Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1888, Blaðsíða 83
211
tempore efflorescat; atque sic laudatissimum nobisque
acceptissimum juvenem, natali solo usui et ornamento,
si quid veri mens augurat, olim futurum, ordinaria
dimissione cohonestatum, his litteris manu et sigillo
munitis testamur11.
„Schalholtúe ix. Calend. funii Anno MDCCLXX-
IX*.
„B. Jonœus“,
„Schol. Schalholt. Rector“.
Magnús hafði ætíð sjerlega laungun eptirgeist-
legum stúderingum og prjedikunarembætti; vildi
friðiaust í ungdæmi sínu gefa sig allan til þeirra,
og prjedikaði því 7 sinnum i þau 2 ár, hann dvaldi
hjer í landi eptir sína dimission. Fann hann þá
aldrei til minnstu feimni nje heldur við nein exa-
mina fyr eða síðar, og eptir það hann í fyrstasinni
prjedikaði fyrir dimission sinni, sagði mag. Bjarni
rector við hann rjett á eptir: „Jeg bjóst við að
heyra 16 vetra pilt prjedika, en jeg hjelt það vera
sextugan prest“. Föður hans þar á móti geðjaðist
betur, að hann legði sig eptir lögspeki með fram-
tíð. |>ar hann þá þótti of ungur og óráðinn til
siglingar á 17. árinu, dvaldi hann enn í 2 vetur hjá
biskupi Hannesi, sem seinna árið, þann 28.júníi78o,
varð mágur hans og giptist systur hans J>órunni, er
deyði i bólunni 1786. Bætti Magnús í þau 2 ár,
eða hjá honum í 2 vetur, stórum við lærdóm sinn
undir leiðsögu hans og kennslu. Bæði hjelt hann
áfram með áðurnefndar æfingar við latínskar stýl-
gjörðir og latínskan kveðskap, líka las hann enn
fleiri rómverska rithöfunda, mikið af Cíceró, 10
bækur af Livíusi, Sallustius, Júlíus Cæsar, Horats,
Virgil og Ovidius, líka í grísku Epictet, og áður á
bls. 205 nefndar bækur af Hómers Iliade ogHeródót.
14*