Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 90
218
Eptir þágildandi háskólalögum, nefnil. tilskipun
frá ii. maí 1775 um examina academica, var ein-
ungis einu sinni á ári haldið deposits eður examen
artium, nefnilega í septembri ár hvert (sjá hennar
§ 1.) ; en þar sú tíð var þá hjá liðin, er Magnús
Stephensen komst til KLaupmannahafnar 1781, veittist
honum eptir sömu lögmálsgrein auka-deposits með
fáeinum öðrum, svo að hann á þriðja dag jóla, eð-
ur sinn afmælisdag sama ár, tók sitt fyrstaexamen,
með titlinum laudabili hjá öllum 5 prófessorum og
1 aukastjörnu viðbættri fyrir astronomie. Að hann
komst eigi fyrri upp til þessa examens, gerði þriggja
vikna lega hans í þyngslakvefsótt, sem hann tók
skömmu eptir komu sína til Hafnar. Hann depo-
neraði því rjettra ig ára gamall.
Strax eptir gekk hann stöðugt á öll collegia
jþeirra 5 philosophisku prófessora, sem yfirheyrðu
stúdenta til þess annars eður ens philosophiska
examens, eptir það hann degi síðar, eður á 4. dag
jóla varð innskrifaður, sem stúdent og academiskur
borgari af þáveranda rektori Magnifico háskólans,
síðan Sjálands nafnfræga biskupi, doktor N. E. Balle.
pó hætti hann bráðlega aptur að hlýða á fyrirlestra
þess hálærða og nafnfræga professors J.M. Geusses,
eptir það hann nokkrum sinnum hafði þá heyrt, án
þess að fá skilið par í þeim, vegna þess að þá var
meir en þriðjungur þeirra hjá liðinn, en fyrirlestrar
hans voru sjerlega philosophisk-myrkvir og þungir,
og í orðatiltækjum (terminologie), sem bæði voru
óvenjulega myrk og óskiljanleg öðrum en peritis
artis, eða þeim, sem heyrt höfðu frá upphafi þeirra
útlistun. Geuss las yfir Mathesis pura, aritmetik
með algebra, geometrie, trigonometria plana et
sphærica, stereometrie, boginna lína útreikning og
landamælingar — tvennt það síðasta fyrir þeim, er