Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 104
232
þar engan nema M. St. frá Skálholti, hvers liðsinn-
is hann leitaði, og ljet hann Einar vera frítt í húsi
með sjer unz hann fór, gaf honum allan kost og
klæðnað, las með honum astronomie og veraldar-
sðguna, sem þá var 1 Skálholti kennd einungis ept-
ir stuttu látínsku ágripi af nokkrum hluta gömlu-
sögunnar, eins landaskipunarfræði (geographie, ept-
ir Sommerfeldt og landkortum), og hafði Einar
heppilega tekið fyrsta examen og flutti inn á Re-
gentshúsið, áður en M. St. fór, en þessi girntist þar
aldrei bústað. Samt var M. St. í beztu metum hjá
þáverandi prófessor theologiæ Hviid, sem var pró-
fastur á klaustri og Regentsi, svo að þessi hafði
M. St. óvitandi útvegað honum samþykki theolog-
ísku prófessóranna, sem höfðu þá yfirstjórn klaust-
urs og regents — en M. St. hafði það fyrra, aldrei
það siðarnefnda — að þessi, sem sendur af kóngi
til íslands, halda mætti sínum klausturdali — hverj-
um prófastur útbýtti á hverjum mánuði þeim, er
klaustur höfðu, i rdl. cour. á viku — á meðan hann
burtu væri, og Ijet Hviid hann þetta vita þegar M.
St. kvaddi hann. Hviid spurði hvort þessi vildi að
hann hjeldi klausturdölum hans saman á meðan
burtu væri, eða fela það örðum á hendur. Varð
M. St. hrærður við þessa honum öldungis óvæntu
gæzku próf. Hviids og sagði: ,,Fyrst þjer voruð
mjer svo gæzkuríkur, bið jeg að öreiginn Einar
Guðmundsson njóta megi tilhjálpar einninn míns
klausturdals á meðan jeg er burtu. Guð veit hvað
lengi mjer ber hann eða jeg lifi ; enda kostar kon-
ungur ferð mína.“ Hviid hrærðist auðsjáanlega við
þetta svar og kvaddi M. St. með kossi og föstu
handabandi. Eins allir kunningjar hans og yfir-
menn, og engan öfundar- eður óvildarmann vissi
hann sig þá eiga, nema — hvað óliklegast var —