Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 32
160
til þess, að hinir fyrstu forfeður hestanna og asn-
annanna hafi verið líkir zebradýrunum; rákirnar og
manirnar á hestunum sýna viðleitni náttúrunnar til
apturhvarfs. f>eir sem mikið fást við kynbætur
alidýra, eiga opt að stríða við þetta lögmál náttúr-
unnar.
0. Ymsir örðugleikar og mótbárur. I bókinni
um uppruna tegundanna eru tveir kapítular um
mótbárur þær, sem aðrir náttúrufræðingar hafa haft
á móti kenningum Darwins, og kemur hann með
mörg rök á móti; hann telur og upp ýmisleg á-
greiningsatriði, sem í fyrsta bragði sýnast stríða á
móti kenningum hans.
Tegundirnar eru eptir kenningu Darwins hver
komin af annari gegnum eintómar smábreytingar;
hvernig stendur þá á því, að svo víða vantar milli-
liði í hinni lifandi náttúru, til þess að tengja saman
tegundir, ættir og flokka? Kynbætur náttúrunnar
eru eingöngu í því fólgnar, að þær breytingar við-
haldast, sem hentugar eru fyrir tegundirnar; af þessu
leiðir, að hver tegund keppir við allar aðrar og út-
rýmir þeim, sem ófullkomnar eru, hvort sem þær eru
skyldar eða óskyldar; hinar óbreyttu frumm)'ndir
verða því að lúta í lægra haldi fyrir afkvæmi sínu og
náungum, þegar þeir eru duglegri og hentugri ept-
ir kringumstæðunum; frummyndirnar og milliliðirnir
deyja því út og hverfa. Kynbætur náttúrunnar
gera það að verkum, að óteljandi tegundir deyja,
frummyndirnar og milliliðirnir hverfa úr hinni lif-
andi náttúru af samkeppninni við sína eigin ætt-
ingja og afkomendur. Úr því nú þessir útdauðu
milliliðir hafa verið til, þá hljóta menjar margra
þeirra að vera einhverstaðar, enda hafa menn fund-
ið mjög margar millitegundir steingjörvar í jarðlög-
unum; en jarðfræðin er enn svo ung og svo óend-