Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 84
212
Eins varði hann mikilli iðn til lærdóms þýzks og
fransks tungumáls undir síns lærða meistara kennslu.
Gellerts og Rabeners verk í því þýzka, Marmontels
eldri Contes moraux í þvi franska máli, urðu hans
leiðtogar.
Á þeim dögum og lengi þar eptir tíðkaðist í
suður-skólanum að fagna sumarkomum með látínsk-
um versum, sem rituð voru með látinsku höfðaletri
á skólabitana báðum meginn, sem kallaðist: að pa-
rera — eiginlega að prýða með þeim bitana, og
stóðu þau vers þar til skólans uppsagnar, hjelzt sá
móður við, uns skólinn fluttist að Bessastöðum 1805.
Líka tíðkaðist — máske jafnlengi — í látínskum
ljóðum að kveðja sjerhvern dimitendum með lofi og
lukkuóskum til hans dimissíónar, og rita þær kveðj-
ur með prýðilegri hendi bezta skrifara innan i af-
langa hringa á hálfar arkir pappírs, utan um hverja
blómstrakransar, opt marglitir voru uppmálaðir, kall-
aðist hver þvílík kveðja óeiginlega ciffra, og var
fest upp i skólanum yfir sæti hvers dimittendi rúm-
um tima áður. Flest þessara ljóða var Magnús
fenginn til að semja 1780 og 1781 um vorið, og
dimitteruðust þó margir. Einnig orkti hann 1780
brúðkaupsljóð á látínu til læriföður síns og systur
hans þ>órunnar. Á þeim aldri gaf hann sig ekki
við islenzkum kveðskap, nema einstökum gaman-
visum.
Hið markverðasta atriði í hans ungdóms-sögu,
sem svo öldungis sneri síðan hans lukkuvegi í gagn-
stætt horf áformi hans og lærdómsvon og orsakaði
hans margvíslegar reynslur síðar meir í lífinu, var
föður hans máske heldur tímanlegi undirbúningur
til að festa hann seinna hjer í iandi, til hvers þessi
sjálfur hafði þó snemma fráleitan hug, en allan til
stöðugra lærdómsiðkana, til hverra lítil brauð og