Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 16
144
ur haft áhrif á alla hina smágjörvustu innri bygg-
ingu, á allar hinar margbrotnu vélar lífsins; maður-
inn velur breytingarnar einstrengingslega eptir sín-
um eigin geðþótta, en náttúran fer að eins eptir
þörfum hvers einstaklings og hverrar tegundar.
Maðurinn elur skjólstæðinga sína upp í alls konar
loptslagi, og hefir ekki næga þekkingu til þess að
fóðra hvern einstakling eins og bezt á við, og reynir
að halda lífinu i öllu því, sem hann hefir undir hendi;
náttúran sýnir hina mestu nákvæmni í hinum minnstu
smámunum, og drepur miskunnarlaust allt það, sem
veikara er; tilraunir mannanna eru bundnar við fá-
eina áratugi, störf náttúrunnar ná yfir miljónir ára.
J>að er þess vegna ekki undarlegt, þó það sé svo
undra-hentugt og lagað eptir lífsskilmálunum, sem
náttúran framleiðir; kynbætur mannanna mega varla
heita viðvanings-kák í samanburði við meistaraverk
náttúrunnar.
Smávegis breytingar á tegundunum, í því, sem
oss þykir óverulegt, hafa opt hina mestu þýðingu
í náttúrunni; þau skorkvikindi, sem lifa á blöðum,
eru græn, þau, sem lifa á berki, gráflekkótt, rjúp-
urnar eru á vetrum hvítar, eins og snjórinn, á sumr-
um mórauðar, eins og lyngmóarnir; þetta mun nú '
ef til vill, mörgum þykja þýðingarlítið, og þó eru
opt litirnir mjög svo áríðandi fyrir tegundirnar; þvi
dýr, sem eru samlit náttúrunni í kring, geta opt
hulið sig og komizt undan óvinum, sem að þeim
sækja. Liturinn á ávöxtum jurtanna er opt þýð-
ingarmikill; purpuralitum plómum er opt hættara
við sjúkdómum en hinum, sem gular eru; sumar
skordýrategundir skemma fremur þá ávexti, sem
sléttir eru en hina, sem loðnir eru. J>au kynbrigði,
sem koma fram hjá foreldrunum á vissum aldri,
koma fram á sama tíma á afkvæminu; þannig get-