Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 91
«19
girntust sjerlegan lofstýr (Udmærkelse) við annað
examen í þessum lærdómum öllum. M. St. fjekk
sjer því aukakennara í þessum lærdómum, eptir
Geusses fyrirlestrum, sem hann ljet alla útskrifa, en
reit sjálfur alla hinna, bæði hvað hjáliðið var áður
en hann deponeraði frá haustnóttum, og síðan hvað
eptir við þeirra áheyrn; en þar hann sótti sjerleg
löngun eptir að nema sem mest og ítarlegast i nátt-
úrulærdómunum (physica experimentali), gekk hann
strax á tvenn collegia prófessoranna Kratzensteins
og Bugges, hjá þeim fyrra bæði á hans venjulega
yfir þennan lærdóm, sem hann fyrir stúdentum las
og yfirheyrði úr til philosophisks examens, og í
nokkur ár á hans privatissimum fyrir lærðum og tign-
armönnum; þeim síðara: yfir sphæriska og theore-
tiska astronomie og mathematiska geographie, sta-
tik, hydrostatik, hydraulik, aérometrie, mechaniska
og optiska lærdóma, eður mathesin applicatam. úr
hverjum hann við philosophiskt examen yfirheyrði ;
en hans collegium privatissimum var Kratzensteins
efni og privatissimo líkt, eður ítarleg kennsla nátt-
úruvísindanna, staðfest með physiskum tilraunum
(experimentum), og með dýrmætustu þar til heyr-
andi verkfærum. M. St. löngun að nema sem mest
af þess háttar fræðum, varð alla tíð og æfi hans
óseðjanleg, hverju til merkis skal telja: að hann,
eptir því sem hann þar í heyrði kennt og sá, og
eptir þá nýjustum beztu verkum i náttúrufræði, sem
hann las og fjekk mörg til láns af opinberum bóka-
söfnum, saman tók á dönsku á sínum seinni stú-
dentaárum alskipað verk i náttúruspeki, með mörg-
um þar til hlýðandi verkfæra-afmálunum, og hafði
lengi í hyggju bæði á danska og íslenzka tungu,
með framtíð að gefa það út á prent, sem kennslu-
bók, íhverjuskyni hann í mörg ár jók við uppkast