Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 8
136
saman dýr og jurtir frá ýmsum löndum, fann Dar-
win líka, að í þeim kynjum, er flestar tegundir telj-
ast undir, eru afbrigðin mest milli tegundanna, og
er þetta allt af sama toga spunnið.
2. Baráttan fyrir tilverunni. Hvar sem litið
er á náttúruna og mannlífið, sést það fljótt, að al-
staðar er strið og strit fyrir lífinu, alstaðar er hver
höndin upp á móti annari, alstaðar samkeppni og
alstaðar bitizt og barizt til þess að ná í bita og sopa.
f>etta sífelda tilverustrið hefir svo stórkostlegar af-
leiðingar, að fæstir gera sér í hugariund, hvað það
hefir að þýða, og þó er útbreiðsla tegundanna,
breyting þeirra og útlit hinnar lifandi náttúru að
mestu leyti undir því komið. f>ó náttúran optsýn-
ist vera eintómur friður og ró, þá megum vér ekki
gleyma þvi, að þetta er bara ofan á. Söngfuglarnir,
sem sitja svo sakleysislegir, syngjandi á hríslunum,
lifa á því að drepa og myrða skorkvikindi, en rán-
fuglarnir drepa þá aptur og mölva eggin þeirra,
jurtirnar sjúga miskunarlaust næringuna frá ná-
grönnum sínum, svo þeir visna og deyja, hver jetur
annan og allt, sem hann nær í; alstaðar þar sem
lífið þróast, er stöðugur ófriður, á sjó og landi. f>essi
eilífa barátta er bein afleiðing af tímgun dýranna,
hver skepna og hver jurt leitast við að margfaldast
og uppfylla jörðina, en þar er hvorki nóg rúm né
nóg fæða fyrir alla, og af því leiðir aptur, að hver
keppir við annan og neytir allra krapta til þess að
tortíma öðrum og lifa sjálfur. f>að er engin undan-
tekning frá þessari reglu; hvert dýr og sérhver
planta mundi innan skamms fylla jörðina, ef þau
fengju að æxlast og lifa fullan aldur, án þess þeim
væri nokkur takmörk sett. Fílarnir eiga fæsta af-
komendur af öllum dýrum, og þó mundu þeir eptir
nokkur þúsund ár fylla jörðina, ef tímgun þeirra,