Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 113
241
svo sera hennar búsýslunum betur hæfandi en hans,
og reit sjálfur formálann undir bróður síns nafni.
Fjeldsted sjálfur var maður dáfriður, há- og rjett-
vaxinn, mælsku- og gáfu- og lærdómsmaður mikill,
æfður lengi við mörg markverð embætti, tvisvarsem
lögmaður, tvisvar sem amtmaður (seinna sem stipt-
amtmaður og general-póstdirecteur), en allra fyrst
sem talsmaður margra í nokkur ár fyrir hæstarjetti,
blíður, glaðvær, málsnjall, góð- og jafnlyndur, sem
enginn þóttist nokkurn tíma hafa reiðan sjeð, þar
hjá hinn þolinmóðasti maður undir langvinnum sjúk-
dómsþjáningum í mörg ár, ljet ekkert mótlæti raska
sinni hugarró, en bar glaðværðina með sjer hvar
helzt sem hann var, til að útdreifa henni í öll sam-
kvæmi eins og heima. Eins og ræður hans voru
fljótandi, liðugar, vandaðar í hverju máli, sem hann
talaði, voru öll brjef hans og rit i fögrum málsnill-
innar stýl og formum. Hans fyrirtaks höfðinglega
persóna og yfirbragð og karlmannlegi, djarfi, en
undir eins ástúðlegi rómur, innprentaði hvert hans
orð í allra sálir, en hans allkunna góðvildarríka
hjartalag undir eins ást og virðingu. þessi vetur
varð því M. St. sá lang-yndislegasti í hans lífi og
bar þvi að geta hans tilefnis,—því bæði þau ágætu
hjón unntu honum eins og væri hann þeirra eigin
sonur alla æfi og fóru betur með hann í öllu en
flestir feður annara með sína. Bæði treguðu þau
M. St. við burtför hans til skipsins þ. 28. febr. 1784,
og æfinlega taldi þessi sjer mesta sóma að vitnisburði
þeim, sem Fjeldsted þá bar honum í brjefi til föður
hans, dagsettu: „Holmegaards Laugstad 27. Febr.
1784».
1) J>ar í stóð meðal annars: „Deres kiære Sön, som med
Timarit hins íslenzka Bókmenntafjelags. IX. 16