Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 119
247
út úr húsi, þeim nefnilega, „að fyrst Margrjet ei
sæi heill sína, skyldi hún hlotnast þjónustu-stúlkunni“,
— en það orð fór þó af siðan í Norvegi, að hún ei
væri þar ofsæl i hans sambúð. Samt var Jóns Ei-
ríkssonar gæzka við hana og bæði þau þess ollandi,
að Olafur sama árið fjekk lítið teikninga og mathe-
matiskt kennslubrauð við Kóngbergs bergfólks-
skóla, meðfram til að koma honum sem fyrst frá
Höfn (sjá bls. 233) og sjá hann þanninn giptan.
Seinna styrkti hann þó Ólaf enn meir til frama og
launabóta og prófessors tóma titils, sem hann fast
eptir sótti, svo Ólafur vel mátti viðurkenna velgjörð-
ir Jóns Eiríkssonar við hann í eptirmælum hans,
hversu margt ósatt annars í þeim finnst frá hans
hendi, og óáreiðanlegt frá sumra annara. J>ar á
meðal má tilnefna þau fullvissu ósannindi Ólafs í
formála til æfisögu hins mikla manns á bls. 8—9 :
„að Olafur í samfeld 5 ár daglega komið hafi í
hús Jóns Eiríkssonar, sjeð gjörðir hans og hlýtt
hans orðræðum" (mun vera eiga : „á orðræður
hans“). Samt mun það sannast mála, að þá fyrst,
er Lærdómlistafjelagið var stiptað 1779, sem sjálfur
hann umgetur á bls. 148 1. c., hafi kunningsskapur
hans við Jón Eiríksson og koma Olafs einstökum
sinnum í hús hans í fjelagsmálaerindum byrjað, ári
seinna en hann náði examini philosophico eður 1778,
og fann sig þá lærðan nóg til að kenna íslending-
um búnaðarfræði; þó bera engir ritlingar hans (allir
í þess fjelagsritum) vott um lærdóm, sem og
var lítill hjá honum fyrir í flestu, heldur eru þeir
einna helzt efni — sum alkunnug öllum sjómönnum
(svo sem: Um lagveiði og fiskaveiði við Drangey)
—í fylgiskjöl til íslenzkrar búra-practíku, þegar ein-
hver tekst á hendur þvílikrar ritun.
M. St. kom til Hafnar 1781 um haustið, en ári