnu og útbjó hún það góðfúslega. Svo ljet jeg sjúku konuna setjast að saumaskap. Það var svona fitlvinna. Og hún varð rólegri og rólegri alt þangað til komið var til Hafnar. Svo fór hún á hæli og var þar eitt ár og kom svo heilbrigð heim. Jeg held að hún lifi ennþá. Mágur hennar varð síðar prestur. í Leith reyndi jeg til að fá skipsferð til Kristjaniu eða Bergen, en þangað voru engin skip á ferðinni og hjelt jeg því áfram til Kaupmannahafnar. Þangað var komið kl. 7 um kvöldið og fór jeg strax upp í K. F. U. M. og fjekk að vita að allir fulltrúar þeirra væru farnir. Þetta var þriðjudagskvöld, en morguninn eftir átti fundurinn að byrja í Kristjaníu. Kl. 9 um kvöldið lagði jeg svo af stað með járnbrautinni. Það var ekki hraðlest; kl. 8 um morguninn var komið til Gauta- borgar og þar 20 mínútna dvöl, og var matur til taks á stöðinni, bæði mikill og góður, og kostaði aðeins kr. 1,25, máltíðin eins og maður gat í sig látið. Kl. 7 um kvöldið kom jeg svo til Kristjaníu og hitti menn á stöðinni úr K. F. U. M., sem leiðbeindu mjer. Hafði fundurinn verið settur þá um daginn; voru á honum um 2000 fulltrúar og gestir. — Mjer var ætl- aður staður á missíónshóteli og fjekk jeg þar ágætt herbergi. Næsta morgun fór jeg þangað sem fundirnir voru haldnir, og var mjer tekið tveim höndum af Ricard og öðrum vinum frá Danmörku, og Fermaud. Það kvöld voru guðsþjónustur haldnar í öllum kirkj- um og samkomuhúsum borgarinnar. Á hverjum stað var talað á tveim tungum, skandinaviskri og einhverri af aðal-tungum Európu, ensku, þýsku eða frönsku. Jeg hafði verið settur til að prjedika í einhverri kirkjunni með Hollendingi, en jeg slapp við þaðaf því að jeg var ekki kominn, er þingið var opnað, og höfðu þeir þá sett sænskan prest til þess að vera Markús Auðunsson frá Dalseli. Jeg vildi mælast til þess, aö mynd Markúsar Auð- unssonar frá Dalseli kæmist inn í myndasafn Óðins, því pótt dauðinn kallaði hann burt á ungum aldri, aðeins 28 ára, pá er mynd hans í hugum okkar, sem pektum hann, aðeins pvi hugljúfari. Hann fæddist að Seljalandi 16. nóv. 1898, sonur Auðuns Jóhannsson- ar kaupmanns i Dal- seli og Guðrúnar Sig- urðardóttur frá Selja- landi, Sigurðsson- ar ísleifssonar bónda á Barkarstöðum í Fljótshlíð og fngi- bjargar Sæmunds- dóttur, systur sjera Tómasar sál. Sæ- mundssonar á Breiðabólstað. Árið 1899 misti Markús móður sína og fluttist frá Seljalandi með föður sínum árið eftir að Neðradal í Biskupstungum, og paðan aftur 1901 að Dalseli undir Eyjafjöllum. Ingibjörg Jónsdóttir, föðursystur hans, gekk honum í móður stað, unni honum og sá um hann eins og besta móðir. Mesta ástúð var og með feðgunum, og var Markús, eftir pví sem honum gafst proski, slöðugt raeir og meir hægri hönd föður síns í öll- um störfum. Það var sem alt ljeki í höndum hans. Gáfur hans voru svo óvenjulega fjölhæfar, að honum virtust allir vegir jafnfærir. Hann stundaði dráttlist, hljómlist og myndagerð og hafði aflað sjer töluverðrar pekkingar í tungumálum og fleiri fræðigreinum. Og samtara pessari fjölhæfni var yndisleg prúðmenska, Ijúf og Ijett gleði i allri framkomu, og var sem birta ykist, hvar sem hann kom. Öllum, sem kyntust honum, hlaut að verða vel til hans. Erl. Þórðarson. þar. Ricard átti að tala í Kalmejgudens Missíónshúsi, og þangað fór jeg. Þar var yfirfult. Jeg ætlaði að ná í Ricard eftir samkomuna, en hann hvarf út úr hönd- unum á mjer. Jeg fjekk seinna að vita, hvernig á því stóð. Á aðalþjóðfundinum voru menn frá öllum álfum og löndum nær því. Þar voru Kínverjar og Japanar, Hindúar, Ameríkumenn, bæði úr Suður- og Norður-Ameríku, og menn úr flestum löndum Ev- rópu. Kristjaníubær sýndi oss ýmsa rausn. Allir fund- armenn fóru frítt með öllum sporvögnum, ef þeir höfðu fundarmerkið. Svo lengi sem fundurinn stóð yfir, höfðum vjer mat og húsnæði ókeypis. Stiftsprófastur Hall, sem áður var ferðaframkvæmdastjóri fyrir Nor-

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.