Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 107
235
Thorkelín, þá einungis fullmegtugur við geheime-
archivið og ölbruggari í Kaupmannahöfn, hafði
mætur á M. St., einlægt til þess á árinu 1800, og
gaf honum til ferðahressingar með sjer 24 flöskur af
góðu, tvísterku öli, sem vorið eptir komu þessum að
góðu haldi.
fanninn undirbúinn, en þótt heilsuveikur lagði
M. St. út í þessa háskasömu og erfiðu ferð frá
Kaupm.höfn og steig á briggskip lítið, til hennar
útgjört, og hlaðið fyrnefndum bjargarmeðulum, þ.
11. októbr. 1783, ásamt kammerherra Levetzow, í
huganum því heldur niðursleginn, vonarveikur og
angurvær, sem brjóstveiki hans fór æ vaxandi, ferð-
in sýndist líklegust til að enda þrautir hans að
sönnu undir og um hávetur við svo norðlægar
skammdegissiglingar i mesta hörku- og ofviðra-vetri,
sem annálar hafa orðlagt á seinni tímum, nefnilega
1783—84, þar hjá bundinn við heitmeyju á íslandi, að
sönnu öllum fremri að kvenndyggðum, en um hverr-
ar sambúð sýndist hjer við vonarlaust orðið. Líkt
þvi, sem áhorfðist, gekk þessi ferð til íslands um
haustið 1783 mæðulega, þvi aldrei linnti oísa storm-
um, því nær af öllum áttutn, með snjó og hörkum.
£>risvar komust þeir undir ísland; í fyrsta sinni und-
ir eldmekkina í Vestur-Skaptafellssýslu, allnærri
Meðallandi, gjörði þar blæjalogn um fáar klukku-
stundir á meðan vindur gekk til gagnstæðrar áttar.
Sat M. St. á meðan uppi á þilfari með reikningstöflu
og griffil og rissaði á hana afmálun útlits lands og
fjalla ogstrandaþar, og reykjarstólpana upp úr Skapt-
árjökli; en í einu vetfangi brast á þvílíkt ofsaveð-
ur af N. með kaföldum og hörku, að þeir naumlega
fengu seglum bjargað áður en möstur brotnuðu, rak
svo og dreif í 10 daga undir Norveg vestan Líð-
andaness; leitaði þá skiparinn þar hafnar, en of-