Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 100
228 |
fessorem juris Jakob Edvard Colbjörnsen, sem privat
præceptor, og sótti ætíð alla fyrirlestra hans og yfir-
heyrslur (Examinatoria) í lögspeki, og hlýddi jafn-
an á hans og Nörregaards opinberu examina og
beggja fyrirlestra, en sló heldur slöku við Obelitzes,
sem þá var konferenzráð og elzti prófessor juris.
J>essi las og með kappi juridisk verk og rit, en
Colbjörnsen var honum og í öllu sem faðir, og unni
M. St. mjög; nýtti sjer samt um haustið og vetur-
inn leyfi og skipun föður síns að hressa sinnið upp
með gaungum iðuglegum á sjónarspil og hljóðfæra-
samspil, sem vöktu löngun hans að æfa sig betur
á flautu, þó þessi krefði enn meiri tíma til full-
komnunar, en tíð og efni leyfðu honum þar til að
verja. Að sönnu hafði hann á íslandi nokkuð lært
að danza, samt fjekk hann sjer frá sjónarspilinu
ferðugan danzmeistara, að nafni Steinberg, þennan
vetur, varð hjá honum til æfingar þar i og sjerlega
sólginn í danza í danzsamkomum allan hans yngri
aldur í gegn.
En flestar landfarsóttir, sem gengu, ásóttu hann
hvað eptir annað. Hann varð sflasinn fyrir brjósti
og með sífeldan hósta og tæróist upp, svo læknar
í Kaupmannahöfn sögðu hann dragast með brjóst-
veiki, og völdu honum forgefins ýmisleg meðul til
að Ijetta henni. Bólusótt lagði hann þar í rúmið
um mánaðartíma—samt ekki mjög þungt—þó hann
á íslandi hefði barnabólu, líklega svo nefnda hlaupa-
bólu, áður fengið. Eins lagðist hann um hálfsmán-
aðartíma í brunasótt (inflammations-sótt), sem samt
heppilega læknaðist. En alla þá tíð, sem hann í
Kaupmannahöfn dvaldi á yngri og eldri árum, var
hann optar heilsutæpur mjög.
Árin 1782 og 1783 lagði hann sig annars með
alúð eptir lögspeki og æfingum í frönsku máli, í