Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 45
173
taki eptir þeim, eti ávextina og breiði svo út fræin
víðsvegar um jörðina. Mörg karldýr, t. d. sumir
fiskar, skriðdýr, spendýr, fiðrildi og fjölda margir
fuglar eru skrýddir alls konar litskrauti, en þetta er
heldur ekki gjört fyrir mennina; þetta er allt kom-
ið fram á þann hátt, að kvenndýrin hafa valið þau
karldýr til æxlunar, sem fegurst voru; söngraddir
fuglanna eru eflaust til orðnar á sama hátt. Kyn-
bætur náttúrunnar geta aldrei framleitt neinn þann
eiginlegleika hjá tegundinni, sem eingöngu er til
góðs fyrir aðra tegund; aptur á móti koma stöðugt
fram eiginlegleikar, sem eru öðrum tegundum til
hins mesta skaða, t. d. eins og eitur höggormanna.
Ef hægt væri að sanna, að bygging einhverrar teg-
undar hefði breytzt eingöngu til hagnaðar fyrir aðra
tegund, þá væri það nóg sönnun á móti kenning-
um Darwins; en menn vita ekki til, að neitt þess
konar komi fyrir í náttúrunni. Ef menn bera sam-
an þau not og þann skaða, sem sérhvert líffæri
gerir, þá munu menn sjá, að nytsemin verður allt
af ofan á, þegar öllu er á botninn hvolft; ef eitt-
hvert líffæri skepnunnar verður henni skaðlegt með
timanum, af því lífsskilmálarnir breytast, þá verður
annað af tvennu, að lífFærið breytist eða að teg-
undin deyr út af, því hún getur ekki keppt við aðr-
ar tegundir. Urvalning náttúrunnar stefnir að þvf,
að gjöra hverja skepnu jafnfullkomna eða fullkomn-
ari en aðra keppinauta hennar þar í sama héraði,
þó fullkomnunin sé ef til vill ekki nóg í saman-
burði við skepnur f öðrum héruðum; á Nýja-Sjá-
landi eru tegundir jurta og dýra fullkomnar hver
gagnvart annari og vega salt í samkeppninni sín
á milli, en þær geta ekki staðizt í styrjöldinni móti
aðfluttum tegundum frá Európu. þ>að er vanalegt,
að tegundir úr minna landi verða að vfkja fyrir